Ósk um að heita Óskir hafnað Árni Sæberg skrifar 18. júní 2025 13:28 Nú mætti skíra þessi börn Nísa, Theadóra, Lýðgerður og Fenix. Nancy Brown/Getty Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um að taka kvenmannsnafnið Óskir á mannanafnaskrá. Aftur á móti má nú heita Lýðgerður Míkah. Í úrskurði nefndarinnar um beiðnina um Óskir segir að nafnið uppfylli þrjú af fjórum skilyrðum laga um mannanöfn. Það taki íslenskri eignarfallsendingu, Óska, sé ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og sé ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Aftur á móti reyni á skilyrðið um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Í greinargerð með lögum um mannanöfn segi að íslenskt málkerfi sé samsafn þeirra reglna sem unnið hafa sér hefð í íslensku máli. Þar segi einnig að skilyrðinu sé einkum ætlað að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Nefndin líti svo á að eiginnafnið Óskir sé fleirtala hins rótgróna eiginnafns Ósk og því ekki hægt að samþykkja það enda ekki hefð fyrir því að mynda ný nöfn sem fleirtölu á rótgrónum nöfnum. Fjögur runnu smurt í gegn Í nýlegum úrskurðum nefndarinnar má sjá að fjórar beiðnir um að taka ný eigin nöfn á mannanafnaskrá voru samþykktar án þess að nokkuð skilyrði mannanafnalaga kæmi til álita. Þar á meðal er eitt karlmannsnafn, Fenix, og þrjú kvenmannsnöfn, Lýðgerður, Nísa, og Rúrý. Skilyrðin sem nöfn þurfa að uppfylla eru eftirfarandi: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Hefð og aðlögun Í úrskurðum um fjórar aðrar beiðni segir að við túlkun mannanafnanefndar á hefð í 5. og 6. gr. laga um mannanöfn sé nú stuðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin hafi síðast endurnýjað á fundi 22. mars 2022 og séu byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum, eldri vinnulagsreglum, dómaframkvæmd og sjónarmiðum sem fjallað sé um í fundargerð: Nafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða: Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum; Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri; Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri; Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr); Það er nú ekki borið af neinum Íslendingi en kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr) og hefð þess hefur ekki rofnað. Hefð nafns telst rofin ef það hefur ekki verið borið af Íslendingi undanfarin 70 ár. Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi. Nafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi. Þrátt fyrir að ekki sé hefð fyrir tökunafni á grundvelli framanritaðs telst ritháttur þess hefðbundinn sé hann gjaldgengur í veitimáli og nafnið ekki ritháttarafbrigði rótgróins nafns. Þó er áskilið að nöfn skulu rituð með bókstöfum íslenska nútímastafrófsins eða bókstöfunum c, q, w og z.Heimilt er að laga tökunafnið að almennum íslenskum ritreglum. Í úrskurði um nafnið Anya segir að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands beri þrír einstaklingur nafnið Anya í þjóðskrá, sem uppfylli skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar varðandi hefð. Sú elsta sé fædd árið 2002. Nafnið komi ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920 og því er ekki hefð fyrir nafninu á grundvelli fyrstu grein vinnulagsreglnanna. Mannanafnanefnd telji hins vegar vera hefð fyrir rithætti nafnsins á grundvelli fjórðu greinar reglnanna, enda sé nafnið úr rússnesku og notað með rithættinum Anya víða um heim. Hvað varðar beiðni um nafnið Alexia segir að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá beri sex einstaklingar nafnið Alexia í þjóðskrá, sem uppfylli skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar varðandi hefð samkvæmt annarri grein þeirra. Sú elsta sé fædd árið 1993. Nafnið komi einnig fyrir í tveimur manntölum frá 1703 til 1920. Teljist því hefð fyrir umbeðnum rithætti nafnsins á grundvelli fyrstu greinar vinnulagsreglna og það sé samþykkt. Í úrskurði um kvenmannsnafnið Míkah segir að nafnið komi hvorki fyrir í þjóðskrá né manntölum. Nafnið sé aftur á móti úr hebresku og sé notað með rithættinum Mikah víða um heim. Mannanafnanefnd telji því hefð fyrir rithætti nafnsins og að með sérhljóðabroddi yfir í sé nafnið að nokkru leyti aðlagað að íslenskum ritreglum. Því sé unnt að samþykkja ritháttinn á grundvelli fjórðu grein reglnanna. Loks segir varðandi beiðni um kvenmannsnafnið Theadóra að enginn beri nafnið í þjóðskrá en það komi fyrir í tveimur manntölum. Nafnið sé kvenkyns útgáfa af nafninu Theadór, sem sé á mannanafnaskrá, og kvenkynsnafnið Thea sé einnig á mannanafnaskrá. Því sé ekki annað unnt en að leggja til grundvallar að hefð hafi skapast fyrir téðum rithætti nafnsins og það samþykkt. Mannanöfn Stjórnsýsla Börn og uppeldi Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar um beiðnina um Óskir segir að nafnið uppfylli þrjú af fjórum skilyrðum laga um mannanöfn. Það taki íslenskri eignarfallsendingu, Óska, sé ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og sé ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Aftur á móti reyni á skilyrðið um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Í greinargerð með lögum um mannanöfn segi að íslenskt málkerfi sé samsafn þeirra reglna sem unnið hafa sér hefð í íslensku máli. Þar segi einnig að skilyrðinu sé einkum ætlað að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Nefndin líti svo á að eiginnafnið Óskir sé fleirtala hins rótgróna eiginnafns Ósk og því ekki hægt að samþykkja það enda ekki hefð fyrir því að mynda ný nöfn sem fleirtölu á rótgrónum nöfnum. Fjögur runnu smurt í gegn Í nýlegum úrskurðum nefndarinnar má sjá að fjórar beiðnir um að taka ný eigin nöfn á mannanafnaskrá voru samþykktar án þess að nokkuð skilyrði mannanafnalaga kæmi til álita. Þar á meðal er eitt karlmannsnafn, Fenix, og þrjú kvenmannsnöfn, Lýðgerður, Nísa, og Rúrý. Skilyrðin sem nöfn þurfa að uppfylla eru eftirfarandi: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Hefð og aðlögun Í úrskurðum um fjórar aðrar beiðni segir að við túlkun mannanafnanefndar á hefð í 5. og 6. gr. laga um mannanöfn sé nú stuðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin hafi síðast endurnýjað á fundi 22. mars 2022 og séu byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum, eldri vinnulagsreglum, dómaframkvæmd og sjónarmiðum sem fjallað sé um í fundargerð: Nafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða: Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum; Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri; Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri; Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr); Það er nú ekki borið af neinum Íslendingi en kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr) og hefð þess hefur ekki rofnað. Hefð nafns telst rofin ef það hefur ekki verið borið af Íslendingi undanfarin 70 ár. Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi. Nafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi. Þrátt fyrir að ekki sé hefð fyrir tökunafni á grundvelli framanritaðs telst ritháttur þess hefðbundinn sé hann gjaldgengur í veitimáli og nafnið ekki ritháttarafbrigði rótgróins nafns. Þó er áskilið að nöfn skulu rituð með bókstöfum íslenska nútímastafrófsins eða bókstöfunum c, q, w og z.Heimilt er að laga tökunafnið að almennum íslenskum ritreglum. Í úrskurði um nafnið Anya segir að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands beri þrír einstaklingur nafnið Anya í þjóðskrá, sem uppfylli skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar varðandi hefð. Sú elsta sé fædd árið 2002. Nafnið komi ekki fyrir í manntölum frá 1703 til 1920 og því er ekki hefð fyrir nafninu á grundvelli fyrstu grein vinnulagsreglnanna. Mannanafnanefnd telji hins vegar vera hefð fyrir rithætti nafnsins á grundvelli fjórðu greinar reglnanna, enda sé nafnið úr rússnesku og notað með rithættinum Anya víða um heim. Hvað varðar beiðni um nafnið Alexia segir að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá beri sex einstaklingar nafnið Alexia í þjóðskrá, sem uppfylli skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar varðandi hefð samkvæmt annarri grein þeirra. Sú elsta sé fædd árið 1993. Nafnið komi einnig fyrir í tveimur manntölum frá 1703 til 1920. Teljist því hefð fyrir umbeðnum rithætti nafnsins á grundvelli fyrstu greinar vinnulagsreglna og það sé samþykkt. Í úrskurði um kvenmannsnafnið Míkah segir að nafnið komi hvorki fyrir í þjóðskrá né manntölum. Nafnið sé aftur á móti úr hebresku og sé notað með rithættinum Mikah víða um heim. Mannanafnanefnd telji því hefð fyrir rithætti nafnsins og að með sérhljóðabroddi yfir í sé nafnið að nokkru leyti aðlagað að íslenskum ritreglum. Því sé unnt að samþykkja ritháttinn á grundvelli fjórðu grein reglnanna. Loks segir varðandi beiðni um kvenmannsnafnið Theadóra að enginn beri nafnið í þjóðskrá en það komi fyrir í tveimur manntölum. Nafnið sé kvenkyns útgáfa af nafninu Theadór, sem sé á mannanafnaskrá, og kvenkynsnafnið Thea sé einnig á mannanafnaskrá. Því sé ekki annað unnt en að leggja til grundvallar að hefð hafi skapast fyrir téðum rithætti nafnsins og það samþykkt.
Mannanöfn Stjórnsýsla Börn og uppeldi Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira