Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2025 22:33 Steve McClaren var niðurlútur í útsendingaveri Sky Sports á meðan Kolbeinn Sigþórsson fagnaði marki sínu í Nice. @Sky Sports/Getty/Richard Sellers 27. júní er merkisdagur í sögu íslenskra íþrótta því það var á þessum degi fyrir níu árum síðan sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta sló Englendinga út úr sextán liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. England komst snemma í 1-0 í leiknum í Nice en íslensku strákarnir svöruðu með tveimur mörkum og héldu síðan út í seinni hálfleik á móti stórsókn enska landsliðsins. Íslenska liðið komst því i átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti þar sem liðið tapaði fyrir Frökkum. Sky Sports rifjaði upp þennan merkilega dag og þá sérstaklega þegar strákarnir okkar slökktu hreinlega á Steve McClaren í beinni á Sky Sports. Það liðu tólf mínútur á milli jöfnunarmarks Ragnars Sigurðssonar (6. mínúta) og sigurmarki Kolbeins Sigþórssonar (18. mínúta). Steve McClaren var þarna að ræða málin eftir jöfnunarmarkið og var að reyna að telja ensku þjóðinni trú um það að enska liðið myndi koma sterkt til baka í leiknum. „Þetta hefur verið fullkomið svar hjá liðinu. Ekkert mál, byrjum bara aftur. Halda þessum yfirburðum sínum og halda áfram að setja pressu á þessa fjögurra manna varnarlínu Íslands,“ sagði Steve McClaren og hélt áfram. „Það eina sem þeir hafa er þessi stóri strákur frammi, [Kolbeinn] Sigþórsson,“ sagði McClaren en komst ekki lengra því á sömu stundu kom Kolbeinn íslenska liðinu yfir eftir frábæra sókn. „Óóóoo,“ var það eina sem kom upp úr McClaren sem horfði vonsvikinn niður í borðið. Það má sjá þetta hér fyrir neðan og öruggt að við Íslendingar höfðum miklu meira gaman af þessu en Englendingar. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball) EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
England komst snemma í 1-0 í leiknum í Nice en íslensku strákarnir svöruðu með tveimur mörkum og héldu síðan út í seinni hálfleik á móti stórsókn enska landsliðsins. Íslenska liðið komst því i átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti þar sem liðið tapaði fyrir Frökkum. Sky Sports rifjaði upp þennan merkilega dag og þá sérstaklega þegar strákarnir okkar slökktu hreinlega á Steve McClaren í beinni á Sky Sports. Það liðu tólf mínútur á milli jöfnunarmarks Ragnars Sigurðssonar (6. mínúta) og sigurmarki Kolbeins Sigþórssonar (18. mínúta). Steve McClaren var þarna að ræða málin eftir jöfnunarmarkið og var að reyna að telja ensku þjóðinni trú um það að enska liðið myndi koma sterkt til baka í leiknum. „Þetta hefur verið fullkomið svar hjá liðinu. Ekkert mál, byrjum bara aftur. Halda þessum yfirburðum sínum og halda áfram að setja pressu á þessa fjögurra manna varnarlínu Íslands,“ sagði Steve McClaren og hélt áfram. „Það eina sem þeir hafa er þessi stóri strákur frammi, [Kolbeinn] Sigþórsson,“ sagði McClaren en komst ekki lengra því á sömu stundu kom Kolbeinn íslenska liðinu yfir eftir frábæra sókn. „Óóóoo,“ var það eina sem kom upp úr McClaren sem horfði vonsvikinn niður í borðið. Það má sjá þetta hér fyrir neðan og öruggt að við Íslendingar höfðum miklu meira gaman af þessu en Englendingar. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball)
EM 2016 í Frakklandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira