Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2025 14:20 Samstaða er meðal Akureyringa um stóra umferðarljósamálið. Baldur Kristjáns/Vísir/Markaðsstofa Norðurlands Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. „Við eigum náttúrlega eftir að fá þetta til umfjöllunar. Ég get ekki trúað öðru en að við munum hafna þessu alfarið,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri í samtali við fréttastofu. Hún segir að það kæmi henni mjög á óvart ef einhver í bæjarstjórn tæki afstöðu með ósk Vegagerðarinnar. „Óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði“ Greint var frá því í gær að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun yrðu fjarlægð. Stofnunin hafi fengið ábendingar um að þau ógni umferðaröryggi. „Þetta er búið að vera í sautján ár og það er óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði hjá Vegagerðinni,“ segir Ásthildur. Sindri S. Kristjánsson varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri situr í skipulagsráði bæjarins, sem tók við erindinu. Hann tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag. Fyrstu viðbrögð að henda bréfinu í ruslið „Mín fyrstu viðbrögð voru að henda þessu bréfi í ruslið, slíkt er glóruleysið að mínu mati. En það er víst ekki góð stjórnsýsla. Þannig að afgreiðslu málsins var frestað á meðan við ráðum ráðum okkar. Það kemur engan veginn til greina af minni hálfu að verða við þessari kröfu Vegagerðarinnar. Við eyðum ekki af yfirborði jarðar einu helsta kennileiti bæjarins, hérlendis og erlendis, byggt á einu bréfi,“ skrifar Sindri á Facebook. Í fundargerð skipulagsráðsins síðan í fyrradag segir að ráðið fresti afgreiðslu á málinu. Sindri vekur athygli á að á síðasta fundi skipulagsráðsins hafi verið kynnt áttatíu blaðsíðna löng drög að nýrri umferðaröryggisáætlun fyrir Akureyri, unnum af verkfræðistofunni Eflu. Hvergi í drögunum sé minnst á umferðarljósin. Rögnvaldur Már Helgason verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands birti í gær grein á vef Markaðsstofunnar þar sem saga umferðarljósanna er rekin. „Forsaga hjartanna nær til ársins 2008 en það sumar tók hátíðin Ein með öllu sem haldin er um verslunarmannahelgi miklum breytingum sem fjölskylduhátíð. Eitt af því sem gert var til að leggja áherslu á gildi hátíðarinnar var að setja rauð hjörtu í umferðaljósin og vöktu þau mikla lukku,“ segir í greininni sem rituð er af Agli Bjarnasyni. Þess má geta að sumarið áður skók Lúkasarmálið alræmda Akureyri. Málið vakti miklar umræður um flökkusögur og dómstól götunnar. Hvort Lúkasarmálið hafi haft áhrif á breyttar áherslur hátíðarinnar skal þó látið liggja milli hluta. Ríkulegur þáttur í sögu bæjarins. Í efnahagshruninu 2008 hafi Akureyrarstofa sett af stað átak að nafni „Brostu með hjartanu“ og hjartað fest sig í sessi sem eitt einkenni bæjarins. „Það er algjör tilviljun að ég birti þessa færslu fyrir hádegi en eftir hádegi fyllist Facebook hjá mér af færslum um þessi rauðu hjörtu. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Það er skrítið að þetta sé allt í einu núna komið í umræðuna. Við höfum verið að segja þessa sögu um hjörtun í mörg ár og hún slær alltaf í gegn.“ Hjörtun séu ríkulegur þáttur af sögu Akureyrarbæjar, sem hann vonast til að geta haldið áfram að segja ferðamönnum, blaðamönnum, ferðaskrifstofufólki og öðrum gestum. Rögnvaldur finnur fyrir miklum samhug meðal Akureyringa um að ljósin skuli standa. „Facebook feedið mitt fylltist af færslum frá fólki sem vill ekki að þau fari. Þetta hefur auðvitað aldrei verið neitt annað en jákvæð skilaboð.“ Akureyri Menning Umferðaröryggi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
„Við eigum náttúrlega eftir að fá þetta til umfjöllunar. Ég get ekki trúað öðru en að við munum hafna þessu alfarið,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri í samtali við fréttastofu. Hún segir að það kæmi henni mjög á óvart ef einhver í bæjarstjórn tæki afstöðu með ósk Vegagerðarinnar. „Óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði“ Greint var frá því í gær að Vegagerðin hefði óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun yrðu fjarlægð. Stofnunin hafi fengið ábendingar um að þau ógni umferðaröryggi. „Þetta er búið að vera í sautján ár og það er óskiljanlegt að þetta sé forgangsatriði hjá Vegagerðinni,“ segir Ásthildur. Sindri S. Kristjánsson varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri situr í skipulagsráði bæjarins, sem tók við erindinu. Hann tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag. Fyrstu viðbrögð að henda bréfinu í ruslið „Mín fyrstu viðbrögð voru að henda þessu bréfi í ruslið, slíkt er glóruleysið að mínu mati. En það er víst ekki góð stjórnsýsla. Þannig að afgreiðslu málsins var frestað á meðan við ráðum ráðum okkar. Það kemur engan veginn til greina af minni hálfu að verða við þessari kröfu Vegagerðarinnar. Við eyðum ekki af yfirborði jarðar einu helsta kennileiti bæjarins, hérlendis og erlendis, byggt á einu bréfi,“ skrifar Sindri á Facebook. Í fundargerð skipulagsráðsins síðan í fyrradag segir að ráðið fresti afgreiðslu á málinu. Sindri vekur athygli á að á síðasta fundi skipulagsráðsins hafi verið kynnt áttatíu blaðsíðna löng drög að nýrri umferðaröryggisáætlun fyrir Akureyri, unnum af verkfræðistofunni Eflu. Hvergi í drögunum sé minnst á umferðarljósin. Rögnvaldur Már Helgason verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands birti í gær grein á vef Markaðsstofunnar þar sem saga umferðarljósanna er rekin. „Forsaga hjartanna nær til ársins 2008 en það sumar tók hátíðin Ein með öllu sem haldin er um verslunarmannahelgi miklum breytingum sem fjölskylduhátíð. Eitt af því sem gert var til að leggja áherslu á gildi hátíðarinnar var að setja rauð hjörtu í umferðaljósin og vöktu þau mikla lukku,“ segir í greininni sem rituð er af Agli Bjarnasyni. Þess má geta að sumarið áður skók Lúkasarmálið alræmda Akureyri. Málið vakti miklar umræður um flökkusögur og dómstól götunnar. Hvort Lúkasarmálið hafi haft áhrif á breyttar áherslur hátíðarinnar skal þó látið liggja milli hluta. Ríkulegur þáttur í sögu bæjarins. Í efnahagshruninu 2008 hafi Akureyrarstofa sett af stað átak að nafni „Brostu með hjartanu“ og hjartað fest sig í sessi sem eitt einkenni bæjarins. „Það er algjör tilviljun að ég birti þessa færslu fyrir hádegi en eftir hádegi fyllist Facebook hjá mér af færslum um þessi rauðu hjörtu. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Það er skrítið að þetta sé allt í einu núna komið í umræðuna. Við höfum verið að segja þessa sögu um hjörtun í mörg ár og hún slær alltaf í gegn.“ Hjörtun séu ríkulegur þáttur af sögu Akureyrarbæjar, sem hann vonast til að geta haldið áfram að segja ferðamönnum, blaðamönnum, ferðaskrifstofufólki og öðrum gestum. Rögnvaldur finnur fyrir miklum samhug meðal Akureyringa um að ljósin skuli standa. „Facebook feedið mitt fylltist af færslum frá fólki sem vill ekki að þau fari. Þetta hefur auðvitað aldrei verið neitt annað en jákvæð skilaboð.“
Akureyri Menning Umferðaröryggi Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira