„Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið“ Agnar Már Másson skrifar 19. júní 2025 12:04 Íbúðahúsnæðið liggur að Aðalbraut 37 en þar var áður leikskóli. Skjáskot/Ja.is Íbúar á Raufarhöfn eru furðu lostnir eftir að sérsveit réðst í umfangsmikla húsleit þar á bæ í gær. Húsleitin tengist rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu. Erlendur maður er sagður búa í húsinu en íbúar segja hann hafa búið þar í skamman tíma. Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti í morgun að lögregla og sérsveit hafi kl. 10 í gærmorgun ráðist í aðgerð ásamt fleiri lögreglumbættum á nokkrum stöðum á landinu þar sem húsleitir hafi verið framkvæmdar að undangengnum úrskurðum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í aðgerðunum var lögreglan á Norðurlandi eystra í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra. Lögregluembættið sagðist hafa unnið um hríð að rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin var tengjast fíkniefnaframleiðslu. „Með aðgerðunum í gær var unnt að staðfesta þessar grunsemdir og er rannsókn á frumstigi.“ Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Þétt dagskrá í héraðsdómi Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald sakborningum í dag en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Frekari upplýsinga um málið væri að vænta frá lögreglunni á næstunni. Athygli vekur að sjö mál eru á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Brutu sér leið inn Húsnæðið sem í var leitað er Aðalbraut 37. Húsið var byggt 1948 en þar var hafði verið leikskóli áður en það varð að íbúðahúsnæði. Lögregluaðgerðin aftur á móti varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið,“ segir einn heimamaður sem býr í grennd við húsið og heyrði í lögreglu og sérsveit ryðjast þar inn. Fréttastofa hefur rætt við fjölda fólks sem býr í nágrenni við húsið, en flestir segjast lítið vita. Einn íbúi á svæðinu segir við fréttastofu að fjórir til fimm lögreglubílar hafi verið á svæðinu. Aðgerðin hafi staðið yfir langt fram á kvöld. Að sögn heimamanna sem fréttastofa hefur rætt við hefur einn erlendur maður búið í húsinu síðasta árið, líklega að austurevrópskum uppruna, en á undan honum hafi annar erlendur maður búið þar í um tvö ár í húsinu. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, það hafi farið svo lítið fyrir honum. Norðurþing Lögreglumál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti í morgun að lögregla og sérsveit hafi kl. 10 í gærmorgun ráðist í aðgerð ásamt fleiri lögreglumbættum á nokkrum stöðum á landinu þar sem húsleitir hafi verið framkvæmdar að undangengnum úrskurðum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í aðgerðunum var lögreglan á Norðurlandi eystra í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra. Lögregluembættið sagðist hafa unnið um hríð að rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin var tengjast fíkniefnaframleiðslu. „Með aðgerðunum í gær var unnt að staðfesta þessar grunsemdir og er rannsókn á frumstigi.“ Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Þétt dagskrá í héraðsdómi Lögregla heldur spilunum þétt að sér og hefur lítið viljað tjá sig um málið. Farið verður fram á gæsluvarðhald sakborningum í dag en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir. Skarphéðinn Aðalsteinsson hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vildi ekkert tjá sig þegar fréttastofa hafði samband, en nefndi þó að eitthvað hafi verið haldlagt í gær. Frekari upplýsinga um málið væri að vænta frá lögreglunni á næstunni. Athygli vekur að sjö mál eru á dagskrá á heimasíðu héraðsdóms Norðurlands eystra, í öllum tilfellum er lögreglan stefnandi, þar af sex mál á borði sama saksóknarans. Brutu sér leið inn Húsnæðið sem í var leitað er Aðalbraut 37. Húsið var byggt 1948 en þar var hafði verið leikskóli áður en það varð að íbúðahúsnæði. Lögregluaðgerðin aftur á móti varla fram hjá neinum í bænum, hvað þá nágrönnunum. „Mér varð um og ó þegar þeir voru að brjótast inn í húsið,“ segir einn heimamaður sem býr í grennd við húsið og heyrði í lögreglu og sérsveit ryðjast þar inn. Fréttastofa hefur rætt við fjölda fólks sem býr í nágrenni við húsið, en flestir segjast lítið vita. Einn íbúi á svæðinu segir við fréttastofu að fjórir til fimm lögreglubílar hafi verið á svæðinu. Aðgerðin hafi staðið yfir langt fram á kvöld. Að sögn heimamanna sem fréttastofa hefur rætt við hefur einn erlendur maður búið í húsinu síðasta árið, líklega að austurevrópskum uppruna, en á undan honum hafi annar erlendur maður búið þar í um tvö ár í húsinu. Einhverjir heimamenn segja það hafa komið sér á óvart að þarna hafi maður yfir höfuð búið, það hafi farið svo lítið fyrir honum.
Norðurþing Lögreglumál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira