Heimir: „Erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn“ Árni Jóhannsson skrifar 15. júní 2025 21:38 Heimir Guðjónsson var svekktur út í sína menn í kvöld og mátti vera það. Vísir / Anton Brink FH laut í gras fyrir Fram í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld og sitja að henni lokinni í fallsæti. Þjálfari liðsins, Heimir Guðjónsson, var ómyrkur í máli um það hvað hans menn þurfa að fara að gera svo ekki illa fari. Heimir var beðinn um að fara yfir leikinn að honum loknum og var ekki mikið sem hann gat verið ánægður með. „Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en við hleypum Fram í það sem þeir eru góðir í. Við töpuðum boltum á slæmum stöðum og þeir eru góðir í að skipta úr vörn í sókn og við fengum á okkur mark. Eftir það var bara eitt lið á vellinum og það var Fram og við vorum heppnir að sleppa með 1-0 inn í hálfleik. Mér fannst við þó í seinni hálfleik við sýna smá karakter og við reyndum. Markvörðurinn þeirra átti einhverjar þrjár heimsklassa markvörslur. Við náttúrlega gáfum aukaspyrnu á slæmum stað og vorum ekki klárir í frákastið og þannig varð staðan 2-0 en við héldum áfram. Fyrri hálfleikurinn bara svakaleg vonbrigði.“ Heimir var þá spurður nánar út í mörkin sem FH fékk á sig en frá bæjardyrum blaðamannsins voru menn að gleyma sér í bæði skiptin. Var það nokkuð ósanngjarnt mat? „Nei ég meina þetta eru búin að vera vandræðin hjá okkur síðustu ár. Við náum ekki að halda einbeitingu út allan leikinn og erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn og það kann ekki góðri lukku að stýra.“ Nú eru 11 umferðir búnar og í gamla daga hefði það verið helmingurinn af Íslandsmótinu og FH situr í fallsæti. Eru miklar áhyggjur af ástandinu? „Nei eins og þú segir þá eru 11 umferðir eftir og eftir 22 umferðir ræðst ekki hvort lið falla eða ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að fara að gera betur og átta okkur á því hvar styrkleikarnir okkar liggja. Við höfum sýnt það að þegar við stöndum saman í þessu og gerum þetta sem lið þá erum við ansi gott fótboltalið. En þegar við mætum eins og í dag, 11 einstaklingar, sérstaklega þegar við fáum á okkur markið þá bara töpum við öllum leikjum. Þetta er ekkert flókið. Við, ég og allir í kringum þetta, þurfum að fara að líta í eigin barm og bara gera betur.“ Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. 15. júní 2025 18:33 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Sjá meira
Heimir var beðinn um að fara yfir leikinn að honum loknum og var ekki mikið sem hann gat verið ánægður með. „Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en við hleypum Fram í það sem þeir eru góðir í. Við töpuðum boltum á slæmum stöðum og þeir eru góðir í að skipta úr vörn í sókn og við fengum á okkur mark. Eftir það var bara eitt lið á vellinum og það var Fram og við vorum heppnir að sleppa með 1-0 inn í hálfleik. Mér fannst við þó í seinni hálfleik við sýna smá karakter og við reyndum. Markvörðurinn þeirra átti einhverjar þrjár heimsklassa markvörslur. Við náttúrlega gáfum aukaspyrnu á slæmum stað og vorum ekki klárir í frákastið og þannig varð staðan 2-0 en við héldum áfram. Fyrri hálfleikurinn bara svakaleg vonbrigði.“ Heimir var þá spurður nánar út í mörkin sem FH fékk á sig en frá bæjardyrum blaðamannsins voru menn að gleyma sér í bæði skiptin. Var það nokkuð ósanngjarnt mat? „Nei ég meina þetta eru búin að vera vandræðin hjá okkur síðustu ár. Við náum ekki að halda einbeitingu út allan leikinn og erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn og það kann ekki góðri lukku að stýra.“ Nú eru 11 umferðir búnar og í gamla daga hefði það verið helmingurinn af Íslandsmótinu og FH situr í fallsæti. Eru miklar áhyggjur af ástandinu? „Nei eins og þú segir þá eru 11 umferðir eftir og eftir 22 umferðir ræðst ekki hvort lið falla eða ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að fara að gera betur og átta okkur á því hvar styrkleikarnir okkar liggja. Við höfum sýnt það að þegar við stöndum saman í þessu og gerum þetta sem lið þá erum við ansi gott fótboltalið. En þegar við mætum eins og í dag, 11 einstaklingar, sérstaklega þegar við fáum á okkur markið þá bara töpum við öllum leikjum. Þetta er ekkert flókið. Við, ég og allir í kringum þetta, þurfum að fara að líta í eigin barm og bara gera betur.“
Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. 15. júní 2025 18:33 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Sjá meira
Leik lokið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. 15. júní 2025 18:33