Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. júní 2025 10:02 Hafsteinn bað Unu á Ísafirði um páskana, en þar byrjuðu þau saman fyrir þremur árum. Tónlistarfólkið Una Torfadóttir og Hafsteinn Þráinsson trúlofuðu sig á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. Í sumar halda þau í tónleikaferðalag um allt land vopnuð aðeins tveimur gíturum. Una Torfadóttir hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi á undanförnum þremur árum, en í síðasta mánuði gaf hún út lagið Þurfum ekki neitt með unnusta sínum Hafsteini Þráinssyni, sem gengur undir listamannsnafninu CeaseTone. Parið hefur unnið mikið saman undanfarin þrjú ár, og sömdu þau meðal annars saman lagið Þú ert stormur sem Una söng og gaf út, en Þurfum ekki neitt er fyrsta lagið þar sem þau bæði eru flytjendur. Byrjuðu saman á Ísafirði Una segir frá því að hún og Hafsteinn hafi byrjað saman á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður árið 2022. Þau hafi átt þriggja ára sambandsafmæli á föstudaginn langa, og verið stödd á Ísafirði. „Við vorum að labba heim í gistingu eftir tónleikana. Ég var þarna að rifja upp hvað það hefði verið gaman að við hefðum náð saman þremur árum áður og hvað ég væri glöð, hamingjusöm og ástfangin, og þá fattaði hann, nú er tíminn.“ „Þá dregur hann fram hring, fer á skeljarnar og biður mín. Þetta var mjög fallegt og líka á þessari hátíð sem okkur þykir svo ofboðslega vænt um, besta hátíð á Íslandi. Það er svo góður andi á Ísafirði og við eigum fullt af góðum minningum þar,“ segir Una. Fyrst og fremst geggjað að vinna með unnustanum Una segir að henni finnist hún stjarnfræðilega heppin að hafa fundið Hafstein. „Það sem við eigum er ótrúlega dýrmætt,“ segir hún. Hún segir að það sé „bara alls konar“ upplifun að vinna með unnustanum sínum. „En fyrst og fremst er það geggjað, því við getum látið mjög góða hluti gerast mjög hratt. Eins og um daginn þegar okkur datt í hug að semja lag saman, sumarsmell, þá er ekkert vesen.“ Tónleikadagsetningar.Instagram „Við bara skutumst upp í stúdíó og gerðum það, hann er svo flinkur í tæknimálum, fær útsetjari og pródúsent. Við gátum verið tvö ein í heiminum að búa til lag.“ Tveir gítarar og góð stemning Una og Hafsteinn leggja land undir fót þrettánda júlí næstkomandi, og til stendur að spila á allt að fimmtán stöðum um allt land. Þau láta hvort annað duga og koma spila tónleikana tvö saman, vopnuð hvort sínum gítarnum. Una segir að auðvelt sé að lesa salinn þegar þau eru aðeins tvö að spila. „Ef að stemningin er mikil, þá spilum við fastar og ég syng hærra, þá búum við til meira stuð. En ef stemningin er róleg, þá spilum við eftir því.“ „Við gerðum þetta líka í fyrra, það var ógeðslega gaman og gekk mjög vel, við hittum fullt af skemmtilegu fólki. Við spiluðum rólega tónleika og líka stuðgigg.“ Una segir að miðar fáist á tix.is, og hægt sé að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum á borð við Instagram. View this post on Instagram A post shared by Una Torfadóttir (@unatorfa) Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Tímamót Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Una Torfadóttir hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi á undanförnum þremur árum, en í síðasta mánuði gaf hún út lagið Þurfum ekki neitt með unnusta sínum Hafsteini Þráinssyni, sem gengur undir listamannsnafninu CeaseTone. Parið hefur unnið mikið saman undanfarin þrjú ár, og sömdu þau meðal annars saman lagið Þú ert stormur sem Una söng og gaf út, en Þurfum ekki neitt er fyrsta lagið þar sem þau bæði eru flytjendur. Byrjuðu saman á Ísafirði Una segir frá því að hún og Hafsteinn hafi byrjað saman á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður árið 2022. Þau hafi átt þriggja ára sambandsafmæli á föstudaginn langa, og verið stödd á Ísafirði. „Við vorum að labba heim í gistingu eftir tónleikana. Ég var þarna að rifja upp hvað það hefði verið gaman að við hefðum náð saman þremur árum áður og hvað ég væri glöð, hamingjusöm og ástfangin, og þá fattaði hann, nú er tíminn.“ „Þá dregur hann fram hring, fer á skeljarnar og biður mín. Þetta var mjög fallegt og líka á þessari hátíð sem okkur þykir svo ofboðslega vænt um, besta hátíð á Íslandi. Það er svo góður andi á Ísafirði og við eigum fullt af góðum minningum þar,“ segir Una. Fyrst og fremst geggjað að vinna með unnustanum Una segir að henni finnist hún stjarnfræðilega heppin að hafa fundið Hafstein. „Það sem við eigum er ótrúlega dýrmætt,“ segir hún. Hún segir að það sé „bara alls konar“ upplifun að vinna með unnustanum sínum. „En fyrst og fremst er það geggjað, því við getum látið mjög góða hluti gerast mjög hratt. Eins og um daginn þegar okkur datt í hug að semja lag saman, sumarsmell, þá er ekkert vesen.“ Tónleikadagsetningar.Instagram „Við bara skutumst upp í stúdíó og gerðum það, hann er svo flinkur í tæknimálum, fær útsetjari og pródúsent. Við gátum verið tvö ein í heiminum að búa til lag.“ Tveir gítarar og góð stemning Una og Hafsteinn leggja land undir fót þrettánda júlí næstkomandi, og til stendur að spila á allt að fimmtán stöðum um allt land. Þau láta hvort annað duga og koma spila tónleikana tvö saman, vopnuð hvort sínum gítarnum. Una segir að auðvelt sé að lesa salinn þegar þau eru aðeins tvö að spila. „Ef að stemningin er mikil, þá spilum við fastar og ég syng hærra, þá búum við til meira stuð. En ef stemningin er róleg, þá spilum við eftir því.“ „Við gerðum þetta líka í fyrra, það var ógeðslega gaman og gekk mjög vel, við hittum fullt af skemmtilegu fólki. Við spiluðum rólega tónleika og líka stuðgigg.“ Una segir að miðar fáist á tix.is, og hægt sé að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum á borð við Instagram. View this post on Instagram A post shared by Una Torfadóttir (@unatorfa)
Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Tímamót Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira