Blikar hentu nágrönnunum út og gripu síðasta farseðilinn Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 21:49 Agla María Albertsdóttir skoraði eitt marka Blika í kvöld. Liðið er nú komið í undanúrslit líkt og FH, ÍBV og Valur. vísir/Ernir Breiðablik varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta með sigri í sögulegum grannaslag við HK á Kópavogsvelli, 5-1. Þetta var í fyrsta sinn sem Kópavogsliðin mætast í kvennaflokki, án þess að HK tefli fram sameiginlegu liði með öðru félagi, en svo fór að Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur. HK er þó á réttri leið með að skapa fleiri Kópavogsslagi þar sem liðið er á toppi Lengjudeildarinnar eftir sex umferðir. Auk Breiðabliks verða FH, Valur og Lengjudeildarlið ÍBV í skálinni þegar dregið verður til undanúrslita en þau fara svo fram í lok júlí. Bikarúrslitaleikurinn sjálfur verður svo 16. ágúst. Birta með tvö og stoðsendingu fyrir hlé Breiðablik byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti og sýndi strax yfirburði sína. Edith Kristín Kristjánsdóttir kom sér í dauðafæri og Andrea Rut Bjarnadóttir átti bylmingsskot í þverslá áður en fyrsta markið kom þegar Birta Georgsdóttir skoraði á tólftu mínútu, eftir að hún nýtti sér mistök í vörn HK. HK fékk ekki mörg færi en eftir eitt þeirra brunuðu Blikar fram og refsuðu með öðru marki sem hin efnilega Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði eftir þríhyrningsspil við Birtu. Staðan þá orðin 2-0 eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Skömmu síðar skoraði Birta svo sitt annað mark, eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur, og eflaust margir haldið að úrslitin væru hreinlega ráðin. HK náði hins vegar að svara fyrir sig og Loma McNeese gerði það þegar hún skoraði rétt um mínútu síðar, með skoti af vítateigslínunni, og var staðan 3-1 í hálfleik. Sextán ára innsiglaði sigurinn Agla María kom Blikum aftur þremur mörkum yfir eftir korters leik í seinni hálfleik með góðu skoti og eftir það var aldrei spurning hvernig færi. Hin 16 ára Edith Kristín, sem hafði verið afar dugleg við að koma sér í færi, skoraði svo fimmta mark Breiðabliks með skalla af stuttu færi á 67. mínútu. Mörk Blika hefðu hæglega getað orðið fleiri en það breytir engu um að liðið er nú komið áfram í undanúrslit. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik HK Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem Kópavogsliðin mætast í kvennaflokki, án þess að HK tefli fram sameiginlegu liði með öðru félagi, en svo fór að Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur. HK er þó á réttri leið með að skapa fleiri Kópavogsslagi þar sem liðið er á toppi Lengjudeildarinnar eftir sex umferðir. Auk Breiðabliks verða FH, Valur og Lengjudeildarlið ÍBV í skálinni þegar dregið verður til undanúrslita en þau fara svo fram í lok júlí. Bikarúrslitaleikurinn sjálfur verður svo 16. ágúst. Birta með tvö og stoðsendingu fyrir hlé Breiðablik byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti og sýndi strax yfirburði sína. Edith Kristín Kristjánsdóttir kom sér í dauðafæri og Andrea Rut Bjarnadóttir átti bylmingsskot í þverslá áður en fyrsta markið kom þegar Birta Georgsdóttir skoraði á tólftu mínútu, eftir að hún nýtti sér mistök í vörn HK. HK fékk ekki mörg færi en eftir eitt þeirra brunuðu Blikar fram og refsuðu með öðru marki sem hin efnilega Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir skoraði eftir þríhyrningsspil við Birtu. Staðan þá orðin 2-0 eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Skömmu síðar skoraði Birta svo sitt annað mark, eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur, og eflaust margir haldið að úrslitin væru hreinlega ráðin. HK náði hins vegar að svara fyrir sig og Loma McNeese gerði það þegar hún skoraði rétt um mínútu síðar, með skoti af vítateigslínunni, og var staðan 3-1 í hálfleik. Sextán ára innsiglaði sigurinn Agla María kom Blikum aftur þremur mörkum yfir eftir korters leik í seinni hálfleik með góðu skoti og eftir það var aldrei spurning hvernig færi. Hin 16 ára Edith Kristín, sem hafði verið afar dugleg við að koma sér í færi, skoraði svo fimmta mark Breiðabliks með skalla af stuttu færi á 67. mínútu. Mörk Blika hefðu hæglega getað orðið fleiri en það breytir engu um að liðið er nú komið áfram í undanúrslit.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik HK Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Sjá meira