Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. júní 2025 12:19 Marius Borg Høiby er í klandri. EPA/VEGARD WIVESTAD GROTT Sonur norsku krónprinsessunnar er grunaður um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fjölda annarra brota. Málið fer nú til ríkissaksóknara en konungsfjölskyldan hefur ekki viljað tjá sig um málið Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, norsku krónprinsessunnar, úr fyrra sambandi og þar af leiðandi stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi. Á blaðamannafundi lögreglu í dag greindi lögfræðingur lögreglu frá öllum brotum Høiby sem hann er grunaður um. Høiby hefur áður verið sakaður um tvær nauðganir en nú er hann grunaður um mun fleiri brot. Rannsókn lögreglu er lokið en er málið nú á borði ríkissaksóknara. Hann er nú grunaður um eina nauðgun þar sem samfarir áttu sér stað og tvær nauðganir án samfara. Þá er hann talinn hafa fjórum sinnum hagað sér á óviðeigandi kynferðislegan hátt, beitt ofbeldi í nánu sambandi, framið tvær líkamsárásir og skemmdarverk. Høiby er einnig grunaður um að hafa brotið fimm sinnum gegn nálgunarbanni, fimm umferðarlagabrot og fyrir að hafa áreitt lögreglu. Samkvæmt umfjöllun NRK eru fórnarlömbin í málinu á milli fimmtán og tuttugu manns. Þeirra á meðal eru fyrrverandi kærustur Høiby. Málið er nú komið á borð ríkissaksóknara í Osló. Ríkissaksóknari tekur síðan ákvörðun hvort Høiby verði kærður í málunum. Hann hefur neitað sök í flestum málunum en játar að hafa framkvæmt eignaspjöll og beitt konu ofbeldi á meðan hann var undir áhrif áfengis og kókaíns. Hann hefur verið yfirheyrður fjórtán sinnum af lögreglu. „Hann tekur þessu mjög alvarlega og hefur unnið vel með lögreglunni,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Høiby. Í ágúst var Høiby handtekinn þrisvar sinnum, fyrir ýmis konar brot, þar á meðal grunaður um nauðgun og ofbeldi gegn konu. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í nóvember vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið. Nokkur mál felld niður Ákveðið hefur verið að ákæra ekki í nokkrum málum, þar á meðal máli Julianne Snekkestad, fyrirsætu og fyrrverandi kærustu Høiby. Það sé vegna þess að ekki liggi fyrir næg sönnunargögn. Þá segir Helga Salomon, lögfræðingur fjögurra fórnarlambanna, að mál þriggja þeirra voru felld niður. Þar á meðal eru tvær nauðganir og óviðeigandi kynferðisleg hegðun. Eitt þeirra ætlar að áfrýja ákvörðuninni. Málin voru felld niður annars vegar vegna fyrningar og hins vegar vegna skorts á sönnunargögnum. Mikill fjöldi hefur verið yfirheyrður í tengslum við málið en enginn úr konungsfjölskyldunni. „Málið er í farvegi í dómskerfinu og fylgir venjulegum verklagsreglum. Við höfum engu við að bæta,“ segir í yfirlýsingu konungsfjölskyldunnar. Mál Mariusar Borg Høiby Noregur Kóngafólk Erlend sakamál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, norsku krónprinsessunnar, úr fyrra sambandi og þar af leiðandi stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi. Á blaðamannafundi lögreglu í dag greindi lögfræðingur lögreglu frá öllum brotum Høiby sem hann er grunaður um. Høiby hefur áður verið sakaður um tvær nauðganir en nú er hann grunaður um mun fleiri brot. Rannsókn lögreglu er lokið en er málið nú á borði ríkissaksóknara. Hann er nú grunaður um eina nauðgun þar sem samfarir áttu sér stað og tvær nauðganir án samfara. Þá er hann talinn hafa fjórum sinnum hagað sér á óviðeigandi kynferðislegan hátt, beitt ofbeldi í nánu sambandi, framið tvær líkamsárásir og skemmdarverk. Høiby er einnig grunaður um að hafa brotið fimm sinnum gegn nálgunarbanni, fimm umferðarlagabrot og fyrir að hafa áreitt lögreglu. Samkvæmt umfjöllun NRK eru fórnarlömbin í málinu á milli fimmtán og tuttugu manns. Þeirra á meðal eru fyrrverandi kærustur Høiby. Málið er nú komið á borð ríkissaksóknara í Osló. Ríkissaksóknari tekur síðan ákvörðun hvort Høiby verði kærður í málunum. Hann hefur neitað sök í flestum málunum en játar að hafa framkvæmt eignaspjöll og beitt konu ofbeldi á meðan hann var undir áhrif áfengis og kókaíns. Hann hefur verið yfirheyrður fjórtán sinnum af lögreglu. „Hann tekur þessu mjög alvarlega og hefur unnið vel með lögreglunni,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Høiby. Í ágúst var Høiby handtekinn þrisvar sinnum, fyrir ýmis konar brot, þar á meðal grunaður um nauðgun og ofbeldi gegn konu. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í nóvember vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið. Nokkur mál felld niður Ákveðið hefur verið að ákæra ekki í nokkrum málum, þar á meðal máli Julianne Snekkestad, fyrirsætu og fyrrverandi kærustu Høiby. Það sé vegna þess að ekki liggi fyrir næg sönnunargögn. Þá segir Helga Salomon, lögfræðingur fjögurra fórnarlambanna, að mál þriggja þeirra voru felld niður. Þar á meðal eru tvær nauðganir og óviðeigandi kynferðisleg hegðun. Eitt þeirra ætlar að áfrýja ákvörðuninni. Málin voru felld niður annars vegar vegna fyrningar og hins vegar vegna skorts á sönnunargögnum. Mikill fjöldi hefur verið yfirheyrður í tengslum við málið en enginn úr konungsfjölskyldunni. „Málið er í farvegi í dómskerfinu og fylgir venjulegum verklagsreglum. Við höfum engu við að bæta,“ segir í yfirlýsingu konungsfjölskyldunnar.
Mál Mariusar Borg Høiby Noregur Kóngafólk Erlend sakamál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira