Leita vísbendinga um flugslysið og fleiri fórnarlamba Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júní 2025 08:11 Alls létust 240 sem voru um borð í vélinni og í það minnsta fjórir á jörðu. Tugir eru alvarlega slasaðir. Vísir/EPA Indversk flugmálayfirvöld rannsaka nú tildrög og aðstæður við flugslys í Ahmedabad á Indlandi í gær. Flugslysið er eitt það mannskæðasta í flugsögu Indlands en allir farþegar vélarinnar nema einn, sem var á leið til London, létust. Vélin brotlenti um fimm mínútum eftir flugtak í íbúðarhverfi í Ahmedabad á hóteli fyrir lækna. Alls voru 241 farþegi og starfsmenn um borð í vélinni. Allir nema einn um borð létu lífið auk einhverra gesta hótelsins. Læknar á spítala í Ahmedabad hafa staðfest að lík fjögurra læknanema hafi verið afhent fjölskyldum sínum og að í það minnsta 30 aðrir læknanemar séu slasaðir, fjórir þeirra séu í lífshættu. Fjölskyldur hinna látnu söfnuðust saman í morgun fyrir utan spítalann í Ahmedabad. Flugvélin var frá Boeing og var af gerðinni 787. Hún var tólf ára gömul. Samkvæmt frétt AP er þetta í fyrsta sinn sem mannskætt slys verður í slíkri vél. Um 1.200 slíkar vélar eru í notkun um allan heim. Vélin lenti á hóteli þar sem læknanemar gistu. Vísir/EPA Læknar eru nú að framkvæma genapróf til að bera kennsl á þau sem létust í slysinu vegna þess hve illa farin líkin voru af bruna. Enn er verið að leita á vettvangi að líkum fólks auk þess sem enn á eftir að finna svarta kassa vélarinnar og flugrita hennar. Að rannsókn indverskra yfirvalda koma einnig aðilar frá Bandaríkjunum, Boeing og General Electic. Ættingjar söfnuðust saman fyrir utan spítalann harmi slegnir. Vísir/EPA Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, mun funda með embættismönnum um málið síðdegis í dag. Hann hitti einhverja af þeim sem slösuðust á spítalanum í gær og ræddi einnig við farþega flugvélarinnar sem lifði slysið af. Ættingjar og starfsmenn spítala bera lík eins sem lést út af spítalanum. Vísir/EPA Vélin hafi ekki komist á loft Bretinn Vishwaskumar Ramesh, sem lifði slysið af, sagði í viðtali við indverska sjónvarpið að hann tryði því varla að hann væri á lífi. Hann lýsti því að það hefði verið eins og flugvélin hefði verið föst í loftinu nokkrum sekúndum eftir flugtak. Kviknað hafi á bæði grænum og hvítum ljósum í vélinni og hún hafi ekki getað náð mikilli hæð áður en hún brotlenti. Hann sagði að sú hlið vélarinnar þar sem hann sat hafi fallið til jarðar við jarðhæð byggingarinnar og það hafi verið pláss fyrir hann til að skríða út eftir að hurð brotnaði og opnaðist. Hann hafi losað beltið og neytt sjálfan sig úr vélinni. „Þegar ég opnaði augun, gerði ég mér grein fyrir því að ég væri á lífi.“ Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Bretland Tengdar fréttir Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. 12. júní 2025 12:20 Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Í hádegisfréttum fjöllum við um hið hörmulega flugslys sem varð á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 11:42 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Alls voru 241 farþegi og starfsmenn um borð í vélinni. Allir nema einn um borð létu lífið auk einhverra gesta hótelsins. Læknar á spítala í Ahmedabad hafa staðfest að lík fjögurra læknanema hafi verið afhent fjölskyldum sínum og að í það minnsta 30 aðrir læknanemar séu slasaðir, fjórir þeirra séu í lífshættu. Fjölskyldur hinna látnu söfnuðust saman í morgun fyrir utan spítalann í Ahmedabad. Flugvélin var frá Boeing og var af gerðinni 787. Hún var tólf ára gömul. Samkvæmt frétt AP er þetta í fyrsta sinn sem mannskætt slys verður í slíkri vél. Um 1.200 slíkar vélar eru í notkun um allan heim. Vélin lenti á hóteli þar sem læknanemar gistu. Vísir/EPA Læknar eru nú að framkvæma genapróf til að bera kennsl á þau sem létust í slysinu vegna þess hve illa farin líkin voru af bruna. Enn er verið að leita á vettvangi að líkum fólks auk þess sem enn á eftir að finna svarta kassa vélarinnar og flugrita hennar. Að rannsókn indverskra yfirvalda koma einnig aðilar frá Bandaríkjunum, Boeing og General Electic. Ættingjar söfnuðust saman fyrir utan spítalann harmi slegnir. Vísir/EPA Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, mun funda með embættismönnum um málið síðdegis í dag. Hann hitti einhverja af þeim sem slösuðust á spítalanum í gær og ræddi einnig við farþega flugvélarinnar sem lifði slysið af. Ættingjar og starfsmenn spítala bera lík eins sem lést út af spítalanum. Vísir/EPA Vélin hafi ekki komist á loft Bretinn Vishwaskumar Ramesh, sem lifði slysið af, sagði í viðtali við indverska sjónvarpið að hann tryði því varla að hann væri á lífi. Hann lýsti því að það hefði verið eins og flugvélin hefði verið föst í loftinu nokkrum sekúndum eftir flugtak. Kviknað hafi á bæði grænum og hvítum ljósum í vélinni og hún hafi ekki getað náð mikilli hæð áður en hún brotlenti. Hann sagði að sú hlið vélarinnar þar sem hann sat hafi fallið til jarðar við jarðhæð byggingarinnar og það hafi verið pláss fyrir hann til að skríða út eftir að hurð brotnaði og opnaðist. Hann hafi losað beltið og neytt sjálfan sig úr vélinni. „Þegar ég opnaði augun, gerði ég mér grein fyrir því að ég væri á lífi.“
Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Bretland Tengdar fréttir Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. 12. júní 2025 12:20 Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Í hádegisfréttum fjöllum við um hið hörmulega flugslys sem varð á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 11:42 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35
Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. 12. júní 2025 12:20
Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Í hádegisfréttum fjöllum við um hið hörmulega flugslys sem varð á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 11:42