„Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. júní 2025 11:02 Tónlistarmaðurinn Khalid skein skært á Pride um helgina. Nicola Gell/Getty Images „Þetta eru gleðitár,“ sagði tárvotur Khalid þegar hann steig á svið í Washington DC á sunnudaginn í tilefni af stærstu hinsegin dögum heimsins, WorldPride. Khalid, sem er vinsæll tónlistarmaður vestanhafs, kom út úr skápnum í nóvember í fyrra og var þetta í fyrsta skipti sem hann kom fram á Pride. Khalid skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018, hefur verið tilnefndur til Grammy verðlauna og á að baki sér marga smelli. Má þar nefna lögin Young, Dumb & Broke og Better en hann er með fimmtíu milljón mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify. WorldPride er gríðarlega stór viðburður sem fólk hvaðan af úr heiminum sækir. Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti hátíðina í Bandaríkjunum síðastliðna helgi en gleðigangan var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. View this post on Instagram A post shared by Gaye Magazine® (@gayemagazine) Khalid var stærsta tónlistaratriði kvöldsins á sunnudaginn og var kraftmikill og tilfinningaríkur á sviðinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram á Pride. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti á Pride. Þið eruð að kalla fram sterkar tilfinningar hjá mér,“ sagði Khalid við áhorfendur og bætti við: „Mig langaði að þakka ykkur öllum innilega fyrir að taka svona vel á móti mér og styðja mig. Það er algjörlega ómetanlegt fyrir mig og gerir mig svo hamingjusamann. Mér líður eins og ég sé kominn heim hér á þessu sviði.“ View this post on Instagram A post shared by Khalid (@thegr8khalid) Khalid birti sömuleiðis færslu á Instagram síðu sinni þar sem hann skrifar: „Mér finnst ég séður. Mér finnst ég samþykktur. Takk fyrir PRIDE.“ Hinsegin Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Khalid skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018, hefur verið tilnefndur til Grammy verðlauna og á að baki sér marga smelli. Má þar nefna lögin Young, Dumb & Broke og Better en hann er með fimmtíu milljón mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify. WorldPride er gríðarlega stór viðburður sem fólk hvaðan af úr heiminum sækir. Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti hátíðina í Bandaríkjunum síðastliðna helgi en gleðigangan var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. View this post on Instagram A post shared by Gaye Magazine® (@gayemagazine) Khalid var stærsta tónlistaratriði kvöldsins á sunnudaginn og var kraftmikill og tilfinningaríkur á sviðinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram á Pride. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti á Pride. Þið eruð að kalla fram sterkar tilfinningar hjá mér,“ sagði Khalid við áhorfendur og bætti við: „Mig langaði að þakka ykkur öllum innilega fyrir að taka svona vel á móti mér og styðja mig. Það er algjörlega ómetanlegt fyrir mig og gerir mig svo hamingjusamann. Mér líður eins og ég sé kominn heim hér á þessu sviði.“ View this post on Instagram A post shared by Khalid (@thegr8khalid) Khalid birti sömuleiðis færslu á Instagram síðu sinni þar sem hann skrifar: „Mér finnst ég séður. Mér finnst ég samþykktur. Takk fyrir PRIDE.“
Hinsegin Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira