„Ég hata að tapa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2025 21:22 Fyrirliðinn fékk gult spjald í kvöld. Liam McBurney/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson, sem bar fyrirliðaband íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kvöld, var að vonum svekktur eftir 1-0 tap liðsins gegn Norður-Írum í Belfast í kvöld. „Ég er bara pirraður. Ég hata að tapa, og sérstaklega svona þar sem mér finnst við vera miklu betri. Ég er bara pirraður og svekktur,“ sagði Hákon í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segist ekki hafa skýringar á því hvað fór úrskeiðis eftir annars góða byrjun íslenska liðsins í kvöld. „Ég veit ekki alveg hvað gerist. Við hættum að spila bara. Við höldum vel í boltann í byrjun og gáfum þeim ekki neitt. Við erum að vinna boltann mjög ofarlega, en gerum ekki nógi mikið úr því. Ég fæ eitt dauðafæri, en þetta eru bara einhver mistök sem við gerum og leyfum þeim að koma inn í leikinn. Þá koma áhorfendur með þeim og þeir ná upp smá mómentum. Svo kemur þetta skítamark og ég held að þetta hafi bara verið lélegt hjá okkur. Við hættum að halda boltanum og ég held að það hafi verið aðalástæðan.“ Íslenska liðið lék síðasta hálftíma leiksins manni fleiri eftir að Brodie Spencer braut á Hákoni, sem var svo gott sem sloppinn einn í gegn. Heimamenn voru ósammála dómnum, en Hákon er fullviss um að brotið hafi verið á sér. „Hann hakkar hérna í mig og ég er að drepast í hælnum. Ef þú skoðar myndbandið þá er þetta alltaf rautt spjald.“ Í kjölfarið bauluðu norður-írsku stuðningsmennirnir svo hressilega á Hákon í hvert skipti sem hann fékk boltann, en hann lét það þó ekki á sig fá. „Maður er orðinn vanur þessu. Þetta hefur gerst áður þannig það hafði ekki áhrif á mig. Það var svosem alveg skiljanlegt, en þegar þeir sjá þetta í sjónvarpinu sjá þeir að þetta var hárrétt hjá dómaranum.“ Þá hefur Hákon einfalda skýringu á því hvað vantaði upp á hjá íslenska liðinu í leik kvöldsins. „Bara klára færin. Við vorum kannski ekki nógu góðir á seinni boltanum eins og við vorum á móti Skotum þar sem við vorum geggjaði í seinni boltanum. Landsleikir þar sem hitt liðið er bara að kýla fram snúast um að vinna seinni boltana og að klára færin.“ Hann segir einnig að það hafi verið jákvætt að sjá íslenska liðið skapa sér fleiri færi úr opnum leik. „Við búim til fleiri færi. Ég fæ dauðafæri þar sem við vinnum boltann ofarlega. Kristian fær fína stöðu og svo erum við hættulegir í föstum leikatriðum. Þeir bjarga einu sinni á línu og svo var þarna kaós í endan sem dettur einmitt fyrir þá.“ „Mér fannst þetta betra en á móti Skotunum, jafnvel þó við skorum ekki. Þar vorum við bara ógeðslega „clinical“ en ekki í dag.“ Að lokum segir Hákon að íslenska liðið geti klárlega byggt á ýmsu úr leik kvöldsins. „Alvaran byrjar í haust og við þurfum bara að skoða hvað það er sem við þurfum að bæta. Fyrsti leikur á móti Asebaídsjan heima og við verðum að vinna það ef við ætlum að gera eitthvað í þessari keppni.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Sjá meira
„Ég er bara pirraður. Ég hata að tapa, og sérstaklega svona þar sem mér finnst við vera miklu betri. Ég er bara pirraður og svekktur,“ sagði Hákon í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. Hann segist ekki hafa skýringar á því hvað fór úrskeiðis eftir annars góða byrjun íslenska liðsins í kvöld. „Ég veit ekki alveg hvað gerist. Við hættum að spila bara. Við höldum vel í boltann í byrjun og gáfum þeim ekki neitt. Við erum að vinna boltann mjög ofarlega, en gerum ekki nógi mikið úr því. Ég fæ eitt dauðafæri, en þetta eru bara einhver mistök sem við gerum og leyfum þeim að koma inn í leikinn. Þá koma áhorfendur með þeim og þeir ná upp smá mómentum. Svo kemur þetta skítamark og ég held að þetta hafi bara verið lélegt hjá okkur. Við hættum að halda boltanum og ég held að það hafi verið aðalástæðan.“ Íslenska liðið lék síðasta hálftíma leiksins manni fleiri eftir að Brodie Spencer braut á Hákoni, sem var svo gott sem sloppinn einn í gegn. Heimamenn voru ósammála dómnum, en Hákon er fullviss um að brotið hafi verið á sér. „Hann hakkar hérna í mig og ég er að drepast í hælnum. Ef þú skoðar myndbandið þá er þetta alltaf rautt spjald.“ Í kjölfarið bauluðu norður-írsku stuðningsmennirnir svo hressilega á Hákon í hvert skipti sem hann fékk boltann, en hann lét það þó ekki á sig fá. „Maður er orðinn vanur þessu. Þetta hefur gerst áður þannig það hafði ekki áhrif á mig. Það var svosem alveg skiljanlegt, en þegar þeir sjá þetta í sjónvarpinu sjá þeir að þetta var hárrétt hjá dómaranum.“ Þá hefur Hákon einfalda skýringu á því hvað vantaði upp á hjá íslenska liðinu í leik kvöldsins. „Bara klára færin. Við vorum kannski ekki nógu góðir á seinni boltanum eins og við vorum á móti Skotum þar sem við vorum geggjaði í seinni boltanum. Landsleikir þar sem hitt liðið er bara að kýla fram snúast um að vinna seinni boltana og að klára færin.“ Hann segir einnig að það hafi verið jákvætt að sjá íslenska liðið skapa sér fleiri færi úr opnum leik. „Við búim til fleiri færi. Ég fæ dauðafæri þar sem við vinnum boltann ofarlega. Kristian fær fína stöðu og svo erum við hættulegir í föstum leikatriðum. Þeir bjarga einu sinni á línu og svo var þarna kaós í endan sem dettur einmitt fyrir þá.“ „Mér fannst þetta betra en á móti Skotunum, jafnvel þó við skorum ekki. Þar vorum við bara ógeðslega „clinical“ en ekki í dag.“ Að lokum segir Hákon að íslenska liðið geti klárlega byggt á ýmsu úr leik kvöldsins. „Alvaran byrjar í haust og við þurfum bara að skoða hvað það er sem við þurfum að bæta. Fyrsti leikur á móti Asebaídsjan heima og við verðum að vinna það ef við ætlum að gera eitthvað í þessari keppni.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Sjá meira