Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 12:13 Nýtt húsnæði skólans er í Vatnagörðum 4. Aðsend Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafmennt, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands. Forsaga málsins er í grófum dráttum sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrofa í lok mars. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands sagði gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakaði þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Þannig fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt gekk til samninga við skiptastjóra þrotabús skólans og tryggði sér allar eignir þess. Rafmennt sá svo til þess að skólaárið yrði klárað. Stofnandi Kvikmyndaskólans sagðist svo hafa áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt. Auk þess sagðist hann ekki myndu hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, sagði ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti sama nafn og sömu námskrá og áður. Í dag var tilkynnt um að skráning nýnema væri hafin á vef Kvikmyndaskólans. „Mikil óvissa skapaðist um framtíð skólans við gjaldþrot hans í mars. Eftir að Rafmennt keypti allar eigur þrotabús skólans hélt kennsla áfram og 21 nemandi útskrifaðist frá skólanum 7. júní sl,“ segir í tilkynningu. Auk þess kom fram að tilkynnt hefði verið um það í gær að menntasjóður námsmanna hefði staðfest lánshæfi námsins í Kvikmyndaskólanum, og nemendur gætu því fjármagnað skólagjöld og uppihald með námslánum. „Tæplega 40 nemendur halda námi áfram í haust í glæsilegri aðstöðu skólans í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Þar hafa nemendur aðgang að fjölda mynd- og hljóðvera auk þess sem fullkominn tækjabúnaður, alls að verðmæti um 200 milljónir króna, stendur þeim til boða til framleiðslu skólaverkefna.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafmennt, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands. Forsaga málsins er í grófum dráttum sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrofa í lok mars. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands sagði gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakaði þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Þannig fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt gekk til samninga við skiptastjóra þrotabús skólans og tryggði sér allar eignir þess. Rafmennt sá svo til þess að skólaárið yrði klárað. Stofnandi Kvikmyndaskólans sagðist svo hafa áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt. Auk þess sagðist hann ekki myndu hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, sagði ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti sama nafn og sömu námskrá og áður. Í dag var tilkynnt um að skráning nýnema væri hafin á vef Kvikmyndaskólans. „Mikil óvissa skapaðist um framtíð skólans við gjaldþrot hans í mars. Eftir að Rafmennt keypti allar eigur þrotabús skólans hélt kennsla áfram og 21 nemandi útskrifaðist frá skólanum 7. júní sl,“ segir í tilkynningu. Auk þess kom fram að tilkynnt hefði verið um það í gær að menntasjóður námsmanna hefði staðfest lánshæfi námsins í Kvikmyndaskólanum, og nemendur gætu því fjármagnað skólagjöld og uppihald með námslánum. „Tæplega 40 nemendur halda námi áfram í haust í glæsilegri aðstöðu skólans í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Þar hafa nemendur aðgang að fjölda mynd- og hljóðvera auk þess sem fullkominn tækjabúnaður, alls að verðmæti um 200 milljónir króna, stendur þeim til boða til framleiðslu skólaverkefna.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira