Nú horfir Real Madríd til Argentínu í leit að undrabörnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2025 17:47 Táningurinn Franco Mastantuono í sínum fyrsta A-landsleik. Marcelo Hernandez/Getty Images Undanfarin ár hefur Real Madríd horft til Brasilíu í leit að næstu stórstjörnu sinni. Nú horfir liðið til Argentínu og hefur hinn 17 ára gamli Franco Mastantuono samið um kaup og kjör við spænska stórveldið. Hann kostar þó skildinginn þrátt fyrir ungan aldur. Real hefur gert vel þegar kemur að því að kaupa unga og efnilega leikmenn frá Suður-Ameríku. Til þessa hafa þeir þó nær allir komið frá Brasilíu. Má nefna Vinícius Júnior, Rodrygo og nú síðast Endrick í því samhengi. Éder Militão gekk svo í raðir Real eftir eitt tímabil með Porto í Portúgal. Þar áður hafði hann leikið allan sinn feril með São Paulo í heimalandinu. Nú virðist sem Real hafi ákveðið að horfa til annarra landa í Suður-Ameríku en nýjasta vonarstjarna félagsins kemur frá Argentínu. Sá heitir Franco Mastantuono og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið einn A-landsleik fyrir þjóð sína. Sá leikur kom í 1-0 sigri á Síle í undankeppni HM. Er Mastantuono yngsti leikmaður í sögu argentíska A-landsliðsins. Miðjumaðurinn Mastantuono skrifar undir sex ára samning við Real. Tekur samningurinn gildi 14. ágúst næstkomandi þegar Mastantuono fagnar 18 ára afmæli sínu. Táningurinn kemur frá River Plate og mun kosta Real 45 milljónir evra eða rúman sex og hálfan milljarð íslenskra króna. 🚀 ¡Mastantuono, nuevo jugador del Real Madrid!#WelcomeMastantuono pic.twitter.com/o95654A9St— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 13, 2025 Eru þetta þriðju kaup Real í sumar en áður hafði liðið sótt Trent Alexander-Arnold á frjálsri sölu frá Liverpool og miðvörðinn Dean Huijsen frá Bournemouth. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Real hefur gert vel þegar kemur að því að kaupa unga og efnilega leikmenn frá Suður-Ameríku. Til þessa hafa þeir þó nær allir komið frá Brasilíu. Má nefna Vinícius Júnior, Rodrygo og nú síðast Endrick í því samhengi. Éder Militão gekk svo í raðir Real eftir eitt tímabil með Porto í Portúgal. Þar áður hafði hann leikið allan sinn feril með São Paulo í heimalandinu. Nú virðist sem Real hafi ákveðið að horfa til annarra landa í Suður-Ameríku en nýjasta vonarstjarna félagsins kemur frá Argentínu. Sá heitir Franco Mastantuono og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið einn A-landsleik fyrir þjóð sína. Sá leikur kom í 1-0 sigri á Síle í undankeppni HM. Er Mastantuono yngsti leikmaður í sögu argentíska A-landsliðsins. Miðjumaðurinn Mastantuono skrifar undir sex ára samning við Real. Tekur samningurinn gildi 14. ágúst næstkomandi þegar Mastantuono fagnar 18 ára afmæli sínu. Táningurinn kemur frá River Plate og mun kosta Real 45 milljónir evra eða rúman sex og hálfan milljarð íslenskra króna. 🚀 ¡Mastantuono, nuevo jugador del Real Madrid!#WelcomeMastantuono pic.twitter.com/o95654A9St— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 13, 2025 Eru þetta þriðju kaup Real í sumar en áður hafði liðið sótt Trent Alexander-Arnold á frjálsri sölu frá Liverpool og miðvörðinn Dean Huijsen frá Bournemouth.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira