Sló heimsmetið „fyrir ömmu sína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 07:30 Armand Duplantis reif sig úr að ofan og hljóp sigurreifur um leikvanginn eftir að heimsmet á heimavelli var í höfn. Getty/Maja Hitij Armand Duplantis sló heimsmetið í stangarstökki í tólfta sinn á ferlinum þegar hann fór yfir 6,28 metra í gær. Það sem gerir þetta heimsmet kannski aðeins merkilegra en öll hin hjá Svíanum snaggaralega var að í þetta sinn sló hann heimsmetið á heimavelli. Metið féll nefnilega á Demantamótinu Bauhausgalan á Ólympíuleikvanginum í Stokkhólmi. Þetta er fyrsta heimsmet Svía á heimavelli síðan að Patrick Sjöberg bætti heimsmetið í hástökki fyrir 38 árum eða í lok júní 1987. Duplantis fagnaði metinu líka gríðarlega, reif sig úr að ofan og hljóp um leikvanginn við gríðarlegan fönguð áhorfenda. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Duplantis vissi af ömmu sinni í stúkunni og hann vildi umfram allt slá metið með hana á staðnum. „Ég tileinka henni metið. Ég vildi slá heimsmetið fyrir ömmu mína,“ sagði Duplantis en hann fann hana síðan í stúkunni eftir að metið féll. Þau áttu innilegt faðmlag og hún auðvitað gríðarlega stolt af ömmubarni sínu. Duplantis eignaðist heimsmetið fyrst í febrúar 2020 þegar fór yfir 6,17 metra og sló met Frakkans Renaud Lavillenie aem hafði átt heimsmetið í sex ár. Duplantis sló metið einu sinni til viðbótar árið 2020, hann setti þrjú heimsmet árið 2022, tvö heimsmet árið 2023 og heimsmetið féll þrisvar sinnum í fyrra. Þetta var síðan hans annað heimsmet á árinu því hann fór yfir 6,27 metra í febrúar. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Það sem gerir þetta heimsmet kannski aðeins merkilegra en öll hin hjá Svíanum snaggaralega var að í þetta sinn sló hann heimsmetið á heimavelli. Metið féll nefnilega á Demantamótinu Bauhausgalan á Ólympíuleikvanginum í Stokkhólmi. Þetta er fyrsta heimsmet Svía á heimavelli síðan að Patrick Sjöberg bætti heimsmetið í hástökki fyrir 38 árum eða í lok júní 1987. Duplantis fagnaði metinu líka gríðarlega, reif sig úr að ofan og hljóp um leikvanginn við gríðarlegan fönguð áhorfenda. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Duplantis vissi af ömmu sinni í stúkunni og hann vildi umfram allt slá metið með hana á staðnum. „Ég tileinka henni metið. Ég vildi slá heimsmetið fyrir ömmu mína,“ sagði Duplantis en hann fann hana síðan í stúkunni eftir að metið féll. Þau áttu innilegt faðmlag og hún auðvitað gríðarlega stolt af ömmubarni sínu. Duplantis eignaðist heimsmetið fyrst í febrúar 2020 þegar fór yfir 6,17 metra og sló met Frakkans Renaud Lavillenie aem hafði átt heimsmetið í sex ár. Duplantis sló metið einu sinni til viðbótar árið 2020, hann setti þrjú heimsmet árið 2022, tvö heimsmet árið 2023 og heimsmetið féll þrisvar sinnum í fyrra. Þetta var síðan hans annað heimsmet á árinu því hann fór yfir 6,27 metra í febrúar. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira