Lögðu grunninn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 14:50 „Fjölskyldumynd“ af leiðtogum Atlantshafsbandalagsríkjanna á fundinum í Haag. AP/Sean Kilpatrick/The Canadian Press Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna samþykktu að stórauka hernaðarútgjöld sín næsta áratuginn og ítrekuðu samstöðu sína gagnvart vaxandi ógn úr austri á fundi þeirra í Haag í dag. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir það leggja grunn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO. Lokayfirlýsing aðildarríkjanna 32 kveður á um að bandalagsríkin verji fimm prósent af vergri landsframleiðslu sinni á ári í varnar- og öryggismál fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið þrýst á Evrópuríki að verja meira fé til eigin varna. „Saman hafa bandamennirnir lagt grunninn að sterkara, sanngjarnara og banvænna NATO. Þetta mun verða risastökk áfram í sameiginlegum vörnum okkar,“ sagði Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, þegar yfirlýsing fundarins var samþykkt. Þá væru aðildarríkin „óhagganleg“ í samstöðu sinni um gagnkvæmar öryggistryggingar sem kveðið er á um í stofnsáttmála bandalagsins. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað skapað vafa um hvort að undir stjórn hans muni Bandaríkin standa við sínar skuldbindingar í þeim efnum. Fara aftur til varnarútgjalda kaldastríðsáranna Samstaðan um útgjaldaaukninguna var þó ekki alger. Spænsk stjórnvöld höfðu þegar lýst því yfir að þau gætu ekki náð fimm prósenta markmiðinu, Belgar eru hikandi og Slóvakar sömuleiðis. Íslensk stjórnvöld segjast stefna á að verja 1,5 prósent af landsframleiðslu á ári í öryggis- og varnarmál og segja almennan skilning á því á meðal bandalagsríkjanna. Innspýtingin í öryggis- og varnarmál er ekki síst knúin áfram af ótta Evrópuríkja við það að stjórnvöld í Kreml snúi stríðsvél sinni lengra til vesturs eftir að hún hefur lokið sér af í Úkraínu. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 samþykkti NATO-ríkin að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu sinni á ári til hernaðarmála. Í fyrra stefndi í að 22 ríki næðu því markmiði en til samanburðar voru ríkin aðeins þrjú fyrir tíu árum. Alexander Stubb, forseti Finnlands.AP/Matthias Schrader Alexander Stubb, forseti Finnlands, sagði að með ákvörðun leiðtogafundarins í dag yrðu útgjöld Evrópuríkja til varnarmála sambærileg við þau sem tíðkuðust í kalda stríðinu. Það væri sigur fyrir bæði Bandaríkjaforseta og Evrópuríki. „Við verðum nú vitni að fæðingu nýs NATO, sem þýðir NATO í betra jafnvægi,“ sagði Stubb. Leggja meiri áherslu á eigin varnir vegna Rússlands og Bandaríkjanna Óháð kröfum Bandaríkjastjórnar um að Evrópuríki verji meira fé til eigin varna hafa þau stigið stór skref að undanförnu í að endurnýja vopnabúr sín og varnargetu. Evrópusambandið stefnir þannig að því að aðildarríkin leggi um 800 milljarða evra í að styrkja varnarinnviði sína fyrir árið 2030. Það samþykkti einnig nýlega að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að lána aðildarríkjum fyrir sameiginlegum varnarverkefnum. Þó að ógnin af Rússum sé meginástæða þessarar auknu áherslu á varnir Evrópu spilar óttinn við að Bandaríkin undir stjórn núverandi forseta annað hvort dragi sig út úr NATO eða standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart því. Sá ótti stigmagnaðist eftir uppákomu í vetur þar sem Bandaríkjastjórn stöðvaði tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu í kjölfar hitafundar forsetans og varaforsetans með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu í lok febrúar. Evrópuríki hafa lagt mikla áherslu á að styðja Úkraínumenn í að hrinda innrás Rússa en Bandaríkjastjórn hefur sýnt takmarkaðan áhuga á því eftir stjórnarskipti vestanhafs í janúar. NATO Holland Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55 Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Hann segist vilja sveigjanlegri formúlu og að slík markmið séu ekki aðeins ósanngjörn heldur hafi þau einnig þveröfug áhrif. 20. júní 2025 08:15 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Lokayfirlýsing aðildarríkjanna 32 kveður á um að bandalagsríkin verji fimm prósent af vergri landsframleiðslu sinni á ári í varnar- og öryggismál fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið þrýst á Evrópuríki að verja meira fé til eigin varna. „Saman hafa bandamennirnir lagt grunninn að sterkara, sanngjarnara og banvænna NATO. Þetta mun verða risastökk áfram í sameiginlegum vörnum okkar,“ sagði Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, þegar yfirlýsing fundarins var samþykkt. Þá væru aðildarríkin „óhagganleg“ í samstöðu sinni um gagnkvæmar öryggistryggingar sem kveðið er á um í stofnsáttmála bandalagsins. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað skapað vafa um hvort að undir stjórn hans muni Bandaríkin standa við sínar skuldbindingar í þeim efnum. Fara aftur til varnarútgjalda kaldastríðsáranna Samstaðan um útgjaldaaukninguna var þó ekki alger. Spænsk stjórnvöld höfðu þegar lýst því yfir að þau gætu ekki náð fimm prósenta markmiðinu, Belgar eru hikandi og Slóvakar sömuleiðis. Íslensk stjórnvöld segjast stefna á að verja 1,5 prósent af landsframleiðslu á ári í öryggis- og varnarmál og segja almennan skilning á því á meðal bandalagsríkjanna. Innspýtingin í öryggis- og varnarmál er ekki síst knúin áfram af ótta Evrópuríkja við það að stjórnvöld í Kreml snúi stríðsvél sinni lengra til vesturs eftir að hún hefur lokið sér af í Úkraínu. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst árið 2022 samþykkti NATO-ríkin að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu sinni á ári til hernaðarmála. Í fyrra stefndi í að 22 ríki næðu því markmiði en til samanburðar voru ríkin aðeins þrjú fyrir tíu árum. Alexander Stubb, forseti Finnlands.AP/Matthias Schrader Alexander Stubb, forseti Finnlands, sagði að með ákvörðun leiðtogafundarins í dag yrðu útgjöld Evrópuríkja til varnarmála sambærileg við þau sem tíðkuðust í kalda stríðinu. Það væri sigur fyrir bæði Bandaríkjaforseta og Evrópuríki. „Við verðum nú vitni að fæðingu nýs NATO, sem þýðir NATO í betra jafnvægi,“ sagði Stubb. Leggja meiri áherslu á eigin varnir vegna Rússlands og Bandaríkjanna Óháð kröfum Bandaríkjastjórnar um að Evrópuríki verji meira fé til eigin varna hafa þau stigið stór skref að undanförnu í að endurnýja vopnabúr sín og varnargetu. Evrópusambandið stefnir þannig að því að aðildarríkin leggi um 800 milljarða evra í að styrkja varnarinnviði sína fyrir árið 2030. Það samþykkti einnig nýlega að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að lána aðildarríkjum fyrir sameiginlegum varnarverkefnum. Þó að ógnin af Rússum sé meginástæða þessarar auknu áherslu á varnir Evrópu spilar óttinn við að Bandaríkin undir stjórn núverandi forseta annað hvort dragi sig út úr NATO eða standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart því. Sá ótti stigmagnaðist eftir uppákomu í vetur þar sem Bandaríkjastjórn stöðvaði tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu í kjölfar hitafundar forsetans og varaforsetans með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu í lok febrúar. Evrópuríki hafa lagt mikla áherslu á að styðja Úkraínumenn í að hrinda innrás Rússa en Bandaríkjastjórn hefur sýnt takmarkaðan áhuga á því eftir stjórnarskipti vestanhafs í janúar.
NATO Holland Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55 Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Hann segist vilja sveigjanlegri formúlu og að slík markmið séu ekki aðeins ósanngjörn heldur hafi þau einnig þveröfug áhrif. 20. júní 2025 08:15 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Sjá meira
Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. 25. júní 2025 10:55
Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Hann segist vilja sveigjanlegri formúlu og að slík markmið séu ekki aðeins ósanngjörn heldur hafi þau einnig þveröfug áhrif. 20. júní 2025 08:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent