Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 10:46 Pamela Ósk Hjaltadóttir lék langbest í höggleiknum á Íslandsmótinu í holukeppni. Á morgun hefst svo útsláttarkeppnin sjálf. golf.is/seth Það þurfti fjögurra kvenna bráðabana til að skera úr um það hver fengi sextánda og síðasta sætið inn í útsláttarkeppnina á Íslandsmóti kvenna í holukeppni, á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í gær. Mótið átti upphaflega að hefjast viku fyrr, á Urriðavelli í Garðabæ, en var frestað um viku og fært um völl vegna ástands flata á Urriðavelli. Heimakonan Pamela Ósk Hjaltadóttir lék langbest í höggleiknum og endaði hringina tvo samtals á pari, eftir að hafa leikið á -2 höggum í gær. Næst á eftir henni kom Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss á +6 höggum, og þær Elsa Maren Steinarsdóttir og Eva Kristinsdóttir léku á +8 höggum. Fjórir kylfingar voru jafnir í 16. sæti, þær Embla Hrönn Hallsdóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Lilja Maren Jónsdóttir og Þóra Sigríður Sveinsdóttir, og því þurfti bráðabana þeirra á milli. Þar vann GKG-ingurinn Embla Hrönn og hún mætir því Pamelu í 16-manna úrslitunum. Þau hefjast þó ekki fyrr en á morgun, þegar 16- og 8-manna úrslit kvenna fara fram, og undanúrslit og úrslit verða svo á mánudaginn. Í dag verður hins vegar spilaður 36 holu höggleikur hjá körlunum, sem kominn er af stað, og þeir spila svo 16- og 8-manna úrslit á morgun, og undanúrslit og úrslit á mánudag, líkt og konurnar. Golf Mest lesið Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mótið átti upphaflega að hefjast viku fyrr, á Urriðavelli í Garðabæ, en var frestað um viku og fært um völl vegna ástands flata á Urriðavelli. Heimakonan Pamela Ósk Hjaltadóttir lék langbest í höggleiknum og endaði hringina tvo samtals á pari, eftir að hafa leikið á -2 höggum í gær. Næst á eftir henni kom Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss á +6 höggum, og þær Elsa Maren Steinarsdóttir og Eva Kristinsdóttir léku á +8 höggum. Fjórir kylfingar voru jafnir í 16. sæti, þær Embla Hrönn Hallsdóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Lilja Maren Jónsdóttir og Þóra Sigríður Sveinsdóttir, og því þurfti bráðabana þeirra á milli. Þar vann GKG-ingurinn Embla Hrönn og hún mætir því Pamelu í 16-manna úrslitunum. Þau hefjast þó ekki fyrr en á morgun, þegar 16- og 8-manna úrslit kvenna fara fram, og undanúrslit og úrslit verða svo á mánudaginn. Í dag verður hins vegar spilaður 36 holu höggleikur hjá körlunum, sem kominn er af stað, og þeir spila svo 16- og 8-manna úrslit á morgun, og undanúrslit og úrslit á mánudag, líkt og konurnar.
Golf Mest lesið Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira