Húseigandinn Jón dansari segist koma af fjöllum Agnar Már Másson skrifar 19. júní 2025 15:19 Lögregla og sérsveit réðust í umfangsmikla húsleit á Aðalbraut 37 á Raufarhöfn en húsnæðið er í eigu Jóns Gotts ehf., sem er nefnt í höfuð á eiganda sínum Jóni Eyþór Gottskálkssyni, sem er betur þekktur sem Jón dansari. Vísir/Samsett Jón Eyþór Gottskálksson, eða Jón dansari, er eigandi húsnæðisins á Raufarhöfn þar sem sérsveit réðst í húsleit í gær í tengslum við umfangsmikla rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Hann segist ekki kannast við málið. Lögreglan á Norðurlandi réðst í gærmorgun í aðgerð í samstarfi við fleiri lögreglumbætti víða á landinu í tengslum við rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem er sögð tengjast fíkniefnaframleiðslu. Lögreglan sagði í tilkynningu að húsleit hafi verið framkvæmd á nokkrum stöðum. Vísir greindi frá því í morgun að húsleit hafi meðal annras verið gerð í húsi að Raufarhöfn, nánar tiltekið Aðalbraut 37. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra tóku um 40 lögreglumenn víða um landið þátt í aðgerðinni, en lögregla vill ekki gefa ekki upp hversu margir hafi verið handteknir. Íbúðahúsnæðið liggur að Aðalbraut 37 en þar var áður leikskóli. Skjáskot/Ja.is „Ég kem af fjöllum“ Húsnæðið er í eigu fyrirtækis er nefnist Jón Gott ehf., sem er í eigu Jóns Eyþórs Gottskálkssonar dansara, sem gerði garðinn frægan í þáttunum Allir geta dansað árið 2018. Fyrirtækið er skráð til húsa á lögheimili föður Jóns í Kópavogi en Jón er búsettur á Seltjarnarnesi. Samkvæmt heimildum Vísis keypti Jón húsnæðið í mars 2024. Tilgangur félagsins er samkvæmt ársreikningi frá 2023 „akstur sendibíla, farþegaflutningar í ferðaþjónustu, smíðavinna, danskennsla, lánastarfsemi, rekstur húsnæðis og annar skyldur rekstur.“ Blaðamaður kom Jóni dansara í opna skjöldu þegar hann sló á þráðinn hjá honum í dag. Jón hváði og blaðamaður útskýrði þá tildrög símtalsins. „Ég kem alveg af fjöllum,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu um klukkan 13 í dag og bað um að fá að heyra í blaðamanni síðar. Jón hefur ekki svarað símtölum blaðamanns síðan þá. Íbúar á Raufarhöfn sem fréttastofa hefur rætt við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, líklega austurevrópskur. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, svo lítið hafi farið fyrir honum. Löggan vill lítið segja Lögregluaðgerðin fór varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum í dag en fjöldi sakborninga liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Athygli vekur að sjö mál hafi verið á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra í dag, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Frétt hefur verið leiðrétt: Fyrirtækið Jón Gott ehf. er skráð til húsa við lögheimili föður Jóns Eyþórs í Kópavogi, ekki við lögheimili Jóns á Seltjarnarnesi. Lögreglumál Norðurþing Fíkniefnabrot Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi réðst í gærmorgun í aðgerð í samstarfi við fleiri lögreglumbætti víða á landinu í tengslum við rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem er sögð tengjast fíkniefnaframleiðslu. Lögreglan sagði í tilkynningu að húsleit hafi verið framkvæmd á nokkrum stöðum. Vísir greindi frá því í morgun að húsleit hafi meðal annras verið gerð í húsi að Raufarhöfn, nánar tiltekið Aðalbraut 37. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra tóku um 40 lögreglumenn víða um landið þátt í aðgerðinni, en lögregla vill ekki gefa ekki upp hversu margir hafi verið handteknir. Íbúðahúsnæðið liggur að Aðalbraut 37 en þar var áður leikskóli. Skjáskot/Ja.is „Ég kem af fjöllum“ Húsnæðið er í eigu fyrirtækis er nefnist Jón Gott ehf., sem er í eigu Jóns Eyþórs Gottskálkssonar dansara, sem gerði garðinn frægan í þáttunum Allir geta dansað árið 2018. Fyrirtækið er skráð til húsa á lögheimili föður Jóns í Kópavogi en Jón er búsettur á Seltjarnarnesi. Samkvæmt heimildum Vísis keypti Jón húsnæðið í mars 2024. Tilgangur félagsins er samkvæmt ársreikningi frá 2023 „akstur sendibíla, farþegaflutningar í ferðaþjónustu, smíðavinna, danskennsla, lánastarfsemi, rekstur húsnæðis og annar skyldur rekstur.“ Blaðamaður kom Jóni dansara í opna skjöldu þegar hann sló á þráðinn hjá honum í dag. Jón hváði og blaðamaður útskýrði þá tildrög símtalsins. „Ég kem alveg af fjöllum,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu um klukkan 13 í dag og bað um að fá að heyra í blaðamanni síðar. Jón hefur ekki svarað símtölum blaðamanns síðan þá. Íbúar á Raufarhöfn sem fréttastofa hefur rætt við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, líklega austurevrópskur. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, svo lítið hafi farið fyrir honum. Löggan vill lítið segja Lögregluaðgerðin fór varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum í dag en fjöldi sakborninga liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Athygli vekur að sjö mál hafi verið á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra í dag, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Frétt hefur verið leiðrétt: Fyrirtækið Jón Gott ehf. er skráð til húsa við lögheimili föður Jóns Eyþórs í Kópavogi, ekki við lögheimili Jóns á Seltjarnarnesi.
Lögreglumál Norðurþing Fíkniefnabrot Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira