Hefur leit að nýjum saksóknara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2025 13:12 Þorbjörg Sigríður segir gott að botn sé kominn í mál Helga Magnúsar. Staða vararíkissaksóknara verður brátt auglýst laus til umsóknar. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að búið sé að ljúka máli fráfarandi vararíkissaksóknara sem mun láta af embætti. Hún hafi erft málið frá fyrirennara sínum í embætti. Nýr vararíkissaksóknari verður skipaður. Greint var frá því í gær að Helgi Magnús Gunnarsson fráfarandi vararíkissaksóknari hefði hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Hann muni því láta af embætti. Nokkuð hefur gustað um Helga vegna tjáningar hans á opinberum vettvangi. Hann var frá störfum síðan síðasta sumar, að kröfu ríkissaksóknara. Þegar hann sneri aftur í desember fékk hann hins vegar engin verkefni og var ekki hleypt inn á tölvukerfi embættisins, þrátt fyrir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði í september síðastliðnum tekið ákvörðun um að veita honum ekki lausn frá embætti, en ríkissaksóknari hafði óskað eftir því. Viðbrögð Guðrúnar hafi flækt málið Dómsmálaráðherra segir skipta máli að tekist hafa að ljúka málinu, sem hún hafi fengið í arf frá forvera sínum. „Það er lagalega flókið og á þessu máli eru ýmsir angar. Ég reyndi að vinna þetta faglega, og af virðingu við alla aðila og öll sjónarmið. Nú liggur þetta fyrir svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Niðurstaða Guðrúnar hafi verið á skjön við röksemdarfærslu hennar. Meðal þeirra sem töldu að Guðrún hefði átt að víkja Helga úr embætti á sínum tíma var Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverand forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. „[Ákvörðun Guðrúnar] flækti málið töluvert, en ég ætla ekkert að vera að hengja mig í það, því þetta er flókið mál.“ Fær full eftirlaun Helgi Magnús, sem er 61 árs, verður á fullum eftirlaunum líkt og hann hafi unnið til sjötugs, en sá réttur hans byggir á ákvæðum laga og stjórnarskrár. „Rými ráðherrans til að hreyfa sig í málum æviskipaðra embættismanna er, samkvæmt stjórnarskrá mjög takmarkað,“ segir Þorbjörg Sigríður. Næst á dagskrá sé að auglýsa stöðu vararíkissaksóknara eins og lög kveða á um. „Dómsmálaráðherra fer auðvitað að lögum, þannig að það er þá næsta skref í þessu máli.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Helga Magnúsi í dag eða í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Greint var frá því í gær að Helgi Magnús Gunnarsson fráfarandi vararíkissaksóknari hefði hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Hann muni því láta af embætti. Nokkuð hefur gustað um Helga vegna tjáningar hans á opinberum vettvangi. Hann var frá störfum síðan síðasta sumar, að kröfu ríkissaksóknara. Þegar hann sneri aftur í desember fékk hann hins vegar engin verkefni og var ekki hleypt inn á tölvukerfi embættisins, þrátt fyrir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði í september síðastliðnum tekið ákvörðun um að veita honum ekki lausn frá embætti, en ríkissaksóknari hafði óskað eftir því. Viðbrögð Guðrúnar hafi flækt málið Dómsmálaráðherra segir skipta máli að tekist hafa að ljúka málinu, sem hún hafi fengið í arf frá forvera sínum. „Það er lagalega flókið og á þessu máli eru ýmsir angar. Ég reyndi að vinna þetta faglega, og af virðingu við alla aðila og öll sjónarmið. Nú liggur þetta fyrir svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Niðurstaða Guðrúnar hafi verið á skjön við röksemdarfærslu hennar. Meðal þeirra sem töldu að Guðrún hefði átt að víkja Helga úr embætti á sínum tíma var Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverand forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. „[Ákvörðun Guðrúnar] flækti málið töluvert, en ég ætla ekkert að vera að hengja mig í það, því þetta er flókið mál.“ Fær full eftirlaun Helgi Magnús, sem er 61 árs, verður á fullum eftirlaunum líkt og hann hafi unnið til sjötugs, en sá réttur hans byggir á ákvæðum laga og stjórnarskrár. „Rými ráðherrans til að hreyfa sig í málum æviskipaðra embættismanna er, samkvæmt stjórnarskrá mjög takmarkað,“ segir Þorbjörg Sigríður. Næst á dagskrá sé að auglýsa stöðu vararíkissaksóknara eins og lög kveða á um. „Dómsmálaráðherra fer auðvitað að lögum, þannig að það er þá næsta skref í þessu máli.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Helga Magnúsi í dag eða í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32