Ísland á toppnum eftir fyrri daginn og Andrea með Íslandsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2025 19:45 Andrea Kolbeinsdóttir brosti út að eyrum eftir frábært hlaup sitt í Slóveníu í dag. @icelandathletics Íslenska frjálsíþróttalandsliðið stóð sig mjög vel á fyrri degi Evrópubikars sem fer fram þessa dagana í Maribor í Slóveníu. Íslenska liðið er á toppnum í stigakeppninni eftir fyrri daginn með 260 stig en búnar eru 20 greinar af 37. Í öðru sæti er Lúxemborg með 219,5 stig og þriðju eru Moldóvar með 203 stig. En efstu þrjú liðin færast upp um deild og keppa því í 2. deild á Evrópubikar 2027. Íslensku keppendurnir voru í fyrstu þremur sætunum í fimmtán greinum af þeim tuttugu sem keppt var í í dag, þrjár persónulegar bætingar litu dagsins ljós sem og eitt Íslandsmet. Hápunkturinn var þegar Andrea Kolbeinsdóttir bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hún kom önnur í mark á 10:07,38 mín. Hún bætti metið um rúmlega eina sekúndu, en eldra met hennar var 10:08,85 mín. Glæsilegt hjá henni Andreu, en þetta er annað Íslandsmetið sem hún setur á innan við viku, því hún setti líka met í í 5 kílómetra götuhlaupi. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Hilmar Örn Jónsson setti tóninn strax í fyrstu grein dagsins, sleggjukasti karla, þar sem hann sigraði með kasti upp á 73,44 metra, sem er annað besta kast hans síðastliðið ár. Ívar Kristinn Jasonarson vann 400 metra grindahlaup karla á 52,06 sekúndum, sem er annar besti árangur hans á síðustu tveimur árum. Karen Sif Ársælsdóttir sigraði stangarstökk kvenna, en hún stökk 3,35 metra og Arndís Diljá Óskarsdóttir vann spjótkast kvenna með kasti upp á 51,60 metra. Boðhlaupssveitirnar toppuðu svo frábæran dag með því að sigra bæði 4×100 m boðhlaup kvenna og 4×100 m boðhlaup karla. Kvennasveitina skipuðu Júlía Kristín Jóhannesdóttir, María Helga Högnadóttir, Ísold Sævarsdóttir og Eir Chang Hlésdóttir og komu þær í mark á 46.03 sekúndum.Karlasveitina skipuðu Sveinbjörn Óli Svavarsson, Arnar Logi Brynjarsson, Þorleifur Einar Leifsson og Kristófer Þorgrímsson og komu þeir í mark á 40,85 sekúndum. Hér má sjá samantekt Frjálsíþróttasambandsins frá deginum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,56 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Sjá meira
Íslenska liðið er á toppnum í stigakeppninni eftir fyrri daginn með 260 stig en búnar eru 20 greinar af 37. Í öðru sæti er Lúxemborg með 219,5 stig og þriðju eru Moldóvar með 203 stig. En efstu þrjú liðin færast upp um deild og keppa því í 2. deild á Evrópubikar 2027. Íslensku keppendurnir voru í fyrstu þremur sætunum í fimmtán greinum af þeim tuttugu sem keppt var í í dag, þrjár persónulegar bætingar litu dagsins ljós sem og eitt Íslandsmet. Hápunkturinn var þegar Andrea Kolbeinsdóttir bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hún kom önnur í mark á 10:07,38 mín. Hún bætti metið um rúmlega eina sekúndu, en eldra met hennar var 10:08,85 mín. Glæsilegt hjá henni Andreu, en þetta er annað Íslandsmetið sem hún setur á innan við viku, því hún setti líka met í í 5 kílómetra götuhlaupi. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Hilmar Örn Jónsson setti tóninn strax í fyrstu grein dagsins, sleggjukasti karla, þar sem hann sigraði með kasti upp á 73,44 metra, sem er annað besta kast hans síðastliðið ár. Ívar Kristinn Jasonarson vann 400 metra grindahlaup karla á 52,06 sekúndum, sem er annar besti árangur hans á síðustu tveimur árum. Karen Sif Ársælsdóttir sigraði stangarstökk kvenna, en hún stökk 3,35 metra og Arndís Diljá Óskarsdóttir vann spjótkast kvenna með kasti upp á 51,60 metra. Boðhlaupssveitirnar toppuðu svo frábæran dag með því að sigra bæði 4×100 m boðhlaup kvenna og 4×100 m boðhlaup karla. Kvennasveitina skipuðu Júlía Kristín Jóhannesdóttir, María Helga Högnadóttir, Ísold Sævarsdóttir og Eir Chang Hlésdóttir og komu þær í mark á 46.03 sekúndum.Karlasveitina skipuðu Sveinbjörn Óli Svavarsson, Arnar Logi Brynjarsson, Þorleifur Einar Leifsson og Kristófer Þorgrímsson og komu þeir í mark á 40,85 sekúndum. Hér má sjá samantekt Frjálsíþróttasambandsins frá deginum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,56 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Sjá meira