Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 12:13 Nýtt húsnæði skólans er í Vatnagörðum 4. Aðsend Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafmennt, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands. Forsaga málsins er í grófum dráttum sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrofa í lok mars. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands sagði gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakaði þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Þannig fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt gekk til samninga við skiptastjóra þrotabús skólans og tryggði sér allar eignir þess. Rafmennt sá svo til þess að skólaárið yrði klárað. Stofnandi Kvikmyndaskólans sagðist svo hafa áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt. Auk þess sagðist hann ekki myndu hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, sagði ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti sama nafn og sömu námskrá og áður. Í dag var tilkynnt um að skráning nýnema væri hafin á vef Kvikmyndaskólans. „Mikil óvissa skapaðist um framtíð skólans við gjaldþrot hans í mars. Eftir að Rafmennt keypti allar eigur þrotabús skólans hélt kennsla áfram og 21 nemandi útskrifaðist frá skólanum 7. júní sl,“ segir í tilkynningu. Auk þess kom fram að tilkynnt hefði verið um það í gær að menntasjóður námsmanna hefði staðfest lánshæfi námsins í Kvikmyndaskólanum, og nemendur gætu því fjármagnað skólagjöld og uppihald með námslánum. „Tæplega 40 nemendur halda námi áfram í haust í glæsilegri aðstöðu skólans í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Þar hafa nemendur aðgang að fjölda mynd- og hljóðvera auk þess sem fullkominn tækjabúnaður, alls að verðmæti um 200 milljónir króna, stendur þeim til boða til framleiðslu skólaverkefna.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafmennt, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands. Forsaga málsins er í grófum dráttum sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrofa í lok mars. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands sagði gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakaði þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Þannig fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt gekk til samninga við skiptastjóra þrotabús skólans og tryggði sér allar eignir þess. Rafmennt sá svo til þess að skólaárið yrði klárað. Stofnandi Kvikmyndaskólans sagðist svo hafa áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt. Auk þess sagðist hann ekki myndu hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, sagði ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti sama nafn og sömu námskrá og áður. Í dag var tilkynnt um að skráning nýnema væri hafin á vef Kvikmyndaskólans. „Mikil óvissa skapaðist um framtíð skólans við gjaldþrot hans í mars. Eftir að Rafmennt keypti allar eigur þrotabús skólans hélt kennsla áfram og 21 nemandi útskrifaðist frá skólanum 7. júní sl,“ segir í tilkynningu. Auk þess kom fram að tilkynnt hefði verið um það í gær að menntasjóður námsmanna hefði staðfest lánshæfi námsins í Kvikmyndaskólanum, og nemendur gætu því fjármagnað skólagjöld og uppihald með námslánum. „Tæplega 40 nemendur halda námi áfram í haust í glæsilegri aðstöðu skólans í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Þar hafa nemendur aðgang að fjölda mynd- og hljóðvera auk þess sem fullkominn tækjabúnaður, alls að verðmæti um 200 milljónir króna, stendur þeim til boða til framleiðslu skólaverkefna.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira