Byrjunarlið Íslands: Arnar gerir fimm breytingar Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júní 2025 17:31 Logi Tómasson fær sæti í byrjunarliðinu. Getty/Mike Egerton Arnar Gunnlaugsson gerir fimm breytingar á byrjunarliði Íslands frá 3-1 sigri á Skotlandi á föstudag fyrir leik kvöldsins við Norður-Írland. Ísland mætir Norður-Írlandi í æfingaleik klukkan 18:45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Karlalandsliðið í fótbolta vann góðan sigur á Hampden Park á föstudagskvöldið var. Nokkrir óvæntir hlutir blöstu við í byrjunarliði Íslands þar, til að mynda að þeir Elías Rafn Ólafsson og Hörður Björgvin Magnússon væru í liðinu. Elías átti stórleik en Hörður gat ekki spilað meira en 45 mínútur, eðlilega, eftir langa baráttu við meiðsli síðustu tvö árin. Báðir víkja þeir í dag. Hákon Rafn Valdimarsson stendur milli stanga íslenska marksins, en Arnar hafði þegar greint frá því í aðdraganda leiks að Hákon myndi vera í markinu. Hörður Björgvin víkur úr vörninni sem og Mikael Egill Ellertsson sem var í vinstri bakverði. Daníel Leó Grétarsson er í miðverði og Logi Tómasson í bakverði. Þeir Guðlaugur Victor Pálsson og Sverrir Ingi Ingason byrja með þeim í vörninni, þrátt fyrir að hafa báðir meiðst lítillega á föstudag. Arnar gerir einnig tvær breytingar á miðjunni, þeir Willum Þór Willumsson og Arnór Ingvi Traustason, sem komu inn á miðjuna í seinni hálfleik í Glasgow, byrja báðir í kvöld á kostnað Skagamannanna Ísaks Bergmann Jóhannessonar og Stefáns Teits Þórðarsonar. Fremstu fjórar stöðurnar eru óbreyttar. Þær manna Jón Dagur Þorsteinsson, Albert Guðmundsson, fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson og Andri Lucas Guðjohnsen er frammi. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Hákon Rafn Valdimarsson Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðvörður: Sverrir Ingi Ingason Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Vinstri bakvörður: Logi Tómasson Hægri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Miðjumaður: Arnór Ingvi Traustason Miðjumaður: Willum Þór Willumsson Vinstri kantmaður: Hákon Arnar Haraldsson (fyrirliði) Sóknartengiliður: Albert Guðmundsson Sóknarmaður: Andri Lucas Guðjohnsen Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira
Ísland mætir Norður-Írlandi í æfingaleik klukkan 18:45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Karlalandsliðið í fótbolta vann góðan sigur á Hampden Park á föstudagskvöldið var. Nokkrir óvæntir hlutir blöstu við í byrjunarliði Íslands þar, til að mynda að þeir Elías Rafn Ólafsson og Hörður Björgvin Magnússon væru í liðinu. Elías átti stórleik en Hörður gat ekki spilað meira en 45 mínútur, eðlilega, eftir langa baráttu við meiðsli síðustu tvö árin. Báðir víkja þeir í dag. Hákon Rafn Valdimarsson stendur milli stanga íslenska marksins, en Arnar hafði þegar greint frá því í aðdraganda leiks að Hákon myndi vera í markinu. Hörður Björgvin víkur úr vörninni sem og Mikael Egill Ellertsson sem var í vinstri bakverði. Daníel Leó Grétarsson er í miðverði og Logi Tómasson í bakverði. Þeir Guðlaugur Victor Pálsson og Sverrir Ingi Ingason byrja með þeim í vörninni, þrátt fyrir að hafa báðir meiðst lítillega á föstudag. Arnar gerir einnig tvær breytingar á miðjunni, þeir Willum Þór Willumsson og Arnór Ingvi Traustason, sem komu inn á miðjuna í seinni hálfleik í Glasgow, byrja báðir í kvöld á kostnað Skagamannanna Ísaks Bergmann Jóhannessonar og Stefáns Teits Þórðarsonar. Fremstu fjórar stöðurnar eru óbreyttar. Þær manna Jón Dagur Þorsteinsson, Albert Guðmundsson, fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson og Andri Lucas Guðjohnsen er frammi. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Hákon Rafn Valdimarsson Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðvörður: Sverrir Ingi Ingason Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson Vinstri bakvörður: Logi Tómasson Hægri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Miðjumaður: Arnór Ingvi Traustason Miðjumaður: Willum Þór Willumsson Vinstri kantmaður: Hákon Arnar Haraldsson (fyrirliði) Sóknartengiliður: Albert Guðmundsson Sóknarmaður: Andri Lucas Guðjohnsen
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira