Brian Wilson látinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 17:04 Brian Wilson á tónleikum með The Beach boys í Bandaríkjunum 2022. Getty Brian Wilson, einn stofnanda hljómsveitarinnar The Beach boys, er látinn 82 að aldri. Tilkynning frá fjölskyldu Brians var birt á heimasíðu söngvarans rétt í þessu. Þar segir: „Elskulegur faðir okkar Brian Wilson er látinn. Við erum orðlaus eins og er. Vinsamlegast virðið einkalíf okkar þar sem við erum að ganga í gegnum sorgarferli. Við vitum að við deilum sorginni með heiminum öllum.“ Sky greindi frá andlátinu. Brian Wilson fæddist árið 1942 í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði hljómsveitina The Beach boys árið 1961 með bræðrum sínum Dennis og Carl, frænda sínum Mike Love og vini þeirra Al Jardine. Hljómsveitin varð ein vinsælasta og áhrifamesta rokkhljómsveit tuttugustu aldarinnar. Hrífandi söngur, léttir textar, og frumleiki einkenna tónlist hljómsveitarinnar sem sótti mikinn innblástur til eldri popptónlistar, rokktónlistar sjötta áratugarins, og R&B tónlistar. Fyrir tilstuðlan Brians mátti á köflum heyra áhrif úr klassískri tónlist og djassi. The Beach boys hófu tónlistarferilinn í bílskúr bræðranna og faðir þeirra var umboðsmaður þeirra. Árið 1963 náði lag þeirra „Surfin' U.S.A“ miklum vinsældum, og í kjölfarið fór hvert lag þeirra á fætur öðru ofarlega á vinsældarlista Bandaríkjanna. „Kaliforníuhljómurinn“ var það sem þeir þóttu bera með sér, en tónlistin fjallaði fyrst um sinn um brimbrettaíþróttir, bíla og ástir. The Beach boys áttu gífurlega góðu gengi að fagna og eru ein söluhæsta og vinsælasta hljómsveit allra tíma. Hljómsveitin hefur selt yfir 100 milljón plötur. Andlát Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tilkynning frá fjölskyldu Brians var birt á heimasíðu söngvarans rétt í þessu. Þar segir: „Elskulegur faðir okkar Brian Wilson er látinn. Við erum orðlaus eins og er. Vinsamlegast virðið einkalíf okkar þar sem við erum að ganga í gegnum sorgarferli. Við vitum að við deilum sorginni með heiminum öllum.“ Sky greindi frá andlátinu. Brian Wilson fæddist árið 1942 í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði hljómsveitina The Beach boys árið 1961 með bræðrum sínum Dennis og Carl, frænda sínum Mike Love og vini þeirra Al Jardine. Hljómsveitin varð ein vinsælasta og áhrifamesta rokkhljómsveit tuttugustu aldarinnar. Hrífandi söngur, léttir textar, og frumleiki einkenna tónlist hljómsveitarinnar sem sótti mikinn innblástur til eldri popptónlistar, rokktónlistar sjötta áratugarins, og R&B tónlistar. Fyrir tilstuðlan Brians mátti á köflum heyra áhrif úr klassískri tónlist og djassi. The Beach boys hófu tónlistarferilinn í bílskúr bræðranna og faðir þeirra var umboðsmaður þeirra. Árið 1963 náði lag þeirra „Surfin' U.S.A“ miklum vinsældum, og í kjölfarið fór hvert lag þeirra á fætur öðru ofarlega á vinsældarlista Bandaríkjanna. „Kaliforníuhljómurinn“ var það sem þeir þóttu bera með sér, en tónlistin fjallaði fyrst um sinn um brimbrettaíþróttir, bíla og ástir. The Beach boys áttu gífurlega góðu gengi að fagna og eru ein söluhæsta og vinsælasta hljómsveit allra tíma. Hljómsveitin hefur selt yfir 100 milljón plötur.
Andlát Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira