Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júní 2025 07:00 Fjallkonan er þjóðartákngervingur Íslands en kona í gervi fjallkonunnar kom fyrst fram á Íslendingadeginum í Winnipeg í Kanada 1924. Árlega stíga fjallkonur um land allt á stokk á 17. júní. Íslendingar fögnuðu þjóðhátíðardeginum þriðjudaginn síðastliðinn, og venju samkvæmt var gjöldi glæsilegra kvenna sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar um land allt. Hefð er fyrir því að fjallkona flytji ljóð eða annað erindi á hátíðardagskrá þjóðhátíðardagsins. Vísir hefur tekið saman fjölda fjallkvenna sem fluttu ávarp á 17. júní í ár frá hinum ýmsu sveitarfélögum og bæjum landsins. Stuðst var við vefsíður sveitarfélaga og samfélagsmiðlafærslur. Sem fyrr virðast svörtu og bláu kyrtlarnir vinsælustu þjóðbúningarnir meðal fjallkvennanna, en auk þeirra mátti sjá skautbúninga og hvítan kyrtil. Þá eru margar hverjar með krullur í hári. Reykjavík Katrín Halldóra Sigurðardóttir leikkona var fjallkonan í Reykjavík í ár. Hún klæddist hinum víðfræga skautbúningi sem er í vörslu Árbæjarsafns. Við hann er stokkbelti með vínviðarmunstri úr silfri og brjóstnæla í stíl. Katrín Halldóra Sigurðardóttir.Reykjavík Katrín flutti ávarp eftir Þórdísi Helgadóttur rithöfund og skáld. Vorið kemur og heimur hlýnar á Seltjarnarnesi Anna Björg Erlingsdóttir var fjallkona Seltirninga í ár. Hún er flestum bæjarbúum kunn enda borin og barnfædd á Seltjarnarnesi. Hún var í fallegum kyrtilkjól frá Þjóðdansafélaginu með sprotabelti, brjóstnælu og fald á höfði. Anna Björg Erlingsdóttir.Seltjarnarnesbær Valgeir Guðjónsson samdi lag út frá ljóðinu Vikivaki eftir Jóhannes úr Kötlum sem Íslendingar þekkja vel. Ljóðið er því Íslendingum afar kært. Sunnan yfir sæinn breiða, sumarylinn vindar leiða. Draumalandið himinheiða hlær - og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Fótboltafyrirliði í Kópavogi Agla María Albertsdóttir, fyrirliði knattspyrnuliðs Breiðabliks og landsliðskona, var fjallkona Kópavogs í ár. Agla María Albertsdóttir.Kópvogur Hún sagði það mikinn heiður og gaman að hafa verið fjallkona Kópavogs. View this post on Instagram A post shared by AglaMaría Albertsdóttir (@aglamariaalberts) Fjörðurinn minn í Hafnarfirði Í Hafnarfirði var það leikkonan, leikstjórinn, leikskáldið og uppistandarinn Björk Jakobsdóttir sem brá sér í hlutverk fjallkonunnar í ár. Hún flutti ljóðið Fjörðurinn minn eftir Hafnfirðingin Egil Þórðarson þegar hún steig á svið á Thorsplani. Björk Jakobsdóttir með fríðu föruneyti.Hafnarfjörður „Fjörðurinn er alltaf fjölskylda mín; fjallkonu hreiður er sól á þig skín, breiðir út faðminn á bjartsýnisstund, brosir svo svellur oss móður í lund.“ „Hér búa álfar og yndisleg börn, að ærslast í skemmtun við lækinn og tjörn, ég vil þeim skýla með verndandi væng, sem væru þau pökkuð í hlýlega sæng.“ Ljóðið í heild sinni. Breiðdælingaóður í Breiðdal Í Fjarðabyggð var fjallkonan Gróa Jóhannsdóttir frá Hlíðarenda í Breiðdal. Hátíðarhöld sveitarfélagsins voru haldin í Breiðdal og voru vel sótt og afar vel heppnuð að sögn bæjarins. Fjallkonan flutti ljóðið Breiðdælingaóður. Gróa JóhannsdóttirFjarðabyggð Nýstúdent með ávarp frá eigin brjósti Löng hefð er fyrir því á Akureyri að fjallkonan sé nýstúdent sem flytur ávarp frá eigin brjósti. Kolfinna Líndal Arnarsdóttir, nýstúdent frá VMA var fjallkonan í ár og kom hún fram á hátíðardagskrá í Lystigarðinum. Kolfinna Líndal Arnardóttir.Akureyrarbær Kolfinna ásamt ömmu sinni.Akureyrarbær Leikari og söngnemi í Mosfellsbæ Fjallkonan í Mosfellsbæ er Natalía Erla Arnórsdóttir, borinn og barnsfæddur Mosfellingur, félagi í Leikfélagi Mosfellssveitar og stundar söngnám í söngskóla Sigurðar Demetz. Þekkir þú fjallkonu sem hefur ekki ratað í myndaveisluna? Sendu okkur mynd eða ábendingu á ritstjorn@visir.is Natalía Erla Arnórsdóttir.Mosfellsbær Móðurást í Garðabæ Júlía Káradóttir var fjallkona Garðabæjar í ár. Hún klæddist skautbúningi í eigu Kvenfélags Garðabæjar. Hún las ljóðið Móðurást eftir Jónas Hallgrímsson. Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel,í fjallinu dunar, en komið er él,snjóskýin þjóta svo ótt og ótt;auganu hverfur um heldimma nóttvegur á klakanum kalda. Júlía Káradóttir.Garðabær Kvenfélag Garðabæjar hefur annast hlut fjallkonu við hátíðarhöld í Garðabæ á 17. júní frá 1980. Skautbúningur Kvenfélagsins er fallegur og er útsaumurinn eftir Elísabetu Waage. Nær undantekningalaust hefur Kvenfélagskona verið í hlutverki fjallkonunnar og flutt ljóð við hátíðarhöldin. Selfoss Árný Ilse Árnadóttir var fjallkona Selfoss í ár. Búningurinn er í eigu Kvenfélags Selfoss. „Glæsilega fjallkonan okkar“ sagði Kvenfélagið á samfélagsmiðlum. Árný Ilse Árnadóttir.Kvenfélag Selfoss Suðurnesjabær Í Suðurnesjabæ var það Heba Lind Guðmundsdóttir sem fór með hlutverk fjallkonunnar. Hún er nýstúdent og flutti ljóð eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Heba Lind Guðmundsdóttir.Suðurnesjabær Vestmanneyjar Anna Ester Óttarsdóttir var fjallkonan í Vestmanneyjum í ár. Hún flutti hátíðarljóð á dagskrá bæjarins fyrir hádegi. Hella Fjölmenn hátíðarhöld voru á Hellu þar sem dagskráin byrjaði við dvalarheimilið Lund. Fjallkonan í ár var Therese Sundberg, sem flutti ljóð. Theresa Sundberg flutti ljóð. Við hlið hennar stóðu Sóldís Ása Jensdóttir og Emelía Rún Ásgeirsdóttir.Rangárþing ytra Rangárþing eystra Sautjándi júní var víða haldinn hátíðlegur í Rangárþingi eystra, þar sem finna mátti minnst þrjár fjallkonur. Á Hvolsvelli var það Sjöfn Lovísa Bahner Jónsdóttir sem flutti ljóð á á hátíðardagskránni á miðbæjartúninu við Hvolinn. Á Goðalandi, Njálsbúð og Heimalandi stóðu kvenfélögin Eygló, Bergþóra og Hallgerður fyrir dagskrá þar sem boðið var upp á kaffi, kökur og dagurinn haldinn hátíðlegur. Fjallkona á hátíðarhöldunum í Goðalandi í Fljótshlíð var Helena Dröfn Kristjánsdóttir og á Heimalandi undir Eyjafjöllum var fjallkonan Sandra Líf. Sjöfn Lovísa Bahner JónsdóttirRangárþing Eystra Helena Dröfn Kristjánsdóttir ásamt fylgdarsveinum.Rangárþing Eystra Sandra Líf ásamt dóttur sinni.Rangárþing Eystra Snæfellsbær Fjallkona Snæfellsbæjar árið 2025 var Eirný Svana Helgadóttir. Hún flutti ávarp á hátíðardagskrá bæjarins í Ólafsvík. Eirný Svana Helgadóttir.Snæfellsbær Jónas Hallgrímsson lesinn í Dalabyggð Fjallkona Dalabyggðar í ár var Dagný Sara Viðarsdóttir nýstúdent. Hún flutti ljóðið Dalvísu eftir Jónas Hallgrímsson með glæsibrag. Fífilbrekka! gróin grund!grösug hlíð með berjalautum!flóatetur! fífusund!fífilbrekka! smáragrund!yður hjá ég alla stunduni best í sæld og þrautum;fífilbrekka! gróin grund!grösug hlíð með berjalautum! Dagný Sara Viðarsdóttir.Dalabyggð Laugarvatn Ásta Rós Rúnarsdóttir var fjallkonan á Laugarvatni í ár. Hún klæddist þjóðbúningi í eigu Kvenfélags Laugdæla. Hún flutti ljóðið Ísland eftir Jón Thoroddsen. Hátíðarhöldin eru samvinnuverkefni Kvenfélags Laugdæla, Ungmennafélags Laugdæla, Lions á Laugarvatni og Planet Laugarvatn. Skemmtiatriði fóru fram í íþróttahúsinu vegna veðurs. Í framhaldi þeirra var svo vöfflukaffi á vegum Kvenfélagsins í Héraðsskólanum á Laugarvatni. 17. júní Menning Tíska og hönnun Þjóðbúningar Tengdar fréttir Katrín Halldóra er fjallkonan í ár Katrín Halldóra Sigurðardóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2025 11:43 Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Á áttatíu ára afmæli lýðveldisins var blásið til hátíðarhalda víða um land. Að vanda var fjallkona valin til að klæðast þjóðbúningi og flytja ljóð í hér um bil hverju sveitarfélagi. 18. júní 2024 15:51 Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Frá lýðveldisstofnun hefur það verið hefð að kona í hlutverki fjallkonunnar flytji ávarp fyrir hátíðargesti á þjóðhátíðardaginn. Í ár var fjöldi glæsilegra kvenna sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar um land allt. 20. júní 2023 07:00 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Sjá meira
Vísir hefur tekið saman fjölda fjallkvenna sem fluttu ávarp á 17. júní í ár frá hinum ýmsu sveitarfélögum og bæjum landsins. Stuðst var við vefsíður sveitarfélaga og samfélagsmiðlafærslur. Sem fyrr virðast svörtu og bláu kyrtlarnir vinsælustu þjóðbúningarnir meðal fjallkvennanna, en auk þeirra mátti sjá skautbúninga og hvítan kyrtil. Þá eru margar hverjar með krullur í hári. Reykjavík Katrín Halldóra Sigurðardóttir leikkona var fjallkonan í Reykjavík í ár. Hún klæddist hinum víðfræga skautbúningi sem er í vörslu Árbæjarsafns. Við hann er stokkbelti með vínviðarmunstri úr silfri og brjóstnæla í stíl. Katrín Halldóra Sigurðardóttir.Reykjavík Katrín flutti ávarp eftir Þórdísi Helgadóttur rithöfund og skáld. Vorið kemur og heimur hlýnar á Seltjarnarnesi Anna Björg Erlingsdóttir var fjallkona Seltirninga í ár. Hún er flestum bæjarbúum kunn enda borin og barnfædd á Seltjarnarnesi. Hún var í fallegum kyrtilkjól frá Þjóðdansafélaginu með sprotabelti, brjóstnælu og fald á höfði. Anna Björg Erlingsdóttir.Seltjarnarnesbær Valgeir Guðjónsson samdi lag út frá ljóðinu Vikivaki eftir Jóhannes úr Kötlum sem Íslendingar þekkja vel. Ljóðið er því Íslendingum afar kært. Sunnan yfir sæinn breiða, sumarylinn vindar leiða. Draumalandið himinheiða hlær - og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Fótboltafyrirliði í Kópavogi Agla María Albertsdóttir, fyrirliði knattspyrnuliðs Breiðabliks og landsliðskona, var fjallkona Kópavogs í ár. Agla María Albertsdóttir.Kópvogur Hún sagði það mikinn heiður og gaman að hafa verið fjallkona Kópavogs. View this post on Instagram A post shared by AglaMaría Albertsdóttir (@aglamariaalberts) Fjörðurinn minn í Hafnarfirði Í Hafnarfirði var það leikkonan, leikstjórinn, leikskáldið og uppistandarinn Björk Jakobsdóttir sem brá sér í hlutverk fjallkonunnar í ár. Hún flutti ljóðið Fjörðurinn minn eftir Hafnfirðingin Egil Þórðarson þegar hún steig á svið á Thorsplani. Björk Jakobsdóttir með fríðu föruneyti.Hafnarfjörður „Fjörðurinn er alltaf fjölskylda mín; fjallkonu hreiður er sól á þig skín, breiðir út faðminn á bjartsýnisstund, brosir svo svellur oss móður í lund.“ „Hér búa álfar og yndisleg börn, að ærslast í skemmtun við lækinn og tjörn, ég vil þeim skýla með verndandi væng, sem væru þau pökkuð í hlýlega sæng.“ Ljóðið í heild sinni. Breiðdælingaóður í Breiðdal Í Fjarðabyggð var fjallkonan Gróa Jóhannsdóttir frá Hlíðarenda í Breiðdal. Hátíðarhöld sveitarfélagsins voru haldin í Breiðdal og voru vel sótt og afar vel heppnuð að sögn bæjarins. Fjallkonan flutti ljóðið Breiðdælingaóður. Gróa JóhannsdóttirFjarðabyggð Nýstúdent með ávarp frá eigin brjósti Löng hefð er fyrir því á Akureyri að fjallkonan sé nýstúdent sem flytur ávarp frá eigin brjósti. Kolfinna Líndal Arnarsdóttir, nýstúdent frá VMA var fjallkonan í ár og kom hún fram á hátíðardagskrá í Lystigarðinum. Kolfinna Líndal Arnardóttir.Akureyrarbær Kolfinna ásamt ömmu sinni.Akureyrarbær Leikari og söngnemi í Mosfellsbæ Fjallkonan í Mosfellsbæ er Natalía Erla Arnórsdóttir, borinn og barnsfæddur Mosfellingur, félagi í Leikfélagi Mosfellssveitar og stundar söngnám í söngskóla Sigurðar Demetz. Þekkir þú fjallkonu sem hefur ekki ratað í myndaveisluna? Sendu okkur mynd eða ábendingu á ritstjorn@visir.is Natalía Erla Arnórsdóttir.Mosfellsbær Móðurást í Garðabæ Júlía Káradóttir var fjallkona Garðabæjar í ár. Hún klæddist skautbúningi í eigu Kvenfélags Garðabæjar. Hún las ljóðið Móðurást eftir Jónas Hallgrímsson. Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel,í fjallinu dunar, en komið er él,snjóskýin þjóta svo ótt og ótt;auganu hverfur um heldimma nóttvegur á klakanum kalda. Júlía Káradóttir.Garðabær Kvenfélag Garðabæjar hefur annast hlut fjallkonu við hátíðarhöld í Garðabæ á 17. júní frá 1980. Skautbúningur Kvenfélagsins er fallegur og er útsaumurinn eftir Elísabetu Waage. Nær undantekningalaust hefur Kvenfélagskona verið í hlutverki fjallkonunnar og flutt ljóð við hátíðarhöldin. Selfoss Árný Ilse Árnadóttir var fjallkona Selfoss í ár. Búningurinn er í eigu Kvenfélags Selfoss. „Glæsilega fjallkonan okkar“ sagði Kvenfélagið á samfélagsmiðlum. Árný Ilse Árnadóttir.Kvenfélag Selfoss Suðurnesjabær Í Suðurnesjabæ var það Heba Lind Guðmundsdóttir sem fór með hlutverk fjallkonunnar. Hún er nýstúdent og flutti ljóð eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Heba Lind Guðmundsdóttir.Suðurnesjabær Vestmanneyjar Anna Ester Óttarsdóttir var fjallkonan í Vestmanneyjum í ár. Hún flutti hátíðarljóð á dagskrá bæjarins fyrir hádegi. Hella Fjölmenn hátíðarhöld voru á Hellu þar sem dagskráin byrjaði við dvalarheimilið Lund. Fjallkonan í ár var Therese Sundberg, sem flutti ljóð. Theresa Sundberg flutti ljóð. Við hlið hennar stóðu Sóldís Ása Jensdóttir og Emelía Rún Ásgeirsdóttir.Rangárþing ytra Rangárþing eystra Sautjándi júní var víða haldinn hátíðlegur í Rangárþingi eystra, þar sem finna mátti minnst þrjár fjallkonur. Á Hvolsvelli var það Sjöfn Lovísa Bahner Jónsdóttir sem flutti ljóð á á hátíðardagskránni á miðbæjartúninu við Hvolinn. Á Goðalandi, Njálsbúð og Heimalandi stóðu kvenfélögin Eygló, Bergþóra og Hallgerður fyrir dagskrá þar sem boðið var upp á kaffi, kökur og dagurinn haldinn hátíðlegur. Fjallkona á hátíðarhöldunum í Goðalandi í Fljótshlíð var Helena Dröfn Kristjánsdóttir og á Heimalandi undir Eyjafjöllum var fjallkonan Sandra Líf. Sjöfn Lovísa Bahner JónsdóttirRangárþing Eystra Helena Dröfn Kristjánsdóttir ásamt fylgdarsveinum.Rangárþing Eystra Sandra Líf ásamt dóttur sinni.Rangárþing Eystra Snæfellsbær Fjallkona Snæfellsbæjar árið 2025 var Eirný Svana Helgadóttir. Hún flutti ávarp á hátíðardagskrá bæjarins í Ólafsvík. Eirný Svana Helgadóttir.Snæfellsbær Jónas Hallgrímsson lesinn í Dalabyggð Fjallkona Dalabyggðar í ár var Dagný Sara Viðarsdóttir nýstúdent. Hún flutti ljóðið Dalvísu eftir Jónas Hallgrímsson með glæsibrag. Fífilbrekka! gróin grund!grösug hlíð með berjalautum!flóatetur! fífusund!fífilbrekka! smáragrund!yður hjá ég alla stunduni best í sæld og þrautum;fífilbrekka! gróin grund!grösug hlíð með berjalautum! Dagný Sara Viðarsdóttir.Dalabyggð Laugarvatn Ásta Rós Rúnarsdóttir var fjallkonan á Laugarvatni í ár. Hún klæddist þjóðbúningi í eigu Kvenfélags Laugdæla. Hún flutti ljóðið Ísland eftir Jón Thoroddsen. Hátíðarhöldin eru samvinnuverkefni Kvenfélags Laugdæla, Ungmennafélags Laugdæla, Lions á Laugarvatni og Planet Laugarvatn. Skemmtiatriði fóru fram í íþróttahúsinu vegna veðurs. Í framhaldi þeirra var svo vöfflukaffi á vegum Kvenfélagsins í Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Þekkir þú fjallkonu sem hefur ekki ratað í myndaveisluna? Sendu okkur mynd eða ábendingu á ritstjorn@visir.is
17. júní Menning Tíska og hönnun Þjóðbúningar Tengdar fréttir Katrín Halldóra er fjallkonan í ár Katrín Halldóra Sigurðardóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2025 11:43 Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Á áttatíu ára afmæli lýðveldisins var blásið til hátíðarhalda víða um land. Að vanda var fjallkona valin til að klæðast þjóðbúningi og flytja ljóð í hér um bil hverju sveitarfélagi. 18. júní 2024 15:51 Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Frá lýðveldisstofnun hefur það verið hefð að kona í hlutverki fjallkonunnar flytji ávarp fyrir hátíðargesti á þjóðhátíðardaginn. Í ár var fjöldi glæsilegra kvenna sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar um land allt. 20. júní 2023 07:00 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Sjá meira
Katrín Halldóra er fjallkonan í ár Katrín Halldóra Sigurðardóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti ávarp á hátíðarathöfn á Austurvelli í dag. 17. júní 2025 11:43
Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Á áttatíu ára afmæli lýðveldisins var blásið til hátíðarhalda víða um land. Að vanda var fjallkona valin til að klæðast þjóðbúningi og flytja ljóð í hér um bil hverju sveitarfélagi. 18. júní 2024 15:51
Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár Frá lýðveldisstofnun hefur það verið hefð að kona í hlutverki fjallkonunnar flytji ávarp fyrir hátíðargesti á þjóðhátíðardaginn. Í ár var fjöldi glæsilegra kvenna sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar um land allt. 20. júní 2023 07:00