Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2025 14:04 Einar Björn bóksali í Skáldu. Honum barst dularfullur pakki. Þar í var bók en um uppruna hennar og höfund er ekkert vitað. vísir/vilhelm/aðsendar Einar Björn Magnússon bóksali í Skáldu segir að sér hafi fyrir skömmu borist brúnn böggull merktan Skáldu. Þetta var dularfullur böggull, í var dularfull bók eftir afar dularfullan höfund. Öðru bókmenntafólki hefur borist samskonar böggull og nú velta menn því fyrir sér hvað sé að gerast? „Ég veit ekkert meira. Ég er ekki búinn að lesa bókina en það stendur á bakkápunni að um sé að ræða glæpasaga og höfundurinn sé þjóðþekktur,“ segir Einar Björn. Ekki eru margar ráðgátur í íslenska bókabransanum. Sá sem skrifar sig fyrir þessari sögu sem nefnist Páfagaukagarðurinn er Akörn. Með fylgdu fyrirmæli, að bókin væri gjöf til Skáldu en það skilyrði væri að hún myndi kosta 30 þúsund krónur og yrði áfram til sölu þó hún seldist í þrjá mánuði. „Eintakið er það eina sem er til sölu á almennum markaði. Líklegt er að svo verði áfram. Virðingarfyllst, Akörn“ Menn hafa reynt að rýna í ýmsar vísbendingar. Akörn? Akarn í fleirtölu? Bendir þetta til þess að um sé að ræða fleiri en einn höfundur? Eða er þetta Ak-Örn? Þá skoða menn bak og saurblað bókarinnar þar sem fram koma helstu upplýsingar um útgáfuna. Er einhverjar vísbendingar að finna í þessum upplýsingum um útgefanda sem samkvæmt þessu er Bannaðar bækur? Stella Blómquist er dulnefni sem hefur verið svo lengi uppi að menn nenna varla að hafa áhuga á því hver stendur þar að baki. „Bókin er hérna í afgreiðsluborðinu undir gleri. Þetta er ein dýrasta bókin í búðinni en það hefur enginn boðið í hana ennþá,“ segir Einar Björn. Hann sver og sár við leggur, þó þetta sé til þess fallið að lokka fólk í búðina, að hann viti ekkert um höfundinn. Hér getur að líta bak bókarinnar þar sem segir að Akörn sé þjóðþekktur höfundur? Guðmundur Andri Thorsson rithöfundi barst einnig bókin og segir frá því á Facebook-síðu sinni að um sé að ræða hörkusögu um alþjóðlega glæpi með tengsl við Ísland, spillta auðmenn, afundnar löggur, hátæknimorð, tegundadauða, kynusla og lærdóm fyrir spilltan heim. „Akörn (flott dulnefni!) er greinilega alvöruhöfundur sem kann til verka. Við þekkjum það frá útlöndum að þekktir höfundar vilja prófa eitthvað nýtt, þar með líka nýtt höfundarsjálf, rífa sig frá því vörumerki sem höfundarnafn þeirra er,“ segir Guðmundur Andri sem sannarlega er enginn aukvisi þegar kemur að því að meta sögur. Hér getur að líta upphaf þessarar dularfullu og eftirsóttu bókar. En til að hún sé eða verði eftirsótt þá þarf fólk víst að vita af henni. Þá upplýsir Þórunn Hrefna bókmenntafræðingur í athugasemd að henni hafi einnig borist þessi dularfulla bók í hendur: Guðmundur Andri, Þórunn Hrefna og Einar Björn? Á þetta fólk eitthvað sameiginlegt utan að unna bókum og bókmenntum? Hvað sem öðru líður er hressandi til þess að vita að kominn sé fram „nýr höfundur“ sem skrifar undir dulnefni og býður upp á aukafléttu; ráðgátuna um hver þar fer? Svo er bara hvernig á að komast yfir eintak. Eitt bíður í Skáldu bókabúð en hún kostar 30 þúsund krónur, takk fyrir. Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég veit ekkert meira. Ég er ekki búinn að lesa bókina en það stendur á bakkápunni að um sé að ræða glæpasaga og höfundurinn sé þjóðþekktur,“ segir Einar Björn. Ekki eru margar ráðgátur í íslenska bókabransanum. Sá sem skrifar sig fyrir þessari sögu sem nefnist Páfagaukagarðurinn er Akörn. Með fylgdu fyrirmæli, að bókin væri gjöf til Skáldu en það skilyrði væri að hún myndi kosta 30 þúsund krónur og yrði áfram til sölu þó hún seldist í þrjá mánuði. „Eintakið er það eina sem er til sölu á almennum markaði. Líklegt er að svo verði áfram. Virðingarfyllst, Akörn“ Menn hafa reynt að rýna í ýmsar vísbendingar. Akörn? Akarn í fleirtölu? Bendir þetta til þess að um sé að ræða fleiri en einn höfundur? Eða er þetta Ak-Örn? Þá skoða menn bak og saurblað bókarinnar þar sem fram koma helstu upplýsingar um útgáfuna. Er einhverjar vísbendingar að finna í þessum upplýsingum um útgefanda sem samkvæmt þessu er Bannaðar bækur? Stella Blómquist er dulnefni sem hefur verið svo lengi uppi að menn nenna varla að hafa áhuga á því hver stendur þar að baki. „Bókin er hérna í afgreiðsluborðinu undir gleri. Þetta er ein dýrasta bókin í búðinni en það hefur enginn boðið í hana ennþá,“ segir Einar Björn. Hann sver og sár við leggur, þó þetta sé til þess fallið að lokka fólk í búðina, að hann viti ekkert um höfundinn. Hér getur að líta bak bókarinnar þar sem segir að Akörn sé þjóðþekktur höfundur? Guðmundur Andri Thorsson rithöfundi barst einnig bókin og segir frá því á Facebook-síðu sinni að um sé að ræða hörkusögu um alþjóðlega glæpi með tengsl við Ísland, spillta auðmenn, afundnar löggur, hátæknimorð, tegundadauða, kynusla og lærdóm fyrir spilltan heim. „Akörn (flott dulnefni!) er greinilega alvöruhöfundur sem kann til verka. Við þekkjum það frá útlöndum að þekktir höfundar vilja prófa eitthvað nýtt, þar með líka nýtt höfundarsjálf, rífa sig frá því vörumerki sem höfundarnafn þeirra er,“ segir Guðmundur Andri sem sannarlega er enginn aukvisi þegar kemur að því að meta sögur. Hér getur að líta upphaf þessarar dularfullu og eftirsóttu bókar. En til að hún sé eða verði eftirsótt þá þarf fólk víst að vita af henni. Þá upplýsir Þórunn Hrefna bókmenntafræðingur í athugasemd að henni hafi einnig borist þessi dularfulla bók í hendur: Guðmundur Andri, Þórunn Hrefna og Einar Björn? Á þetta fólk eitthvað sameiginlegt utan að unna bókum og bókmenntum? Hvað sem öðru líður er hressandi til þess að vita að kominn sé fram „nýr höfundur“ sem skrifar undir dulnefni og býður upp á aukafléttu; ráðgátuna um hver þar fer? Svo er bara hvernig á að komast yfir eintak. Eitt bíður í Skáldu bókabúð en hún kostar 30 þúsund krónur, takk fyrir.
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira