Heimir: „Erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn“ Árni Jóhannsson skrifar 15. júní 2025 21:38 Heimir Guðjónsson var svekktur út í sína menn í kvöld og mátti vera það. Vísir / Anton Brink FH laut í gras fyrir Fram í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld og sitja að henni lokinni í fallsæti. Þjálfari liðsins, Heimir Guðjónsson, var ómyrkur í máli um það hvað hans menn þurfa að fara að gera svo ekki illa fari. Heimir var beðinn um að fara yfir leikinn að honum loknum og var ekki mikið sem hann gat verið ánægður með. „Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en við hleypum Fram í það sem þeir eru góðir í. Við töpuðum boltum á slæmum stöðum og þeir eru góðir í að skipta úr vörn í sókn og við fengum á okkur mark. Eftir það var bara eitt lið á vellinum og það var Fram og við vorum heppnir að sleppa með 1-0 inn í hálfleik. Mér fannst við þó í seinni hálfleik við sýna smá karakter og við reyndum. Markvörðurinn þeirra átti einhverjar þrjár heimsklassa markvörslur. Við náttúrlega gáfum aukaspyrnu á slæmum stað og vorum ekki klárir í frákastið og þannig varð staðan 2-0 en við héldum áfram. Fyrri hálfleikurinn bara svakaleg vonbrigði.“ Heimir var þá spurður nánar út í mörkin sem FH fékk á sig en frá bæjardyrum blaðamannsins voru menn að gleyma sér í bæði skiptin. Var það nokkuð ósanngjarnt mat? „Nei ég meina þetta eru búin að vera vandræðin hjá okkur síðustu ár. Við náum ekki að halda einbeitingu út allan leikinn og erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn og það kann ekki góðri lukku að stýra.“ Nú eru 11 umferðir búnar og í gamla daga hefði það verið helmingurinn af Íslandsmótinu og FH situr í fallsæti. Eru miklar áhyggjur af ástandinu? „Nei eins og þú segir þá eru 11 umferðir eftir og eftir 22 umferðir ræðst ekki hvort lið falla eða ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að fara að gera betur og átta okkur á því hvar styrkleikarnir okkar liggja. Við höfum sýnt það að þegar við stöndum saman í þessu og gerum þetta sem lið þá erum við ansi gott fótboltalið. En þegar við mætum eins og í dag, 11 einstaklingar, sérstaklega þegar við fáum á okkur markið þá bara töpum við öllum leikjum. Þetta er ekkert flókið. Við, ég og allir í kringum þetta, þurfum að fara að líta í eigin barm og bara gera betur.“ Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. 15. júní 2025 18:33 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Heimir var beðinn um að fara yfir leikinn að honum loknum og var ekki mikið sem hann gat verið ánægður með. „Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en við hleypum Fram í það sem þeir eru góðir í. Við töpuðum boltum á slæmum stöðum og þeir eru góðir í að skipta úr vörn í sókn og við fengum á okkur mark. Eftir það var bara eitt lið á vellinum og það var Fram og við vorum heppnir að sleppa með 1-0 inn í hálfleik. Mér fannst við þó í seinni hálfleik við sýna smá karakter og við reyndum. Markvörðurinn þeirra átti einhverjar þrjár heimsklassa markvörslur. Við náttúrlega gáfum aukaspyrnu á slæmum stað og vorum ekki klárir í frákastið og þannig varð staðan 2-0 en við héldum áfram. Fyrri hálfleikurinn bara svakaleg vonbrigði.“ Heimir var þá spurður nánar út í mörkin sem FH fékk á sig en frá bæjardyrum blaðamannsins voru menn að gleyma sér í bæði skiptin. Var það nokkuð ósanngjarnt mat? „Nei ég meina þetta eru búin að vera vandræðin hjá okkur síðustu ár. Við náum ekki að halda einbeitingu út allan leikinn og erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn og það kann ekki góðri lukku að stýra.“ Nú eru 11 umferðir búnar og í gamla daga hefði það verið helmingurinn af Íslandsmótinu og FH situr í fallsæti. Eru miklar áhyggjur af ástandinu? „Nei eins og þú segir þá eru 11 umferðir eftir og eftir 22 umferðir ræðst ekki hvort lið falla eða ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að fara að gera betur og átta okkur á því hvar styrkleikarnir okkar liggja. Við höfum sýnt það að þegar við stöndum saman í þessu og gerum þetta sem lið þá erum við ansi gott fótboltalið. En þegar við mætum eins og í dag, 11 einstaklingar, sérstaklega þegar við fáum á okkur markið þá bara töpum við öllum leikjum. Þetta er ekkert flókið. Við, ég og allir í kringum þetta, þurfum að fara að líta í eigin barm og bara gera betur.“
Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. 15. júní 2025 18:33 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Leik lokið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. 15. júní 2025 18:33