„Annars værum við ekki að leggja í þessar miklu aðgerðir“ Árni Sæberg og Smári Jökull Jónsson skrifa 23. júní 2025 12:25 Eiríkur Valberg fer fyrir hópi tíu íslenskra lögreglumanna sem vinna með írskum kollegum í vikunni. Vísir Íslenskir og írskir lögreglumenn stefna á að taka skýrslur af 45 einstaklingum í vikunni vegna rannsóknar á hvarfi Jón Þrastar Jónssonar í Dyflinni árið 2019. Að sögn Eiríks Valberg hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru fimm írskir lögreglumenn komnir til landsins sem munu vinna með tíu manna hópi íslenskra lögreglumanna í vikunni. Þeir stefni á að taka skýrslur af 45 einstaklingum. Lögreglan á Írlandi hafi haft frumkvæði að skýrslutökunum, sem hafi hafist í morgun. Slá ekkert út af borðinu Á föstudag var greint frá því að fjölskylda Jóns Þrastar væri með tilgátu um að leigumorðingi hafi farið mannavillt og drepið hann í staðinn fyrir annan Íslending. Eiríkur segir að hann geti ómögulega rætt einstaka tilgátur en að ekkert hafi enn verið útilokað. „Í rauninni er allt möguleiki,“ segir hann. Íslendingar stýra ferðinni Hann segir að allar skýrslutökur verði undir stjórn og á ábyrgð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en að farið sé að mestu að tillögum Íranna hvað það varðar við hverja verður rætt. Stefnt sé að því að ljúka skýrslutökum yfir öllum 45 í vikunni. Þá muni Írarnir hafa tækifæri til að spyrja spurninga. Hann kveðst ekki vilja velta því upp hvernig fyrirkomulag handtaka yrði ef til þeirra kæmi. Loks segir hann að lögreglan sé í sjálfu sér alltaf bjartsýn og að vonast sé til þess að skýrslutökurnar muni leiða til upplýsinga og vísbendinga um hvarf Jóns Þrastar. „Annars værum við ekki að leggja í þessa miklu aðgerðir.“ Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Tengdar fréttir Írskir lögreglumenn til Íslands vegna máls Jóns Þrastar Írskir lögreglumenn koma til Íslands í næstu viku í tengslum við rannsókn þeirra á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, en síðast er vitað um ferðir hans í Dyflinni á Írlandi í febrúar 2019. 19. júní 2025 17:03 Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Bróðir Jóns Þrastar segir skýrslutökurnar marka tímamót í málinu. 20. júní 2025 20:56 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Að sögn Eiríks Valberg hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru fimm írskir lögreglumenn komnir til landsins sem munu vinna með tíu manna hópi íslenskra lögreglumanna í vikunni. Þeir stefni á að taka skýrslur af 45 einstaklingum. Lögreglan á Írlandi hafi haft frumkvæði að skýrslutökunum, sem hafi hafist í morgun. Slá ekkert út af borðinu Á föstudag var greint frá því að fjölskylda Jóns Þrastar væri með tilgátu um að leigumorðingi hafi farið mannavillt og drepið hann í staðinn fyrir annan Íslending. Eiríkur segir að hann geti ómögulega rætt einstaka tilgátur en að ekkert hafi enn verið útilokað. „Í rauninni er allt möguleiki,“ segir hann. Íslendingar stýra ferðinni Hann segir að allar skýrslutökur verði undir stjórn og á ábyrgð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en að farið sé að mestu að tillögum Íranna hvað það varðar við hverja verður rætt. Stefnt sé að því að ljúka skýrslutökum yfir öllum 45 í vikunni. Þá muni Írarnir hafa tækifæri til að spyrja spurninga. Hann kveðst ekki vilja velta því upp hvernig fyrirkomulag handtaka yrði ef til þeirra kæmi. Loks segir hann að lögreglan sé í sjálfu sér alltaf bjartsýn og að vonast sé til þess að skýrslutökurnar muni leiða til upplýsinga og vísbendinga um hvarf Jóns Þrastar. „Annars værum við ekki að leggja í þessa miklu aðgerðir.“
Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Tengdar fréttir Írskir lögreglumenn til Íslands vegna máls Jóns Þrastar Írskir lögreglumenn koma til Íslands í næstu viku í tengslum við rannsókn þeirra á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, en síðast er vitað um ferðir hans í Dyflinni á Írlandi í febrúar 2019. 19. júní 2025 17:03 Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Bróðir Jóns Þrastar segir skýrslutökurnar marka tímamót í málinu. 20. júní 2025 20:56 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Írskir lögreglumenn til Íslands vegna máls Jóns Þrastar Írskir lögreglumenn koma til Íslands í næstu viku í tengslum við rannsókn þeirra á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, en síðast er vitað um ferðir hans í Dyflinni á Írlandi í febrúar 2019. 19. júní 2025 17:03
Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Bróðir Jóns Þrastar segir skýrslutökurnar marka tímamót í málinu. 20. júní 2025 20:56