Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 20:45 Halla Gunnarsdóttir er formaður VR. Sýn Formaður VR segir að verðbólgutölur dagsins þýði að tilraunin sem lagt var upp með í síðustu kjarasamningum hafi mistekist. Segir hún að í fyrra hafi launafólk fallist á launahækkanir vel undir verðbólgu, í trausti þess að fyrirtæki myndu halda aftur af verðhækkunum. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og stendur nú í 656,5 stigum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 526,8 stig og hækkaði um 0,9 prósent frá maí 2025. Verðbólga hækkaði úr 3,8 prósentum 25. maí í 4,2 prósent 25. júní en þess má geta að hún var 4,2 prósent í apríl og 3,8 prósent í mars. Fyrirtækin geti ekki hamið sig Halla Gunnarsdóttir formaður VR segir ljóst að stóru fyrirtækin í landinu ráði ekki við sig í gróðasókninni. „Þau bara geta ekki annað en sótt í meiri gróða, og það er það sem er að valda þessari verðbólgu núna,“ segir Halla. „Það er allt að hækka, stórfyrirtæki eru að sýna aukinn hagnað á milli ára, á tímum þegar þau áttu að halda aftur af sér.“ „Í raforku er búið að búa til sérstaka milliliði sem við þurfum að greiða tíund til, þannig að raforka hefur hækkað um sextán prósent. Nauðsynjavörur eru að hækka um á milli fimm og fimmtán prósent eftir því hvar er tekið niður.“ Segir hún að lækkanir á heimsmarkaðsverð á olíu hafi ekki skilað sér til landsins. „Þannig að það er bara algjörlega augljóst að fyrirtækin eru ófær um að halda aftur af sér,“ segir Halla, sem var til viðtals um verðbólguna í kvöldfréttum Sýnar. Stýritæki Seðlabankans virki ekki Halla segir að verðbólgutölurnar sýni þar að auki að stýritæki Seðlabankans virki ekki sem skyldi. „Seðlabankinn leggur upp með að nota stýrivaxtahækkanir og halda þeim háum, hærri en þeir eru nokkurs staðar í OECD, í von um að bíta á verðbólguna, en það gengur ekki vegna þess að þeir bíta á vitlausum stöðum,“ segir hún. „Þeir bíta launafólk, leigjendur, skuldara, en ekki þá sem orsaka verðbólguna og bera ábyrgð á henni.“ Í mars í fyrra voru kjarasamningar undirritaðir til fjögurra ára, en í honum eru ákveðin forsenduákvæði um þróun verðbólgu og verða samningar endurskoðaðir 1. september í haust og aftur á næsta ári. Halla segir að ársverðbólguviðmiðið í samningunum, sem kveður á um að samningar verði endurskoðaðir fari verðbólga yfir 4,95 prósent, hafi verið allt of hátt að mati þeirra í VR á sínum tíma. „Við vildum hafa það lægra, því það væri mjög eðlilegt að við gætum núna sagt að forsendur væru brostnar, út af þeim byrðum sem okkar fólk er að axla. En við erum hins vegar óþægilega nálægt þessu marki, sem var samt þetta hátt.“ „Þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Halla. Halla segir að áhyggjur hennar lúti fyrst og fremst að því að verðbólgan komi illa við fólk sem er með verðtryggð lán. Margir hafi flúið yfir í verðtryggð lán til að geta haldið sínu húsnæði. „Síðan eru stýrivextir þetta háir, og Seðlabankinn hefur gefið það út að fari verðbólgan ekki niður þá mun hann halda því áfram, og það eru bara gríðarlega ósanngjarnar byrðar sem félagsfólk VR og launafólk almennt í landinu er að bera. Sérstaklega þau sem skulda, eða búa í leiguhúsnæði,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og stendur nú í 656,5 stigum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 526,8 stig og hækkaði um 0,9 prósent frá maí 2025. Verðbólga hækkaði úr 3,8 prósentum 25. maí í 4,2 prósent 25. júní en þess má geta að hún var 4,2 prósent í apríl og 3,8 prósent í mars. Fyrirtækin geti ekki hamið sig Halla Gunnarsdóttir formaður VR segir ljóst að stóru fyrirtækin í landinu ráði ekki við sig í gróðasókninni. „Þau bara geta ekki annað en sótt í meiri gróða, og það er það sem er að valda þessari verðbólgu núna,“ segir Halla. „Það er allt að hækka, stórfyrirtæki eru að sýna aukinn hagnað á milli ára, á tímum þegar þau áttu að halda aftur af sér.“ „Í raforku er búið að búa til sérstaka milliliði sem við þurfum að greiða tíund til, þannig að raforka hefur hækkað um sextán prósent. Nauðsynjavörur eru að hækka um á milli fimm og fimmtán prósent eftir því hvar er tekið niður.“ Segir hún að lækkanir á heimsmarkaðsverð á olíu hafi ekki skilað sér til landsins. „Þannig að það er bara algjörlega augljóst að fyrirtækin eru ófær um að halda aftur af sér,“ segir Halla, sem var til viðtals um verðbólguna í kvöldfréttum Sýnar. Stýritæki Seðlabankans virki ekki Halla segir að verðbólgutölurnar sýni þar að auki að stýritæki Seðlabankans virki ekki sem skyldi. „Seðlabankinn leggur upp með að nota stýrivaxtahækkanir og halda þeim háum, hærri en þeir eru nokkurs staðar í OECD, í von um að bíta á verðbólguna, en það gengur ekki vegna þess að þeir bíta á vitlausum stöðum,“ segir hún. „Þeir bíta launafólk, leigjendur, skuldara, en ekki þá sem orsaka verðbólguna og bera ábyrgð á henni.“ Í mars í fyrra voru kjarasamningar undirritaðir til fjögurra ára, en í honum eru ákveðin forsenduákvæði um þróun verðbólgu og verða samningar endurskoðaðir 1. september í haust og aftur á næsta ári. Halla segir að ársverðbólguviðmiðið í samningunum, sem kveður á um að samningar verði endurskoðaðir fari verðbólga yfir 4,95 prósent, hafi verið allt of hátt að mati þeirra í VR á sínum tíma. „Við vildum hafa það lægra, því það væri mjög eðlilegt að við gætum núna sagt að forsendur væru brostnar, út af þeim byrðum sem okkar fólk er að axla. En við erum hins vegar óþægilega nálægt þessu marki, sem var samt þetta hátt.“ „Þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ segir Halla. Halla segir að áhyggjur hennar lúti fyrst og fremst að því að verðbólgan komi illa við fólk sem er með verðtryggð lán. Margir hafi flúið yfir í verðtryggð lán til að geta haldið sínu húsnæði. „Síðan eru stýrivextir þetta háir, og Seðlabankinn hefur gefið það út að fari verðbólgan ekki niður þá mun hann halda því áfram, og það eru bara gríðarlega ósanngjarnar byrðar sem félagsfólk VR og launafólk almennt í landinu er að bera. Sérstaklega þau sem skulda, eða búa í leiguhúsnæði,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira