Ósk um að heita Óskir hafnað Árni Sæberg skrifar 18. júní 2025 13:28 Nú mætti skíra þessi börn Nísa, Theadóra, Lýðgerður og Fenix. Nancy Brown/Getty Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um að taka kvenmannsnafnið Óskir á mannanafnaskrá. Aftur á móti má nú heita Lýðgerður Míkah. Í úrskurði nefndarinnar um beiðnina um Óskir segir að nafnið uppfylli þrjú af fjórum skilyrðum laga um mannanöfn. Það taki íslenskri eignarfallsendingu, Óska, sé ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og sé ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Aftur á móti reyni á skilyrðið um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Í greinargerð með lögum um mannanöfn segi að íslenskt málkerfi sé samsafn þeirra reglna sem unnið hafa sér hefð í íslensku máli. Þar segi einnig að skilyrðinu sé einkum ætlað að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Nefndin líti svo á að eiginnafnið Óskir sé fleirtala hins rótgróna eiginnafns Ósk og því ekki hægt að samþykkja það enda ekki hefð fyrir því að mynda ný nöfn sem fleirtölu á rótgrónum nöfnum. Fjögur runnu smurt í gegn Í nýlegum úrskurðum nefndarinnar má sjá að fjórar beiðnir um að taka ný eigin nöfn á mannanafnaskrá voru samþykktar án þess að nokkuð skilyrði mannanafnalaga kæmi til álita. Þar á meðal er eitt karlmannsnafn, Fenix, og þrjú kvenmannsnöfn, Lýðgerður, Nísa, og Rúrý. Skilyrðin sem nöfn þurfa að uppfylla eru eftirfarandi: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Hefð og aðlögun Í úrskurðum um fjórar aðrar beiðni segir að við túlkun mannanafnanefndar á hefð í 5. og 6. gr. laga um mannanöfn sé nú stuðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin hafi síðast endurnýjað á fundi 22. mars 2022 og séu byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum, eldri vinnulagsreglum, dómaframkvæmd og sjónarmiðum sem fjallað sé um í fundargerð: Nafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða: Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum; Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri; Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri; Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr); Það er nú ekki borið af neinum Íslendingi en kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr) og hefð þess hefur ekki rofnað. Hefð nafns telst rofin ef það hefur ekki verið borið af Íslendingi undanfarin 70 ár. Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi. Nafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi. Þrátt fyrir að ekki sé hefð fyrir tökunafni á grundvelli framanritaðs telst ritháttur þess hefðbundinn sé hann gjaldgengur í veitimáli og nafnið ekki ritháttarafbrigði rótgróins nafns. Þó er áskilið að nöfn skulu rituð með bókstöfum íslenska nútímastafrófsins eða bókstöfunum c, q, w og z.Heimilt er að laga tökunafnið að almennum íslenskum ritreglum. Í úrskurði um nafnið Anya segir að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands beri þrír einstaklingur nafnið Anya í þjóðskrá, sem uppfylli skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar varðandi hefð. Sú elsta sé fædd árið 2002. Nafnið komi ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920 og því er ekki hefð fyrir nafninu á grundvelli fyrstu grein vinnulagsreglnanna. Mannanafnanefnd telji hins vegar vera hefð fyrir rithætti nafnsins á grundvelli fjórðu greinar reglnanna, enda sé nafnið úr rússnesku og notað með rithættinum Anya víða um heim. Hvað varðar beiðni um nafnið Alexia segir að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá beri sex einstaklingar nafnið Alexia í þjóðskrá, sem uppfylli skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar varðandi hefð samkvæmt annarri grein þeirra. Sú elsta sé fædd árið 1993. Nafnið komi einnig fyrir í tveimur manntölum frá 1703 til 1920. Teljist því hefð fyrir umbeðnum rithætti nafnsins á grundvelli fyrstu greinar vinnulagsreglna og það sé samþykkt. Í úrskurði um kvenmannsnafnið Míkah segir að nafnið komi hvorki fyrir í þjóðskrá né manntölum. Nafnið sé aftur á móti úr hebresku og sé notað með rithættinum Mikah víða um heim. Mannanafnanefnd telji því hefð fyrir rithætti nafnsins og að með sérhljóðabroddi yfir í sé nafnið að nokkru leyti aðlagað að íslenskum ritreglum. Því sé unnt að samþykkja ritháttinn á grundvelli fjórðu grein reglnanna. Loks segir varðandi beiðni um kvenmannsnafnið Theadóra að enginn beri nafnið í þjóðskrá en það komi fyrir í tveimur manntölum. Nafnið sé kvenkyns útgáfa af nafninu Theadór, sem sé á mannanafnaskrá, og kvenkynsnafnið Thea sé einnig á mannanafnaskrá. Því sé ekki annað unnt en að leggja til grundvallar að hefð hafi skapast fyrir téðum rithætti nafnsins og það samþykkt. Mannanöfn Stjórnsýsla Börn og uppeldi Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar um beiðnina um Óskir segir að nafnið uppfylli þrjú af fjórum skilyrðum laga um mannanöfn. Það taki íslenskri eignarfallsendingu, Óska, sé ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og sé ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Aftur á móti reyni á skilyrðið um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Í greinargerð með lögum um mannanöfn segi að íslenskt málkerfi sé samsafn þeirra reglna sem unnið hafa sér hefð í íslensku máli. Þar segi einnig að skilyrðinu sé einkum ætlað að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Nefndin líti svo á að eiginnafnið Óskir sé fleirtala hins rótgróna eiginnafns Ósk og því ekki hægt að samþykkja það enda ekki hefð fyrir því að mynda ný nöfn sem fleirtölu á rótgrónum nöfnum. Fjögur runnu smurt í gegn Í nýlegum úrskurðum nefndarinnar má sjá að fjórar beiðnir um að taka ný eigin nöfn á mannanafnaskrá voru samþykktar án þess að nokkuð skilyrði mannanafnalaga kæmi til álita. Þar á meðal er eitt karlmannsnafn, Fenix, og þrjú kvenmannsnöfn, Lýðgerður, Nísa, og Rúrý. Skilyrðin sem nöfn þurfa að uppfylla eru eftirfarandi: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Hefð og aðlögun Í úrskurðum um fjórar aðrar beiðni segir að við túlkun mannanafnanefndar á hefð í 5. og 6. gr. laga um mannanöfn sé nú stuðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin hafi síðast endurnýjað á fundi 22. mars 2022 og séu byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum, eldri vinnulagsreglum, dómaframkvæmd og sjónarmiðum sem fjallað sé um í fundargerð: Nafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða: Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum; Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri; Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri; Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr); Það er nú ekki borið af neinum Íslendingi en kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr) og hefð þess hefur ekki rofnað. Hefð nafns telst rofin ef það hefur ekki verið borið af Íslendingi undanfarin 70 ár. Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi. Nafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi. Þrátt fyrir að ekki sé hefð fyrir tökunafni á grundvelli framanritaðs telst ritháttur þess hefðbundinn sé hann gjaldgengur í veitimáli og nafnið ekki ritháttarafbrigði rótgróins nafns. Þó er áskilið að nöfn skulu rituð með bókstöfum íslenska nútímastafrófsins eða bókstöfunum c, q, w og z.Heimilt er að laga tökunafnið að almennum íslenskum ritreglum. Í úrskurði um nafnið Anya segir að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands beri þrír einstaklingur nafnið Anya í þjóðskrá, sem uppfylli skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar varðandi hefð. Sú elsta sé fædd árið 2002. Nafnið komi ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920 og því er ekki hefð fyrir nafninu á grundvelli fyrstu grein vinnulagsreglnanna. Mannanafnanefnd telji hins vegar vera hefð fyrir rithætti nafnsins á grundvelli fjórðu greinar reglnanna, enda sé nafnið úr rússnesku og notað með rithættinum Anya víða um heim. Hvað varðar beiðni um nafnið Alexia segir að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá beri sex einstaklingar nafnið Alexia í þjóðskrá, sem uppfylli skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar varðandi hefð samkvæmt annarri grein þeirra. Sú elsta sé fædd árið 1993. Nafnið komi einnig fyrir í tveimur manntölum frá 1703 til 1920. Teljist því hefð fyrir umbeðnum rithætti nafnsins á grundvelli fyrstu greinar vinnulagsreglna og það sé samþykkt. Í úrskurði um kvenmannsnafnið Míkah segir að nafnið komi hvorki fyrir í þjóðskrá né manntölum. Nafnið sé aftur á móti úr hebresku og sé notað með rithættinum Mikah víða um heim. Mannanafnanefnd telji því hefð fyrir rithætti nafnsins og að með sérhljóðabroddi yfir í sé nafnið að nokkru leyti aðlagað að íslenskum ritreglum. Því sé unnt að samþykkja ritháttinn á grundvelli fjórðu grein reglnanna. Loks segir varðandi beiðni um kvenmannsnafnið Theadóra að enginn beri nafnið í þjóðskrá en það komi fyrir í tveimur manntölum. Nafnið sé kvenkyns útgáfa af nafninu Theadór, sem sé á mannanafnaskrá, og kvenkynsnafnið Thea sé einnig á mannanafnaskrá. Því sé ekki annað unnt en að leggja til grundvallar að hefð hafi skapast fyrir téðum rithætti nafnsins og það samþykkt.
Mannanöfn Stjórnsýsla Börn og uppeldi Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira