Handtóku Evrópubúa sakaðan um njósnir fyrir Ísrael Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2025 15:24 Íranir hópast saman á götum höfuðborgarinnar og mótmæla árásum Bandaríkjahers. Einn mótmælandi heldur uppi mynd af Ayatollah Ali Khamenei æðsta leiðtoga Íran. AP Ísraelsher heldur árásum á Íran áfram og hefur ráðlagt íbúum Tehran, höfuðborgar Íran, að rýma svæði nærri hernaðarinnviðum í borginni. Á meðan greina írönsk yfirvöld frá því að evrópskur ríkisborgari hafi verið handtekinn grunaður um njósnir fyrir ísraelska ríkið. Ísraelsher birtir færslu á X þar sem hann biðlar til Tehranbúa að halda sig frá herstöðvum og vopnaverksmiðjum í borginni. Þá eru frekari árásir boðaðar á næstu dögum. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael segir herinn hafa haldið loftárásum áfram á tugi hernaðarlegra skotmarka víðs vegar um Íran í dag, þar á meðal herstjórnarstöðvar, að því er kemur fram í fréttavakt BBC. Hafi dulbúið sig sem ferðamann Í sjónvarpsútsendingu á íranska ríkismiðlinum er greint frá handtöku Evrópubúans sem sakaður er um njósnirnar. Guardian hefur eftir þeim að viðkomandi hafi verið handtekinn í héraðinu Hamadan. „Njósnarinn kom inn í landið dulbúinn sem ferðamaður, safnaði saman upplýsingum og truflaði eldflaugakerfi í Íran,“ hefur Guardian eftir miðlinum. Ísraelsher hefur gengist við árásum á veg sem liggur að neðanjarðarauðgunarstöðinni í Fordó í dag. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Herinn skaut að sögn Katz einnig á Evin-fangelsið í Tehran, þar sem Katz segir að pólitískir fangar og „andstæðingar ríkisstjórnarinnar“ séu vistaðir. Fjölmiðill byltingarvarðarins í Íran segir frá því að Ísraelsher virðist hafa gert innganginn að fangelsinu að skotmarki sínu. Ekki sé vitað til þess að nokkur hafi flúið fangelsið. Klukka sem telur niður í „tortímingu Ísraels“ Katz segir að herinn hafi jafnframt skotið að klukku í höfuðborginni sem sýni niðurtalningu í „tortímingu Ísraels“, og að öryggismiðstöð byltingarvarðarins og önnur skotmörk tengd klerkastjórninni. Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Truth Social í nótt hafa vakið athygli, en þar spyr hann meðal annars hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Aðspurð hvað Trump hefði gengið til með ummælunum sagði Karoline Leavitt talskona Hvíta hússins við blaðamenn að hann hafi „einfaldlega verið að spyrja spurningar“. Íran Ísrael Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Ísraelsher birtir færslu á X þar sem hann biðlar til Tehranbúa að halda sig frá herstöðvum og vopnaverksmiðjum í borginni. Þá eru frekari árásir boðaðar á næstu dögum. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael segir herinn hafa haldið loftárásum áfram á tugi hernaðarlegra skotmarka víðs vegar um Íran í dag, þar á meðal herstjórnarstöðvar, að því er kemur fram í fréttavakt BBC. Hafi dulbúið sig sem ferðamann Í sjónvarpsútsendingu á íranska ríkismiðlinum er greint frá handtöku Evrópubúans sem sakaður er um njósnirnar. Guardian hefur eftir þeim að viðkomandi hafi verið handtekinn í héraðinu Hamadan. „Njósnarinn kom inn í landið dulbúinn sem ferðamaður, safnaði saman upplýsingum og truflaði eldflaugakerfi í Íran,“ hefur Guardian eftir miðlinum. Ísraelsher hefur gengist við árásum á veg sem liggur að neðanjarðarauðgunarstöðinni í Fordó í dag. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Herinn skaut að sögn Katz einnig á Evin-fangelsið í Tehran, þar sem Katz segir að pólitískir fangar og „andstæðingar ríkisstjórnarinnar“ séu vistaðir. Fjölmiðill byltingarvarðarins í Íran segir frá því að Ísraelsher virðist hafa gert innganginn að fangelsinu að skotmarki sínu. Ekki sé vitað til þess að nokkur hafi flúið fangelsið. Klukka sem telur niður í „tortímingu Ísraels“ Katz segir að herinn hafi jafnframt skotið að klukku í höfuðborginni sem sýni niðurtalningu í „tortímingu Ísraels“, og að öryggismiðstöð byltingarvarðarins og önnur skotmörk tengd klerkastjórninni. Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Truth Social í nótt hafa vakið athygli, en þar spyr hann meðal annars hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Aðspurð hvað Trump hefði gengið til með ummælunum sagði Karoline Leavitt talskona Hvíta hússins við blaðamenn að hann hafi „einfaldlega verið að spyrja spurningar“.
Íran Ísrael Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira