„Þingið hefur verið svipt aðhaldi sínu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 19:55 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins og annar þingmaður Suðurkjördæmis flutti fyrstu eldhúsdagsræðu kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Fjárlaganefnd var sniðgengin. Þingið hefur verið svipt aðhaldi sínu. Ráðherrar svara ekki í þingsal, heldur í útvöldum fjölmiðlum. Þetta eru ekki smávægileg frávik. Þetta eru alvarleg merki um að þingræðinu sé ekki sýnd tilhlýðileg virðing.“ Þetta er meðal þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hún sagði ábyrgðarleysi blasa við í efnahagsmálum landsins. „Ríkisstjórnin talar um aðhald, en gerir annað. Hún lofar að draga úr útgjöldum – en bindur um fimmtung ríkisútgjalda við launavísitölu. Þannig verða tugir milljarða króna útgjöld sjálfvirk, án nokkurrar aðkomu Alþingis. Þetta er ekki ábyrgt. Þetta er afsalað vald, með lokuðum augum, frá þjóðkjörnum fulltrúum til ófyrirsjáanlegrar launaþróunar. Á sama tíma hyggst ríkisstjórnin hækka skatta á undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar. Skatta sem ekki byggja á raunverulegri afkomu heldur reiknaðri. Þetta er ekki aðeins ósanngjarnt – þetta er bein árás á samkeppnishæfni Íslands og þar með á framtíð tekjuöflunar ríkisins sjálfs,“ sagði Guðrún. Bitni á lífeyrissjóðum láglaunastétta Guðrún segir lífeyriskerfið þó standa henni næst. Eitt stærsta gæfuspor sem stigið hafi verið í íslensku samfélagi hafi verið þegar launþegar og atvinnurekendur hafi ákveðið að byggja upp sameiginlegt, sjálfstætt samtryggingarkerfi lífeyrisréttinda. „Ég sé ekki betur, virðulegi forseti, en að ríkisstjórnin ætli að „berja niður verðbólguna með sleggju“ og nú beiti hún sömu sleggju á lífeyrissjóðina. Þetta er atlaga að viðkvæmu jafnvægi. Og þetta hefur afleiðingar. Afleiðingar fyrir réttindi, fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna og fyrir getu þeirra til að styðja við atvinnulífið. Þessi stefna bitnar sérstaklega á sjóðum láglaunastétta. Hún grefur undan því jafnræði sem velferðarkerfið á að byggja á. Því spyr ég: hvernig getur það samræmst réttlæti að láta verkafólk axla kostnað sem áður var á ábyrgð ríkisins?“ Stefnuleysi í ríkisfjármálum Þá sakar hún ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi í opinberum fjármálum. Forsendur ríkisstjórnarinnar um rekstrarafgang séu ekki trúverðugar. Hvorki hafi verið kynnt hvernig útgjöld verði dregin saman né hvernig skuli forgangsraðað. Í stað þess að kynna raunhæfar aðgerðir sé boðuð enn meiri útgjaldaaukning. „Það sem verra er, á sama tíma og ríkisstjórnin lýsir því yfir að tryggja eigi stöðugleika, leggur hún til að töluleg viðmið um lækkun skulda verði felld úr lögum um opinber fjármál. Þannig á að leysa vanda ríkissjóðs, með því að afnema mælikvarðana. Það er ekki fjármálastefna, virðulegi forseti. Það er ábyrgðarleysi. Hún segir vanda ríkisfjármála ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda. „Ísland er þegar með eitt umfangsmesta opinbera kerfi í heiminum. Nú þarf raunverulega hagræðingu og forgangsröðun. Það er ekki val, heldur nauðsyn , ef við ætlum að standa vörð um traust opinberra fjármála og jafnræði milli kynslóða. Þegar afkomubati er sagður markmið, en jafnframt lagt til að hækka skatta á grunnstoðir útflutnings, á sama tíma og alþjóðaviðskipti standa í upplausn, þá er ekki um stefnu að ræða, heldur stefnuleysi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hún sagði ábyrgðarleysi blasa við í efnahagsmálum landsins. „Ríkisstjórnin talar um aðhald, en gerir annað. Hún lofar að draga úr útgjöldum – en bindur um fimmtung ríkisútgjalda við launavísitölu. Þannig verða tugir milljarða króna útgjöld sjálfvirk, án nokkurrar aðkomu Alþingis. Þetta er ekki ábyrgt. Þetta er afsalað vald, með lokuðum augum, frá þjóðkjörnum fulltrúum til ófyrirsjáanlegrar launaþróunar. Á sama tíma hyggst ríkisstjórnin hækka skatta á undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar. Skatta sem ekki byggja á raunverulegri afkomu heldur reiknaðri. Þetta er ekki aðeins ósanngjarnt – þetta er bein árás á samkeppnishæfni Íslands og þar með á framtíð tekjuöflunar ríkisins sjálfs,“ sagði Guðrún. Bitni á lífeyrissjóðum láglaunastétta Guðrún segir lífeyriskerfið þó standa henni næst. Eitt stærsta gæfuspor sem stigið hafi verið í íslensku samfélagi hafi verið þegar launþegar og atvinnurekendur hafi ákveðið að byggja upp sameiginlegt, sjálfstætt samtryggingarkerfi lífeyrisréttinda. „Ég sé ekki betur, virðulegi forseti, en að ríkisstjórnin ætli að „berja niður verðbólguna með sleggju“ og nú beiti hún sömu sleggju á lífeyrissjóðina. Þetta er atlaga að viðkvæmu jafnvægi. Og þetta hefur afleiðingar. Afleiðingar fyrir réttindi, fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna og fyrir getu þeirra til að styðja við atvinnulífið. Þessi stefna bitnar sérstaklega á sjóðum láglaunastétta. Hún grefur undan því jafnræði sem velferðarkerfið á að byggja á. Því spyr ég: hvernig getur það samræmst réttlæti að láta verkafólk axla kostnað sem áður var á ábyrgð ríkisins?“ Stefnuleysi í ríkisfjármálum Þá sakar hún ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi í opinberum fjármálum. Forsendur ríkisstjórnarinnar um rekstrarafgang séu ekki trúverðugar. Hvorki hafi verið kynnt hvernig útgjöld verði dregin saman né hvernig skuli forgangsraðað. Í stað þess að kynna raunhæfar aðgerðir sé boðuð enn meiri útgjaldaaukning. „Það sem verra er, á sama tíma og ríkisstjórnin lýsir því yfir að tryggja eigi stöðugleika, leggur hún til að töluleg viðmið um lækkun skulda verði felld úr lögum um opinber fjármál. Þannig á að leysa vanda ríkissjóðs, með því að afnema mælikvarðana. Það er ekki fjármálastefna, virðulegi forseti. Það er ábyrgðarleysi. Hún segir vanda ríkisfjármála ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda. „Ísland er þegar með eitt umfangsmesta opinbera kerfi í heiminum. Nú þarf raunverulega hagræðingu og forgangsröðun. Það er ekki val, heldur nauðsyn , ef við ætlum að standa vörð um traust opinberra fjármála og jafnræði milli kynslóða. Þegar afkomubati er sagður markmið, en jafnframt lagt til að hækka skatta á grunnstoðir útflutnings, á sama tíma og alþjóðaviðskipti standa í upplausn, þá er ekki um stefnu að ræða, heldur stefnuleysi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira