Tíu sem gætu stolið senunni á HM 2026 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2025 22:00 Gætu þessir þrír orðið hetjur HM 2026? MARCELO RUIZ/SIU WU/MATTEO BAZZI Á sunnudag hefst HM félagsliða karla í knattspyrnu. Mótið fer fram í Bandaríkjunum en HM landsliða fer fram á næsta ári í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Því ákvað miðillinn The Athletic að taka saman hvaða tíu leikmenn gætu stolið senunni á HM á næsta ári. Hér að neðan má sjá leikmennina tíu sem The Athletic valdi. Nokkur risa nöfn eru á listanum og svo nokkur minna þekkt. Jude Bellingham leikur fyrir Real Madríd. Á að baki 43 A-landsleiki fyrir England.Carl Recine/Getty Images Þrátt fyrir að verða nýorðinn 23 ára þegar HM 2026 hefst verður Bellingham á leið á sitt fjórða stórmót með Englandi. Hann var aðeins 17 ára og 349 daga gamall þegar hann varð yngsti leikmaður í sögunni til að spila á EM. Met sem Kacper Kozlowski og síðar Lamine Yamal hafa slegið. Bellingham hefur verið eitt stærsta nafnið í heimsfótboltanum undanfarin misseri. Líkt og aðrir leikmenn Real Madríd átti hann ekki sitt besta ár á nýafstöðnu tímabili. Stóra spurningin er hvort Xabi Alonso, nýr þjálfari Real, nái að hrista upp í leikmannahópnum og hvort Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, komi Bellingham í þær stöður sem gerðu hann að einum mest spennandi leikmanni heims. Lamine Yamal leikur fyrir Barcelona. Á að baki 20 A-landsleiki fyrir Spán.Alexander Hassenstein/Getty Images Enn aðeins 17 ára og strax orðinn einn besti leikmaður heims. Var í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem Evrópumeistari á síðasta ári, gæti hann gert slíkt hið sama á HM? Yamal er einstakur leikmaður með einstaka hæfileika og ólíkt mörgum öðrum ungum leikmönnum þá virðist hann njóta sín hvað best þegar sem mest er undir. Það eru allar líkur á að hann bjóði upp á HM-listsýningu þegar að því kemur. Florian Wirtz er leikmaður Bayer Leverkusen. Á að baki 31 A-landsleik fyrir Þýskaland.Matteo Ciambelli/Getty Images Hefur staðið sig frábærlega með Bayer Leverkusen og þýska landsliðinu undanfarin misseri. Svo vel raunar að Liverpool ætlar að gera hann að dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Annað hvort munu vistaskiptin, og verðmiðinn, gera það að verkum að pressan verður of mikil og Wirtz nær ekki hæstu hæðum á komandi leiktíð. Eða þá að hann mun njóta sín í botn og mæta fullur sjálfstrausts á HM. Ef Þýskaland fer langt á HM er svo gott sem öruggt að Wirtz verði prímusmótor velgengni liðsins. Omar Marmoush leikur með Manchester City. Hann á að baki 37 A-landsleiki fyrir Egyptaland.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Þó Mohamed Salah sé enn skærasta stjarna Egyptalands gæti hinn 26 ára Marmoush tekið af Salah sem besti leikmaður Egypta á HM. Hann gat vart byrjað betur á Englandi eftir að ganga til liðs við haltrandi lið Manchester City í janúarglugganum. Marmoush hefur notið hverrar mínútu og ef lið Pep Gurdiola blandar sér af alvöru í titilbaráttu á næstu leiktíð má reikna með að Marmoush njóti sín enn betur. João Neves leikur með París Saint-Germain. Hann á að baki 16 A-landsleiki fyrir Portúgal.ANP/Getty Images Var orðaður við Manchester United en valdi sem betur París Saint-Germain eftir að hafa gert góða hluti með Benfica í heimalandinu. Neves er hinn alhliða miðjumaður og virðist geta leyst hvaða hlutverk sem er á miðri miðjunni. Hann var síðasta púslið sem Luis Enrique vantaði í annars stórbrotið, og rándýrt, lið París Saint-Germian. Neves vann allt sem hann gat með PSG í vetur og hver veit nema liðið fullkomni gott tímabil með sigri á HM félagsliða. Stóra spurningin er þá hvort Neves verði búinn að ná sér niður þegar HM fer fram á næsta ári eða þá hvort hann verði orðinn örmagna eftir strembin tvö tímabil. Hin stóra spurningin er svo hvort Cristiano Ronaldo verði enn fremstur hjá Portúgal og hvort liðið megi við því. Désiré Doué leikur með PSG. Hann á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Frakkland.AP Photo/Jon Super Annað undrabarn sem spilar fyrir París Saint Germain. Hefur aðeins spilað þrjá A-landsleiki sem stendur en verður að öllum líkindum kominn í stærra hlutverk að ári liðnu, skoraði vissulega tvennu í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Með annarri eins frammistöðu á næstu leiktíð getur Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, ekki annað en komið Doué fyrir í liðinu. Nico Paz, Argentína Tvítugur sóknarþenkjandi miðjumaður sem ólst upp hjá Real Madríd en skipti nokkuð óvænt til Como á Ítalíu á síðasta ári. Hefur verið líkt við Lionel Messi og hver veit nema hann sýni af hverju á HM 2026. Andrey Santos, Brasilía Einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur verið á mála hjá Chelsea á undanförnum árum. Var keyptur á ágætis upphæð frá Vasco da Gama í heimalandinu. Santos, sem er 21 árs í dag, var lánaður samstundis til Vasco en hefur þó verið á mála hjá Chelsea frá 2023 án þess að spila deildarleik. Var lánaður til Nottingham Forest tímabilið 2023-24 en lék aðeins einn leik með liðinu. Fyrir síðasta tímabil var hann lánaður til Strasbourg, vinafélags Chelsea í Frakklandi. Þar hefur hann sprungið út og notið sín á miðri miðjunni. Virkilega duglegur miðjumaður sem getur skorað mörk. Kenan Yıldız, Tyrkland Þó flest allir muni benda á Arda Güler, leikmann Real Madríd, sem stærsta nafnið í tyrkneska liðinu. Yıldız – sem spilar í treyju númer 10 hjá Juventus – mun hins vegar vilja sýna öllum og ömmu þeirra að það er í raun hann sem er helsta vonarstjarna þjóðarinnar. Átti sinn þátt í að Tyrkir komust í 8-liða úrslit á EM 2024 og vill án efa bæta þann árangur á HM. Johnny Cardoso, Bandaríkin Baráttuglaður miðjumaður Real Betis á Spáni. Ætti að henta leikkerfi og leikstíl Mauricio Pochettino, þjálfara Bandaríkjanna, fullkomlega. Ef Bandaríkin ætla sér að gera eitthvað á heimavelli þá er ljóst að liðið mun þurfa að verjast vel og berjast um alla lausa bolta, þar kemur Cardoso inn. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira
Hér að neðan má sjá leikmennina tíu sem The Athletic valdi. Nokkur risa nöfn eru á listanum og svo nokkur minna þekkt. Jude Bellingham leikur fyrir Real Madríd. Á að baki 43 A-landsleiki fyrir England.Carl Recine/Getty Images Þrátt fyrir að verða nýorðinn 23 ára þegar HM 2026 hefst verður Bellingham á leið á sitt fjórða stórmót með Englandi. Hann var aðeins 17 ára og 349 daga gamall þegar hann varð yngsti leikmaður í sögunni til að spila á EM. Met sem Kacper Kozlowski og síðar Lamine Yamal hafa slegið. Bellingham hefur verið eitt stærsta nafnið í heimsfótboltanum undanfarin misseri. Líkt og aðrir leikmenn Real Madríd átti hann ekki sitt besta ár á nýafstöðnu tímabili. Stóra spurningin er hvort Xabi Alonso, nýr þjálfari Real, nái að hrista upp í leikmannahópnum og hvort Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, komi Bellingham í þær stöður sem gerðu hann að einum mest spennandi leikmanni heims. Lamine Yamal leikur fyrir Barcelona. Á að baki 20 A-landsleiki fyrir Spán.Alexander Hassenstein/Getty Images Enn aðeins 17 ára og strax orðinn einn besti leikmaður heims. Var í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem Evrópumeistari á síðasta ári, gæti hann gert slíkt hið sama á HM? Yamal er einstakur leikmaður með einstaka hæfileika og ólíkt mörgum öðrum ungum leikmönnum þá virðist hann njóta sín hvað best þegar sem mest er undir. Það eru allar líkur á að hann bjóði upp á HM-listsýningu þegar að því kemur. Florian Wirtz er leikmaður Bayer Leverkusen. Á að baki 31 A-landsleik fyrir Þýskaland.Matteo Ciambelli/Getty Images Hefur staðið sig frábærlega með Bayer Leverkusen og þýska landsliðinu undanfarin misseri. Svo vel raunar að Liverpool ætlar að gera hann að dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Annað hvort munu vistaskiptin, og verðmiðinn, gera það að verkum að pressan verður of mikil og Wirtz nær ekki hæstu hæðum á komandi leiktíð. Eða þá að hann mun njóta sín í botn og mæta fullur sjálfstrausts á HM. Ef Þýskaland fer langt á HM er svo gott sem öruggt að Wirtz verði prímusmótor velgengni liðsins. Omar Marmoush leikur með Manchester City. Hann á að baki 37 A-landsleiki fyrir Egyptaland.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Þó Mohamed Salah sé enn skærasta stjarna Egyptalands gæti hinn 26 ára Marmoush tekið af Salah sem besti leikmaður Egypta á HM. Hann gat vart byrjað betur á Englandi eftir að ganga til liðs við haltrandi lið Manchester City í janúarglugganum. Marmoush hefur notið hverrar mínútu og ef lið Pep Gurdiola blandar sér af alvöru í titilbaráttu á næstu leiktíð má reikna með að Marmoush njóti sín enn betur. João Neves leikur með París Saint-Germain. Hann á að baki 16 A-landsleiki fyrir Portúgal.ANP/Getty Images Var orðaður við Manchester United en valdi sem betur París Saint-Germain eftir að hafa gert góða hluti með Benfica í heimalandinu. Neves er hinn alhliða miðjumaður og virðist geta leyst hvaða hlutverk sem er á miðri miðjunni. Hann var síðasta púslið sem Luis Enrique vantaði í annars stórbrotið, og rándýrt, lið París Saint-Germian. Neves vann allt sem hann gat með PSG í vetur og hver veit nema liðið fullkomni gott tímabil með sigri á HM félagsliða. Stóra spurningin er þá hvort Neves verði búinn að ná sér niður þegar HM fer fram á næsta ári eða þá hvort hann verði orðinn örmagna eftir strembin tvö tímabil. Hin stóra spurningin er svo hvort Cristiano Ronaldo verði enn fremstur hjá Portúgal og hvort liðið megi við því. Désiré Doué leikur með PSG. Hann á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Frakkland.AP Photo/Jon Super Annað undrabarn sem spilar fyrir París Saint Germain. Hefur aðeins spilað þrjá A-landsleiki sem stendur en verður að öllum líkindum kominn í stærra hlutverk að ári liðnu, skoraði vissulega tvennu í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Með annarri eins frammistöðu á næstu leiktíð getur Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, ekki annað en komið Doué fyrir í liðinu. Nico Paz, Argentína Tvítugur sóknarþenkjandi miðjumaður sem ólst upp hjá Real Madríd en skipti nokkuð óvænt til Como á Ítalíu á síðasta ári. Hefur verið líkt við Lionel Messi og hver veit nema hann sýni af hverju á HM 2026. Andrey Santos, Brasilía Einn af fjölmörgum leikmönnum sem hefur verið á mála hjá Chelsea á undanförnum árum. Var keyptur á ágætis upphæð frá Vasco da Gama í heimalandinu. Santos, sem er 21 árs í dag, var lánaður samstundis til Vasco en hefur þó verið á mála hjá Chelsea frá 2023 án þess að spila deildarleik. Var lánaður til Nottingham Forest tímabilið 2023-24 en lék aðeins einn leik með liðinu. Fyrir síðasta tímabil var hann lánaður til Strasbourg, vinafélags Chelsea í Frakklandi. Þar hefur hann sprungið út og notið sín á miðri miðjunni. Virkilega duglegur miðjumaður sem getur skorað mörk. Kenan Yıldız, Tyrkland Þó flest allir muni benda á Arda Güler, leikmann Real Madríd, sem stærsta nafnið í tyrkneska liðinu. Yıldız – sem spilar í treyju númer 10 hjá Juventus – mun hins vegar vilja sýna öllum og ömmu þeirra að það er í raun hann sem er helsta vonarstjarna þjóðarinnar. Átti sinn þátt í að Tyrkir komust í 8-liða úrslit á EM 2024 og vill án efa bæta þann árangur á HM. Johnny Cardoso, Bandaríkin Baráttuglaður miðjumaður Real Betis á Spáni. Ætti að henta leikkerfi og leikstíl Mauricio Pochettino, þjálfara Bandaríkjanna, fullkomlega. Ef Bandaríkin ætla sér að gera eitthvað á heimavelli þá er ljóst að liðið mun þurfa að verjast vel og berjast um alla lausa bolta, þar kemur Cardoso inn.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira