Fyrsta fjölbragðaglímufélag landsins stefnir á sýningu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júní 2025 22:02 Viktor Sigursveinsson og Óskar Dagur Marteinsson stofnendur Icelandic Combat Theatre. vísir/Tómas Fyrsta fjölbragðaglímufélag Íslands er nú orðið að veruleika. Félagsmennirnir fimm stefna á sýningu í lok sumars og binda vonir við að skilja sterka arfleið eftir sig hér á landi. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvernig æfingar fara fram hjá fyrsta fjölbragðaglímufélagi Íslands, Icelandic Combar Theatre. Það var stofnað í upphafi árs og er starfrækt í bílskúr stofnanda félagsins. Eini hringur sinnar tegundar á Íslandi „Ég fékk þennan hring í gegnum Wrestling rings uk. Þeir eru þarna í Englandi og ég sendi þeim tölvupóst. þeir semsagt bjuggu hann til eftir þeim málum sem ég bað þá um að gera,“ sagði Viktor Sigursveinsson, einn stofnenda félagsins um hringinn sem er sérsmíðaður og var fluttur í pörtum í gám til landsins. Er þetta eini svona hringurinn sem þú veist um á Íslandi? „Ég get bókað það að þetta er sá einni.“ Fimm félagsmenn skipa nú félagið en það eru þeir: Viktor Sigursveinsson, Óskar Dagur Marteinsson, Ránar Þorsteinsson, Páll Sigurður Sigurðsson og Rósant Bósi Rósantsson. Drengirnir binda vonir við að geta stækkað aðstöðuna í framtíðinni þannig að það sé hægt að taka á móti fleiri iðkendum. Aðsend Getur verið bæði hryllingur og grín Félagsmenn æfa tvisvar í viku og stefna á halda fyrstu fjölbragðaglímusýninguna í lok sumars. Áhugamálið sé minna feimnismál en áður. „Mér finnst Ísland vera opnara fyrir svona hlutum núna,“ sagði Viktor. Svo fólk er spennt fyrir þessu? „Já svo sannarlega, eins og vera ber,“ bætir Viktor við kíminn. @icelandic.combat ♬ Get Ready - Steve Aoki Vocal Radio Edit - 2 Unlimited En hvað er fjölbragðaglíma? „Þetta er allt og ekkert. Það er erfitt að setja fjölbragðaglímu í box. Þetta er bæði stunt show og drama. Þetta getur verið hryllingur og þetta getur verið grín. Þetta er í sinni eigin deild,“ svarar Viktor. „Þetta er svona íþrótta stunt sápuópera,“ bætir Óskar Dagur Marteinsson, einn stofnenda við. Vonast til að skilja eftir sig arfleið Stofnendur segja báðir um langþráður draum úr æsku að ræða sem sé nú að rætast. „Það fór illa í mig þegar ég var yngri að þetta væri ekki í boði á Íslandi. Að verða rosa frægur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Eða verða moldríkur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Ég vill bara að það sé komið nýtt listrænt form til Íslands. Vonandi þá þegar ég hætti í þessu þá heldur þetta áfram hjá fólki sem er kannski ekki búið að fæðast enn þá.“ Þó að það sé hægt að tala og tala um fjölbragðaglímu þá er bara ein leið til að skilja hana fullkomlega og tók því fréttamaður þátt og fékk stofnanda fjölbragðaglímufélagsins á Íslandi til að lúskra aðeins á sér að hætti hússins. Það má berja augum í spilaranum hér að ofan. Glíma Sýningar á Íslandi Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hvernig æfingar fara fram hjá fyrsta fjölbragðaglímufélagi Íslands, Icelandic Combar Theatre. Það var stofnað í upphafi árs og er starfrækt í bílskúr stofnanda félagsins. Eini hringur sinnar tegundar á Íslandi „Ég fékk þennan hring í gegnum Wrestling rings uk. Þeir eru þarna í Englandi og ég sendi þeim tölvupóst. þeir semsagt bjuggu hann til eftir þeim málum sem ég bað þá um að gera,“ sagði Viktor Sigursveinsson, einn stofnenda félagsins um hringinn sem er sérsmíðaður og var fluttur í pörtum í gám til landsins. Er þetta eini svona hringurinn sem þú veist um á Íslandi? „Ég get bókað það að þetta er sá einni.“ Fimm félagsmenn skipa nú félagið en það eru þeir: Viktor Sigursveinsson, Óskar Dagur Marteinsson, Ránar Þorsteinsson, Páll Sigurður Sigurðsson og Rósant Bósi Rósantsson. Drengirnir binda vonir við að geta stækkað aðstöðuna í framtíðinni þannig að það sé hægt að taka á móti fleiri iðkendum. Aðsend Getur verið bæði hryllingur og grín Félagsmenn æfa tvisvar í viku og stefna á halda fyrstu fjölbragðaglímusýninguna í lok sumars. Áhugamálið sé minna feimnismál en áður. „Mér finnst Ísland vera opnara fyrir svona hlutum núna,“ sagði Viktor. Svo fólk er spennt fyrir þessu? „Já svo sannarlega, eins og vera ber,“ bætir Viktor við kíminn. @icelandic.combat ♬ Get Ready - Steve Aoki Vocal Radio Edit - 2 Unlimited En hvað er fjölbragðaglíma? „Þetta er allt og ekkert. Það er erfitt að setja fjölbragðaglímu í box. Þetta er bæði stunt show og drama. Þetta getur verið hryllingur og þetta getur verið grín. Þetta er í sinni eigin deild,“ svarar Viktor. „Þetta er svona íþrótta stunt sápuópera,“ bætir Óskar Dagur Marteinsson, einn stofnenda við. Vonast til að skilja eftir sig arfleið Stofnendur segja báðir um langþráður draum úr æsku að ræða sem sé nú að rætast. „Það fór illa í mig þegar ég var yngri að þetta væri ekki í boði á Íslandi. Að verða rosa frægur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Eða verða moldríkur af þessu, ég hef engan áhuga á því. Ég vill bara að það sé komið nýtt listrænt form til Íslands. Vonandi þá þegar ég hætti í þessu þá heldur þetta áfram hjá fólki sem er kannski ekki búið að fæðast enn þá.“ Þó að það sé hægt að tala og tala um fjölbragðaglímu þá er bara ein leið til að skilja hana fullkomlega og tók því fréttamaður þátt og fékk stofnanda fjölbragðaglímufélagsins á Íslandi til að lúskra aðeins á sér að hætti hússins. Það má berja augum í spilaranum hér að ofan.
Glíma Sýningar á Íslandi Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira