„Heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2025 21:12 Sverrir Ingi í leik kvöldsins. Ramsey Cardy/Getty Images „Það eru bara vonbrigði að tapa því við áttum alls ekki að tapa þessum leik,“ sagði Sverrir Ingi Ingason eftir 1-0 tap Íslands gegn Norður-Írum í kvöld. „Við fengum færi til þess að skora, en vorum bara ekki nógu „ruthless.“ Það er það sem skildi á milli í dag. Við gefum þeim mark svona aðeins gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik og missum aðeins tökin eftir það. Síðan erum við orðnir manni fleiri en þeir bjarga á línu og þetta var bara þannig dagur. Við þurftum bara að vera meira „ruthless“ til að setja boltann yfir línuna, því við áttum að vinna þennan leik.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega og hafði fína stjórn á hlutunum fyrstu tuttugu mínúturnar, án þess þó að ná að skapa sér alvöru færi. „Við bara töpum bolatnum á slæmum stað og þeir skora upp úr því. Við vinnum boltann á svipuðum stað í fyrri hálfleik. Hákon vinnur boltann, en það vantaði bara þessi extra gæði fyrir framan markið til að skora. Mörk breyta leikjum og ef við hefðum skorað í seinni hálfleik þá hefðum við kannski fengið aðeins meira „momentum“ og hefðum þá kannski getað farið og sótt seinna markið. En svo fór sem fór.“ Sverrir segist hins vegar vera nokkuð sáttur með spilamennsku liðsins, þrátt fyrir tapið. „Þetta var bara allt í lagi. Við héldum vel í strúktúrinn í fyrri hálfleik þar sem við vorum að ná að hreyfa boltann. Við erum með tök á leiknum þó við séum kannski ekki að ná að skapa okkur nógu mikið. Við fáum kannski besta færið þegar Hákon vinnur boltann á meðan við erum í hápressunni. Við þurfum að koma okkur í betri stöður, sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins og fá eitthvað meira út úr því að hafa boltann í þennan tíma. Í seinni hálfleik koma fleiri fyrirgjafir og það vantar bara hársbreidd.“ Þá segir hann leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja eftir góðum sigri gegn Skotum í síðustu viku. „Jú, klárlega. Við vorum náttúrulega að reyna að vinna leikinn. Við erum að reyna að þróa okkar leik í hvert einasta skipti þannig að þetta eru auðvitað vonbrigði. Við vitum samt að heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað þessum leik. Alvaran byrjar í haust.“ „En við fengum fullt af svörum í dag. Svörum um hvað við eigum ekki að gera, hvað við getum gert betur og hvað við gerðum vel líka. Nú byrjar alvaran í september þannig við þurfum bara að vera klárir. Nú er þetta í okkar höndum.“ „Ég sé alveg stígandann í hópnum og mér finnst það sem við erum að reyna að gera vera að virka fyrir hópinn. Við erum bara að spila fjórða leikinn núna og fimmti leikurinn er eins og úrslitaleikur. Við verðum klárir þá,“ sagði Sverrir að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
„Við fengum færi til þess að skora, en vorum bara ekki nógu „ruthless.“ Það er það sem skildi á milli í dag. Við gefum þeim mark svona aðeins gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik og missum aðeins tökin eftir það. Síðan erum við orðnir manni fleiri en þeir bjarga á línu og þetta var bara þannig dagur. Við þurftum bara að vera meira „ruthless“ til að setja boltann yfir línuna, því við áttum að vinna þennan leik.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega og hafði fína stjórn á hlutunum fyrstu tuttugu mínúturnar, án þess þó að ná að skapa sér alvöru færi. „Við bara töpum bolatnum á slæmum stað og þeir skora upp úr því. Við vinnum boltann á svipuðum stað í fyrri hálfleik. Hákon vinnur boltann, en það vantaði bara þessi extra gæði fyrir framan markið til að skora. Mörk breyta leikjum og ef við hefðum skorað í seinni hálfleik þá hefðum við kannski fengið aðeins meira „momentum“ og hefðum þá kannski getað farið og sótt seinna markið. En svo fór sem fór.“ Sverrir segist hins vegar vera nokkuð sáttur með spilamennsku liðsins, þrátt fyrir tapið. „Þetta var bara allt í lagi. Við héldum vel í strúktúrinn í fyrri hálfleik þar sem við vorum að ná að hreyfa boltann. Við erum með tök á leiknum þó við séum kannski ekki að ná að skapa okkur nógu mikið. Við fáum kannski besta færið þegar Hákon vinnur boltann á meðan við erum í hápressunni. Við þurfum að koma okkur í betri stöður, sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins og fá eitthvað meira út úr því að hafa boltann í þennan tíma. Í seinni hálfleik koma fleiri fyrirgjafir og það vantar bara hársbreidd.“ Þá segir hann leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja eftir góðum sigri gegn Skotum í síðustu viku. „Jú, klárlega. Við vorum náttúrulega að reyna að vinna leikinn. Við erum að reyna að þróa okkar leik í hvert einasta skipti þannig að þetta eru auðvitað vonbrigði. Við vitum samt að heimurinn er ekkert að farast þó við höfum tapað þessum leik. Alvaran byrjar í haust.“ „En við fengum fullt af svörum í dag. Svörum um hvað við eigum ekki að gera, hvað við getum gert betur og hvað við gerðum vel líka. Nú byrjar alvaran í september þannig við þurfum bara að vera klárir. Nú er þetta í okkar höndum.“ „Ég sé alveg stígandann í hópnum og mér finnst það sem við erum að reyna að gera vera að virka fyrir hópinn. Við erum bara að spila fjórða leikinn núna og fimmti leikurinn er eins og úrslitaleikur. Við verðum klárir þá,“ sagði Sverrir að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira