Sprengjum og öxum beitt við heimili til að kúga út fé Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júní 2025 19:02 Stjórnendum verktakafyrirtækis og fjölskyldum þeirra hefur verið hótað lífláti og öxum, bensín- og reyksprengjum hefur verið beitt við heimili þeirra. Stjórnendurnir segja handrukkara á bak við árásirnar og að þær megi rekja til deilna um uppgjör við landeldisfyrirtækið First Water. Vísir Stjórnendum verktakafyrirtækis og fjölskyldum þeirra hefur verið hótað lífláti og öxum, bensín- og reyksprengjum hefur verið beitt við heimili þeirra. Stjórnendurnir segja handrukkara á bak við árásirnar og að þær megi rekja til deilna um uppgjör við landeldisfyrirtækið First Water. Stjórnendur First Water vísa ásökunum til föðurhúsanna. Starfsmaður þeirra hefur einnig sætt hótunum. Lögregla lítur málið alvarlegum augum. Tveir bílar gjöreyðilögðust eftir íkveikju við heimili stjórnarmanns verktakafyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu í lok maí. Rúður í húsinu sprungu af völdum hitans en slökkvilið réð niðurlögum eldsins áður en hann náði að teygja sig í húsið. Nokkrum dögum síðar var grjóti kastað í glugga í húsinu sem brotnaði. Öxi beitt og líflátshótanir á Suðurlandi Þá voru skemmdir unnar á bíl með öxi við heimili eiganda sama verktakafyrirtækis á Suðurlandi um svipað leyti. Hann fékk í kjölfarið hótun í símaskilaboðum þar sem hann var krafinn um 196 milljón króna greiðslu ella yrði fjölskyldu hans ráðin bani. Nöfn eiginkonu og barna eru nefnd í skilaboðunum og að viðkomandi viti hvar þau séu. Nokkrum dögum síðar var reyksprengju kastað inn á heimilið samkvæmt heimildum fréttastofu. Málin til rannsóknar hjá tveimur lögregluembættum Lögregla lítur skemmdarverkin og hótanirnar afar alvarlegum augum. Málið eru til rannsóknar hjá fleiri en einu lögregluembætti. „Auðvitað er alvarlegt þegar það er ráðist að heimilum fólks. Það er verið að skemma þarna eignir. Fólk verður óöruggt. Þannig að við erum með árásina á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hjá embættinu hér og við höfum aukið eftirlit við heimilið meðan á þessu stendur,“ segir Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu stjórnar rannsókn á árásinni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Hann segir ekki unnt að gefa frekari upplýsingar um málið en það sé til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Heimir segist vita af árásinni á Suðurlandi en það mál sé til rannsóknar hjá lögregluembættinu þar. Heimir segir erfitt að segja til um hvenær rannsókn á málinu ljúki. Aðspurður um hvort árásir af þessu tagi sé að aukast telur hann að svo sé ekki. Svona mál komi alltaf upp annað slagið. Telja að deilur um skuldauppgjör hafi valdið árásunum Eigandi verktakafyrirtækisins og stjórnarmaður þess sem hafa sætt árásunum vilja ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. Samkvæmt upplýsingum frá þeim telja þeir að árásirnar séu til komnar vegna skuldar fyrirtækisins við undirverktaka sem þeir réðu í verkefni fyrir landeldisfyrirtækið First Water. En First Water stefnir á að byggja fimmtíu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn á næstu árum. Stjórnendurnir halda því fram að First Water hafi fyrirvaralaust rift samningi við þá í mars sl. og skuldi þeim ríflega tvö hundruð milljónir króna fyrir unnin verkefni. Fyrirtækið hafi hingað til neitað að gera upp við þá. Þessi skuld hafi svo valdið því að þeir geti ekki gert upp við undirverktaka sína sem hafi svo leitt til þessara árása og hótana. Lögmannstofa verktakafyrirtækisins hefur sent kröfugerð á First Water vegna meintra vanefnda og hefur fréttastofu kröfuna undir höndum. Þar kemur fram að lögmannstofan undirbýr málsókn á hendur First Water vegna málsins nema að samningar náist um meinta kröfu á hendur First Water. First Water hafnar ásökunum Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur starfsmaður First Water einnig sætt hótunum á undanförnum vikum og var skorið á dekk á bíl hans. Það mál er einnig til rannsóknar hjá lögreglu. Stjórnendur First Water hafna öllum ásökunum af hálfu verktakafyrirtækisins og saka það á móti um óheiðarleg vinnubrögð sem hafi verið ástæða uppsagnar á samningi við fyrirtækið í mars. First Water heldur því jafnframt fram að vanefndir séu ekki þeirra heldur þvert á móti umræddra verktaka. Viðskiptaþvinganir Landeldi Lögreglumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Tveir bílar gjöreyðilögðust eftir íkveikju við heimili stjórnarmanns verktakafyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu í lok maí. Rúður í húsinu sprungu af völdum hitans en slökkvilið réð niðurlögum eldsins áður en hann náði að teygja sig í húsið. Nokkrum dögum síðar var grjóti kastað í glugga í húsinu sem brotnaði. Öxi beitt og líflátshótanir á Suðurlandi Þá voru skemmdir unnar á bíl með öxi við heimili eiganda sama verktakafyrirtækis á Suðurlandi um svipað leyti. Hann fékk í kjölfarið hótun í símaskilaboðum þar sem hann var krafinn um 196 milljón króna greiðslu ella yrði fjölskyldu hans ráðin bani. Nöfn eiginkonu og barna eru nefnd í skilaboðunum og að viðkomandi viti hvar þau séu. Nokkrum dögum síðar var reyksprengju kastað inn á heimilið samkvæmt heimildum fréttastofu. Málin til rannsóknar hjá tveimur lögregluembættum Lögregla lítur skemmdarverkin og hótanirnar afar alvarlegum augum. Málið eru til rannsóknar hjá fleiri en einu lögregluembætti. „Auðvitað er alvarlegt þegar það er ráðist að heimilum fólks. Það er verið að skemma þarna eignir. Fólk verður óöruggt. Þannig að við erum með árásina á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hjá embættinu hér og við höfum aukið eftirlit við heimilið meðan á þessu stendur,“ segir Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu stjórnar rannsókn á árásinni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Hann segir ekki unnt að gefa frekari upplýsingar um málið en það sé til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Heimir segist vita af árásinni á Suðurlandi en það mál sé til rannsóknar hjá lögregluembættinu þar. Heimir segir erfitt að segja til um hvenær rannsókn á málinu ljúki. Aðspurður um hvort árásir af þessu tagi sé að aukast telur hann að svo sé ekki. Svona mál komi alltaf upp annað slagið. Telja að deilur um skuldauppgjör hafi valdið árásunum Eigandi verktakafyrirtækisins og stjórnarmaður þess sem hafa sætt árásunum vilja ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. Samkvæmt upplýsingum frá þeim telja þeir að árásirnar séu til komnar vegna skuldar fyrirtækisins við undirverktaka sem þeir réðu í verkefni fyrir landeldisfyrirtækið First Water. En First Water stefnir á að byggja fimmtíu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn á næstu árum. Stjórnendurnir halda því fram að First Water hafi fyrirvaralaust rift samningi við þá í mars sl. og skuldi þeim ríflega tvö hundruð milljónir króna fyrir unnin verkefni. Fyrirtækið hafi hingað til neitað að gera upp við þá. Þessi skuld hafi svo valdið því að þeir geti ekki gert upp við undirverktaka sína sem hafi svo leitt til þessara árása og hótana. Lögmannstofa verktakafyrirtækisins hefur sent kröfugerð á First Water vegna meintra vanefnda og hefur fréttastofu kröfuna undir höndum. Þar kemur fram að lögmannstofan undirbýr málsókn á hendur First Water vegna málsins nema að samningar náist um meinta kröfu á hendur First Water. First Water hafnar ásökunum Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur starfsmaður First Water einnig sætt hótunum á undanförnum vikum og var skorið á dekk á bíl hans. Það mál er einnig til rannsóknar hjá lögreglu. Stjórnendur First Water hafna öllum ásökunum af hálfu verktakafyrirtækisins og saka það á móti um óheiðarleg vinnubrögð sem hafi verið ástæða uppsagnar á samningi við fyrirtækið í mars. First Water heldur því jafnframt fram að vanefndir séu ekki þeirra heldur þvert á móti umræddra verktaka.
Viðskiptaþvinganir Landeldi Lögreglumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira