Munnvatnið skiptir öllu máli Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. júní 2025 22:01 Munnvatnið skiptir meira máli en margur heldur. Pawel Wewiorski Tannheilsa er ekki einungis spurning um fallegt bros, heldur er hún lykilatriði fyrir almennt heilbrigði, þar á meðal hjarta-, æða og mögulega heilaheilsu. Þetta segir Hrönn Róbertsdóttir tannlæknir, sem er gestur í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms. Bakteríur í munninum ferðast víða „Í dag erum við farin að átta okkur betur og betur á því að það er enginn heilbrigður sem er ekki með heilbrigðan munn,“ segir Hrönn. Rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl milli baktería sem valda tannholdsbólgu og sjúkdóma eins og Alzheimer, hjarta- og æðasjúkdóma og jafnvel fyrirburafæðinga. „Það að vera með bólgið tannhold er kannski svolítið eins og að vera með magasár. Þú ert þá komin með gegndræpt tannhold fyrir munnbakteríunum. Og ef við erum með slæmar bakteríur, þá eru þær farnar að hringsóla um blóðrásina. Þannig að það að vera með heilbrigðan munn snýst um miklu meira en fallegt bros, það snýst um almenna heilsu og heilbrigði.“ Hrönn bendir að á sínum tíma höfum við haldið að við gætum bara tannburstað og flosað okkur frá helstu vandamálum sem viðkoma tönnum, en tannheilsan snúist um svo miklu meira. Hún snúist að sjálfsögðu um hreinar tennur, þ.e. tannburstun, tannþráð og tungusköfu en líka um heilar tennur, heilbrigt tannhold, góð bein, mataræði og steinefna- og vítamínbúskap okkar. Munnöndun eykur líkur á slæmri tann- og munnheilsu „Munnvatnið gegnir lykilhlutverki í að viðhalda jafnvægi í munninum, bæði til að skola burtu bakteríum, vernda tannholdið og til að stýra sýrustigi,“ segir Hrönn og hún bendir á staðreynd sem margir gera sér kannski ekki grein fyrir; áhrifum munnöndunar á munnvatnið og þar með á tannheilsu almennt. Munnöndun dregur úr áhrifum munnvatns og veldur munnþurrki og það segir Hrönn auka líkur á tannskemmdum og slæmri munnheilsu. Ráðleggur plástur á munninn á nóttunni til að styðja við neföndun Hún bendir á að það sé sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir munnöndun á næturnar þar sem munnvatnsframleiðsla minnkar. „Það er gríðarlega mikilvægt að sofa með lokaðan munn, það hjálpar til við að varðveita munnvatnið og bætir svefn. Þeir sem eiga ekki erfitt með neföndun ættu að nýta sér hjálp frá munnplástri til að halda vörunum lokuðum þegar þeir sofa.“ Hún segir að þeir sem séu með fyrirstöðu í nefi sem komi í veg fyrir neföndun ættu að leita aðstoðar læknis áður en þeir byrji að nota munnplástur. Varafyllingar geta ýtt undir tannholdsbólgu og jafnvel skekkt tennur Í þættinum bendir Hrönn á að það sé meira sem valdi munnþurrki í dag og verri tannheilsu. Það séu t.d. varafyllingar sem margar konur og jafnvel menn eru að fá sér nú til dags. „Þegar varafyllingarnar verða of stórar þá verður erfiðara að halda vörunum alveg lokuðum og þá ertu komin með opna varastöðu. Þá byrjar munnurinn að þorna og það getur ýtt undir munnöndun en við sjáum hjá þessum hópi meiri lit á tönnum og kannski frekar tannholdsbólgu og jafnvel ef að vörin lyftist það hátt upp og vinnur ekki á móti tönnunum að þær geta verið að færast aðeins fram þannig að þá er að myndast bil,“ segir Hrönn. Vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis mikilvæg Hrönn ræddi einnig mikilvægi mataræðis, tungunnar og stöðu hennar, mikilvægi þess að tyggja, auknar tannskemmdir hjá fólki í álagsíþróttum og margt fleira í þættinum en stóru skilaboðin eru að aukin vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis er mikilvæg. „Já, ég bara er fyrir forvarnir, minnstu mögulegu meðferð og að ekkert er betra en eigin tennur. Hvernig get ég reynt að verja og passa mínar tennur og mína munnheilsu og almennt heilbrigði?“ segir Hrönn. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Heilsa Tannheilsa Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira
Bakteríur í munninum ferðast víða „Í dag erum við farin að átta okkur betur og betur á því að það er enginn heilbrigður sem er ekki með heilbrigðan munn,“ segir Hrönn. Rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl milli baktería sem valda tannholdsbólgu og sjúkdóma eins og Alzheimer, hjarta- og æðasjúkdóma og jafnvel fyrirburafæðinga. „Það að vera með bólgið tannhold er kannski svolítið eins og að vera með magasár. Þú ert þá komin með gegndræpt tannhold fyrir munnbakteríunum. Og ef við erum með slæmar bakteríur, þá eru þær farnar að hringsóla um blóðrásina. Þannig að það að vera með heilbrigðan munn snýst um miklu meira en fallegt bros, það snýst um almenna heilsu og heilbrigði.“ Hrönn bendir að á sínum tíma höfum við haldið að við gætum bara tannburstað og flosað okkur frá helstu vandamálum sem viðkoma tönnum, en tannheilsan snúist um svo miklu meira. Hún snúist að sjálfsögðu um hreinar tennur, þ.e. tannburstun, tannþráð og tungusköfu en líka um heilar tennur, heilbrigt tannhold, góð bein, mataræði og steinefna- og vítamínbúskap okkar. Munnöndun eykur líkur á slæmri tann- og munnheilsu „Munnvatnið gegnir lykilhlutverki í að viðhalda jafnvægi í munninum, bæði til að skola burtu bakteríum, vernda tannholdið og til að stýra sýrustigi,“ segir Hrönn og hún bendir á staðreynd sem margir gera sér kannski ekki grein fyrir; áhrifum munnöndunar á munnvatnið og þar með á tannheilsu almennt. Munnöndun dregur úr áhrifum munnvatns og veldur munnþurrki og það segir Hrönn auka líkur á tannskemmdum og slæmri munnheilsu. Ráðleggur plástur á munninn á nóttunni til að styðja við neföndun Hún bendir á að það sé sérstaklega mikilvægt að koma í veg fyrir munnöndun á næturnar þar sem munnvatnsframleiðsla minnkar. „Það er gríðarlega mikilvægt að sofa með lokaðan munn, það hjálpar til við að varðveita munnvatnið og bætir svefn. Þeir sem eiga ekki erfitt með neföndun ættu að nýta sér hjálp frá munnplástri til að halda vörunum lokuðum þegar þeir sofa.“ Hún segir að þeir sem séu með fyrirstöðu í nefi sem komi í veg fyrir neföndun ættu að leita aðstoðar læknis áður en þeir byrji að nota munnplástur. Varafyllingar geta ýtt undir tannholdsbólgu og jafnvel skekkt tennur Í þættinum bendir Hrönn á að það sé meira sem valdi munnþurrki í dag og verri tannheilsu. Það séu t.d. varafyllingar sem margar konur og jafnvel menn eru að fá sér nú til dags. „Þegar varafyllingarnar verða of stórar þá verður erfiðara að halda vörunum alveg lokuðum og þá ertu komin með opna varastöðu. Þá byrjar munnurinn að þorna og það getur ýtt undir munnöndun en við sjáum hjá þessum hópi meiri lit á tönnum og kannski frekar tannholdsbólgu og jafnvel ef að vörin lyftist það hátt upp og vinnur ekki á móti tönnunum að þær geta verið að færast aðeins fram þannig að þá er að myndast bil,“ segir Hrönn. Vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis mikilvæg Hrönn ræddi einnig mikilvægi mataræðis, tungunnar og stöðu hennar, mikilvægi þess að tyggja, auknar tannskemmdir hjá fólki í álagsíþróttum og margt fleira í þættinum en stóru skilaboðin eru að aukin vitund um tengsl tannheilsu og heildarheilbrigðis er mikilvæg. „Já, ég bara er fyrir forvarnir, minnstu mögulegu meðferð og að ekkert er betra en eigin tennur. Hvernig get ég reynt að verja og passa mínar tennur og mína munnheilsu og almennt heilbrigði?“ segir Hrönn. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Heilsa Tannheilsa Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira