Grunar að fjárheimildir ætlaðar þjónustu hafi farið í launakostnað Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2025 12:46 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar. Vísir/Anton Brink Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að fjármála- og efnahagsráðuneytið vinni skýrslu sem leiðir í ljós hvort fjárheimildir sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi farið í launahækkanir ríkisstarfsmanna, umfram forsendur fjárlaga. Beiðni átta þingmanna Sjálfstæðisflokksins um skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðherra um launaþróun hjá hinu opinbera er á dagskrá Alþingis í dag. Beiðnin er í átta liðum og í henni er meðal annars beðið um umsamdar launahækkanir ríkisstarfsmanna og forsendur fjárlaga varðandi launaþróun árin 2014-2024 og hver áhrif styttingar vinnuvikunnar hjá þrjátíu stærstu ríkisaðilunum voru. Tíð umræða Í samtali við fréttastofu segir Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti flutningsmaður beiðninnar að mikilvægt sé að skoða tengsl fjárheimilda og raunverulegra launaútgjalda hjá hinu opinbera. „Grunsemdir okkar eru að það hafi farið meira í launakostnað frá ríkinu en fjárheimildir í fjárlögum gera ráð fyrir. Og þannig hefur það bitnað á öðrum verkefnum hjá ríkinu,“ segir Njáll Trausti, en hann hefur stóra hluta þingsetu sinnar setið í fjárlaganefnd. Hann segir launakostnað opinberra starfsmanna þekkt umræðuefni síðustu misseri og því sé hann að reyna að draga fram eftirlitshlutverk þingsins í þeim málum. „Þetta er tilfinning sem við erum með, og þá þurfum við að fá það fram ef svo er en annars ekki. Það er nauðsynlegt að gefa gleggri mynd af þessari stöðu.“ Launahækkanir virðist umfram heimildir Í greinargerð með beiðninni segir að sérstaklega sé mikilvægt að kanna hvort og þá hvernig forstöðumenn ríkisstofnana hafa haft svigrúm til að semja um launahækkanir umfram þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar í fjárlögum hvers árs. „Það virðist sem hluti nýrra fjárheimilda sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi leitt til launahækkana umfram forsendur fjárlaga án þess að Alþingi hafi tekið slíka ákvörðun,“ Njáll Trausti á ekki von á löngum umræðum um málið, sjaldgæft sé að skýrslubeiðni sé hafnað. Hann reiknar með að skýrslan verði tilbúin með haustinu. „Ég átta mig á því að þetta er mjög stór beiðni en það er heilbrigt að taka þetta saman í tengslum við ríkisfjármálin.“ Skaðleg áhrif á verðbólgu Þá segir í greinargerð að skýrslan muni vonandi veita betri innsýn í hversu stór hluti nýrra fjárheimilda ríkisaðila hafi runnið í launahækkanir frekar en til eflingar þjónustu eða nýrra verkefna. „Það hefur lengi verið umræða um að hið opinbera hafi dregið áfram launahækkanir, sem getur haft skaðleg áhrif á verðbólgu og efnahagslegan stöðugleika í landinu. Þannig að þetta er mjög stórt og mikilvægt mál, grunnmál í tengslum við ríkisfjármálin,“ segir Njáll Trausti. Ásamt honum fara Diljá Mist Einarsdóttir, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Jens Garðar Helgason, Vilhjálmur Árnason, Jón Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ólafur Adolfsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir beiðninni. Málið er á dagskrá á eftir óundirbúnum fyrirspurnum á þingfundi dagsins sem hefst klukkan þrjú. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Beiðni átta þingmanna Sjálfstæðisflokksins um skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðherra um launaþróun hjá hinu opinbera er á dagskrá Alþingis í dag. Beiðnin er í átta liðum og í henni er meðal annars beðið um umsamdar launahækkanir ríkisstarfsmanna og forsendur fjárlaga varðandi launaþróun árin 2014-2024 og hver áhrif styttingar vinnuvikunnar hjá þrjátíu stærstu ríkisaðilunum voru. Tíð umræða Í samtali við fréttastofu segir Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti flutningsmaður beiðninnar að mikilvægt sé að skoða tengsl fjárheimilda og raunverulegra launaútgjalda hjá hinu opinbera. „Grunsemdir okkar eru að það hafi farið meira í launakostnað frá ríkinu en fjárheimildir í fjárlögum gera ráð fyrir. Og þannig hefur það bitnað á öðrum verkefnum hjá ríkinu,“ segir Njáll Trausti, en hann hefur stóra hluta þingsetu sinnar setið í fjárlaganefnd. Hann segir launakostnað opinberra starfsmanna þekkt umræðuefni síðustu misseri og því sé hann að reyna að draga fram eftirlitshlutverk þingsins í þeim málum. „Þetta er tilfinning sem við erum með, og þá þurfum við að fá það fram ef svo er en annars ekki. Það er nauðsynlegt að gefa gleggri mynd af þessari stöðu.“ Launahækkanir virðist umfram heimildir Í greinargerð með beiðninni segir að sérstaklega sé mikilvægt að kanna hvort og þá hvernig forstöðumenn ríkisstofnana hafa haft svigrúm til að semja um launahækkanir umfram þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar í fjárlögum hvers árs. „Það virðist sem hluti nýrra fjárheimilda sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi leitt til launahækkana umfram forsendur fjárlaga án þess að Alþingi hafi tekið slíka ákvörðun,“ Njáll Trausti á ekki von á löngum umræðum um málið, sjaldgæft sé að skýrslubeiðni sé hafnað. Hann reiknar með að skýrslan verði tilbúin með haustinu. „Ég átta mig á því að þetta er mjög stór beiðni en það er heilbrigt að taka þetta saman í tengslum við ríkisfjármálin.“ Skaðleg áhrif á verðbólgu Þá segir í greinargerð að skýrslan muni vonandi veita betri innsýn í hversu stór hluti nýrra fjárheimilda ríkisaðila hafi runnið í launahækkanir frekar en til eflingar þjónustu eða nýrra verkefna. „Það hefur lengi verið umræða um að hið opinbera hafi dregið áfram launahækkanir, sem getur haft skaðleg áhrif á verðbólgu og efnahagslegan stöðugleika í landinu. Þannig að þetta er mjög stórt og mikilvægt mál, grunnmál í tengslum við ríkisfjármálin,“ segir Njáll Trausti. Ásamt honum fara Diljá Mist Einarsdóttir, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Jens Garðar Helgason, Vilhjálmur Árnason, Jón Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ólafur Adolfsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir beiðninni. Málið er á dagskrá á eftir óundirbúnum fyrirspurnum á þingfundi dagsins sem hefst klukkan þrjú.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent