Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 13:00 Kattholt er nú yfirfullt af köttum. Vísir/Kristín Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. Kattaathvarfið Kattholt sem um árabil hefur verið rekið í Árbænum í Reykjavík af Kattavinafélagi Íslands er nú yfirfullt af heimilislausum köttum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem jafnframt er óskað eftir öllum þeim kattamati, kattasandi og klórustaurum sem almenningur kunni að búa yfir. Ninja Dögg Torfadóttir rekstrarstýra Kattholts segir fjölda heimilislausra katta mega rekja til árstímans. „Núna er sumartíminn og því miður er það þannig að fólk er að ferðast og þetta er tíminn sem þau hafa ekki tíma fyrir dýrin sín og þetta er tími sem Kattholt fyllist yfirleitt. Núna er ástandið þannig að allur matur hjá okkur er að verða búinn og við erum að reyna eins og við getum að hugsa eins vel um kisurnar og hægt er og við þurfum smá hjálp, staðan er bara þannig, því miður.“ Ninja segir allan stuðning vel þeginn. „Kisurnar sem eru núna hjá okkur í athvarfinu eru flestallar kisur sem munu svo í framtíðinni leita sér að nýjum eigendum en eins og staðan er hjá okkur núna eru margar kisur sem eru mjög hræddar og þurfa meiri aðlögun. Við erum að vinna í því. Okkur vantar fósturheimili, okkur vantar líka bara sjálfboðaliða til að koma, höfum haft yndislega sjálfboðaliða sem koma og eru að tala við kisurnar, til þess að bara manna þær og til þess að þær fái tækifæri til þess að fara á heimili.“ Fjöldinn í Kattholti sé í takt við árstímann. „Það er eins og á sumrin sé bara fólk sem vilji, losa sig við dýrin, mér finnst leiðinlegt að segja það en það er bara þannig að þetta er bara tíminn sem fólk er önnum kafið og þá fara dýrin eitthvert annað, það er bara þannig, þau eru ekki númer eitt, tvö og þrjú oft.“ Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Sjá meira
Kattaathvarfið Kattholt sem um árabil hefur verið rekið í Árbænum í Reykjavík af Kattavinafélagi Íslands er nú yfirfullt af heimilislausum köttum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem jafnframt er óskað eftir öllum þeim kattamati, kattasandi og klórustaurum sem almenningur kunni að búa yfir. Ninja Dögg Torfadóttir rekstrarstýra Kattholts segir fjölda heimilislausra katta mega rekja til árstímans. „Núna er sumartíminn og því miður er það þannig að fólk er að ferðast og þetta er tíminn sem þau hafa ekki tíma fyrir dýrin sín og þetta er tími sem Kattholt fyllist yfirleitt. Núna er ástandið þannig að allur matur hjá okkur er að verða búinn og við erum að reyna eins og við getum að hugsa eins vel um kisurnar og hægt er og við þurfum smá hjálp, staðan er bara þannig, því miður.“ Ninja segir allan stuðning vel þeginn. „Kisurnar sem eru núna hjá okkur í athvarfinu eru flestallar kisur sem munu svo í framtíðinni leita sér að nýjum eigendum en eins og staðan er hjá okkur núna eru margar kisur sem eru mjög hræddar og þurfa meiri aðlögun. Við erum að vinna í því. Okkur vantar fósturheimili, okkur vantar líka bara sjálfboðaliða til að koma, höfum haft yndislega sjálfboðaliða sem koma og eru að tala við kisurnar, til þess að bara manna þær og til þess að þær fái tækifæri til þess að fara á heimili.“ Fjöldinn í Kattholti sé í takt við árstímann. „Það er eins og á sumrin sé bara fólk sem vilji, losa sig við dýrin, mér finnst leiðinlegt að segja það en það er bara þannig að þetta er bara tíminn sem fólk er önnum kafið og þá fara dýrin eitthvert annað, það er bara þannig, þau eru ekki númer eitt, tvö og þrjú oft.“
Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Sjá meira