Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 17:43 Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, Kristín Eysteinsdóttir, rektor LHÍ, og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, skrifa undir yfirlýsinguna ásamt fjórum öðrum rektorum. Samsett Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum að því sótt sé að grundvallarstoðum háskólastarfs víða um heim. Í sameiginlegri yfirlýsingu staðfesta þeir grundvallarmikilvægi akademísks frelsis og sjálfstæði stofnana fyrir framgang þekkingar, eflingu lýðræðis og þróun samfélaga. Slétt tuttugu ár eru síðan íslenskir rektorar undirrituðu sams konar yfirlýsingu um akademískt frelsi undir forystu Páls Skúlasonar, þáverandi rektors HÍ, en yfirskrift hennar var „Yfirlýsing um forsendur og frelsi háskóla“. Rektorar háskólanna sjö á Íslandi hittust á vettvangi Samstarfsnefndar háskólastigsins í liðinni viku. Þar var yfirlýsingin, meðal annars, til umræðu. Í henni er undirstrikað að akademískt frelsi sé hornsteinn háskóla- og rannsóknastarfs. Undir yfirlýsinguna skrifa Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. „Það felur í sér rétt fræðimanna til að leita sannleikans og þekkingar án óeðlilegra afskipta, til að kenna og ræða hugmyndir frjálst og til að miðla niðurstöðum rannsókna án ótta við ritskoðun eða refsiaðgerðir. Þetta frelsi er lykilatriði til að hlúa að gagnrýninni hugsun, nýsköpun og öflugum skoðanaskiptum sem eru undirstaða lýðræðissamfélaga,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að með stofnanalegu sjálfstæði sé hægt að tryggja að fræðileg markmið séu sett á grundvelli vísindalegra verðleika fremur en pólitískra eða viðskiptalegra hagsmuna. „Við lýsum miklum áhyggjum af vaxandi þrýstingi á akademískt frelsi og sjálfstæði háskóla um allan heim. Pólitísk afskipti, ritskoðun og innleiðing hugmyndafræðilegra sjónarmiða ógna undirstöðum fræðilegra rannsókna og hlutverki háskóla sem vígjum sjálfstæðrar hugsunar og þekkingarleitar,“ segja rektorarnir sjö. Þau hvetja alla háskóla og aðra hagsmunaaðila til að standa vörð um akademískt frelsi og tryggja rétt fræðimanna til að standa rannsóknir, kenna og miðla niðurstöðum sínum án utanaðkomandi afskipta. „Með því að verja akademískt frelsi og sjálfstæði stofnana styrkjum við undirstöður lýðræðis og leggjum okkar af mörkum til sjálfbærrar þróunar samfélaga okkar.“ Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Slétt tuttugu ár eru síðan íslenskir rektorar undirrituðu sams konar yfirlýsingu um akademískt frelsi undir forystu Páls Skúlasonar, þáverandi rektors HÍ, en yfirskrift hennar var „Yfirlýsing um forsendur og frelsi háskóla“. Rektorar háskólanna sjö á Íslandi hittust á vettvangi Samstarfsnefndar háskólastigsins í liðinni viku. Þar var yfirlýsingin, meðal annars, til umræðu. Í henni er undirstrikað að akademískt frelsi sé hornsteinn háskóla- og rannsóknastarfs. Undir yfirlýsinguna skrifa Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Ragnheiður Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. „Það felur í sér rétt fræðimanna til að leita sannleikans og þekkingar án óeðlilegra afskipta, til að kenna og ræða hugmyndir frjálst og til að miðla niðurstöðum rannsókna án ótta við ritskoðun eða refsiaðgerðir. Þetta frelsi er lykilatriði til að hlúa að gagnrýninni hugsun, nýsköpun og öflugum skoðanaskiptum sem eru undirstaða lýðræðissamfélaga,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að með stofnanalegu sjálfstæði sé hægt að tryggja að fræðileg markmið séu sett á grundvelli vísindalegra verðleika fremur en pólitískra eða viðskiptalegra hagsmuna. „Við lýsum miklum áhyggjum af vaxandi þrýstingi á akademískt frelsi og sjálfstæði háskóla um allan heim. Pólitísk afskipti, ritskoðun og innleiðing hugmyndafræðilegra sjónarmiða ógna undirstöðum fræðilegra rannsókna og hlutverki háskóla sem vígjum sjálfstæðrar hugsunar og þekkingarleitar,“ segja rektorarnir sjö. Þau hvetja alla háskóla og aðra hagsmunaaðila til að standa vörð um akademískt frelsi og tryggja rétt fræðimanna til að standa rannsóknir, kenna og miðla niðurstöðum sínum án utanaðkomandi afskipta. „Með því að verja akademískt frelsi og sjálfstæði stofnana styrkjum við undirstöður lýðræðis og leggjum okkar af mörkum til sjálfbærrar þróunar samfélaga okkar.“
Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira