Áfram frestað meðan formenn funda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2025 15:37 Þingmenn bíða þess að komast í sumarfrí eins og fleiri landsmenn. vísir/Anton Brink Þingflokksformenn hafa fundað eftir hádegi í dag í viðræðum stjórnarflokkanna við stjórnarandstöðuna um þinglok. Þingfundi var frestað um klukkustund á þriðja tímanum og svo aftur um eina og hálfa klukkustund. Önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hélt áfram í gærkvöldi milli þess sem gert var hlé fyrir þingflokksformenn sem funduðu um þinglok. Ekkert samkomulag náðist um þinglokin í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þingflokksformenn fundað áfram eftir hádegi í dag. Fundi var frestað til 15:10 vegna fundarins og aftur til 16:45. Næst á dagskrá þingfundar er framhald á annarri umræðu um breytingu á veiðigjöldunum sem stjórnarflokkarnir vilja síður að frestist fram á haust. Fleiri mál er undir og má þar nefna bókun 35 við EES-samninginn sem Miðflokkurinn, einn flokka, leggst alfarið gegn. Þá má nefna almannatryggingafrumvarpið, baráttumál Flokks fólksins, um að laun elli- og örorkulífeyrisþega hækki samkvæmt launavísitölu sem ætlað er að stöðva kjaragliðnun. Stjórnarandstaðan leggst alfarið gegn samþykkt frumvarpsins. „Þingfundum í gærkvöldi var frestað vegna þess að þingflokksformenn sátu og funduðu í allt gærkvöld og það verður framhald af fundarhöldum forsvarsmanna í dag,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það eru örugglega einhverjir tugir þingmála sem að bíða afgreiðslu. Sem að hafa verið afgreidd úr nefndum og hægt er að ljúka á þessu þingi ef vilji er til.“ Enn væri ekkert hægt að segja um hvenær þingstörfum lyki. „Umræðan hefur vissulega verið mjög löng en við erum á þeim stað í þingstörfunum að öll eru meðvituð um það að það þarf að komast samningum og samkomulagi um þinglokin og það er vonandi það sem að gerist núna bráðlega. Samtölin eru í gangi og það er verið að funda og því lýkur þegar því líkur.“ Uppfært klukkan 16:45: Þingfundi hefur aftur verið frestað, nú til 17:30. Alþingi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hélt áfram í gærkvöldi milli þess sem gert var hlé fyrir þingflokksformenn sem funduðu um þinglok. Ekkert samkomulag náðist um þinglokin í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þingflokksformenn fundað áfram eftir hádegi í dag. Fundi var frestað til 15:10 vegna fundarins og aftur til 16:45. Næst á dagskrá þingfundar er framhald á annarri umræðu um breytingu á veiðigjöldunum sem stjórnarflokkarnir vilja síður að frestist fram á haust. Fleiri mál er undir og má þar nefna bókun 35 við EES-samninginn sem Miðflokkurinn, einn flokka, leggst alfarið gegn. Þá má nefna almannatryggingafrumvarpið, baráttumál Flokks fólksins, um að laun elli- og örorkulífeyrisþega hækki samkvæmt launavísitölu sem ætlað er að stöðva kjaragliðnun. Stjórnarandstaðan leggst alfarið gegn samþykkt frumvarpsins. „Þingfundum í gærkvöldi var frestað vegna þess að þingflokksformenn sátu og funduðu í allt gærkvöld og það verður framhald af fundarhöldum forsvarsmanna í dag,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það eru örugglega einhverjir tugir þingmála sem að bíða afgreiðslu. Sem að hafa verið afgreidd úr nefndum og hægt er að ljúka á þessu þingi ef vilji er til.“ Enn væri ekkert hægt að segja um hvenær þingstörfum lyki. „Umræðan hefur vissulega verið mjög löng en við erum á þeim stað í þingstörfunum að öll eru meðvituð um það að það þarf að komast samningum og samkomulagi um þinglokin og það er vonandi það sem að gerist núna bráðlega. Samtölin eru í gangi og það er verið að funda og því lýkur þegar því líkur.“ Uppfært klukkan 16:45: Þingfundi hefur aftur verið frestað, nú til 17:30.
Alþingi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira