Guðrún spyr um há laun æðstu ráðamanna Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2025 14:09 Guðrún rifjaði upp umræðu sem Kristrún tók þátt í fyrir tveimur árum og sneri að afar háum launum æðstu embættismanna, en nú hins vegar léti hún sem ekkert væri. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins steig í pontu í dagskrárliðnum Óundirbúnar fyrirspurnir og spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í nýlegar launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins, um 5,6 prósent. „Nú eru liðin tvö ár síðan hæstvirtur forsætisráðherra gagnrýndi harðlega laun æðstu embættismanna og dómara,“ sagði Guðrún. Og hún hélt áfram að vitna til orða Kristrúnar, þá í stjórnarandstöðu, að þetta væru kolröng skilaboð að senda vinnumarkaðinum. „Stór orð og sönn sem spegluðu réttlætiskennd og almenna skynsemi,“ sagði Guðrún. Hvers vegna vill ríkisstjórnin halda í 5,6 prósenta hækkun launa? Nú standi hins vegar Kristrún frammi fyrir sömu spurningu, hvort vert sé að láta laun æðstu embættismanna hækka um 5,6 prósent meðan laun hækka um rétt rúm þrjú prósent. Nú grafi ríkisstjórnin hins vegar undan þeirri ábyrgð sem stjórnvöld segist vilja sýna í orði og verki. Guðrún sagði ríkisstjórnina tala fjálglega fyrir aðhald en þegar þeirra eigin persónulegu hagsmunir væru undir þá heyrðist lítið.vísir/vilhelm „Af hverju ákvað ríkisstjórnin að halda í þessa 5,6 prósenta vinnumarkaði. Hver á að sýna aðhald ef stjórnvöld vilja það ekki sjálf?“ Kristrún sagðist í svari muna vel eftir þeirri umræðu sem Guðrún vísaði til. Og að formenn þingflokka hafi þá komið saman og rætt þá stöðu sem kemur upp á hverju einasta ári. Kristrún sagði að ekki hafi þá verið ráðist í að fara í kerfisbreytingu til lengri tíma. Hún sagði að við gætum ekki verið í skammtímainngripum í hvert og eitt einasta skipti sem þetta kemur upp. „Breytt þessu og fundið fyrirkomulag. Hvort það eru 3,5 prósent um aldur og ævi, veit ég ekki. Ég ætla ekki að fara að kýta um það,“ sagði Kristrún og benti á að í útreikningum komi allskonar vísitölur upp. Launahækkanir snúa ekki bara að stjórnvöldum „Finnst mér gott að það sé að skila meiri prónsentu en almenna viðmiðið segir til um. Nei. En þetta snýst ekki bara um okkar laun heldur dómara, lögreglustjóra, saksóknara,“ sagði Kristrún og að það hafi í gegnum tíðina reynst erfitt þegar stjórnvöld grípa inn í slíkar launahækkanir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra bauð minnihlutanum í þá vegferð að breyta þessu svo ekki kæmi til handstýringa á hverju einasta ári.vísir/vilhelm Guðrún endurtók spurninguna og vildi meina að það væri takturinn í ríkisstjórninni, að vilja hófsemd nema þegar kæmi að eigin persónulegum hagsmunum. Hvers vegna ekki núna? Kristrún sagði að fyrir tveimur árum hafi landið verið í annarri stöðu. „Almenningur hefði kannski haldið að þá yrði farið kerfislægt í breytingar á þessu.“ En það var ekki gert og Kristrún sagði að ekki gengi að fara í að handstýra þessu á hverju ári. Hún bauð minnihlutanum á þingi að koma með í þá vegferð að breyta þessu svo dygði. Eru svör hennar að verulegu leyti í samræmi við það sem hún sagði í viðtali við fréttastofu á föstudaginn: Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
„Nú eru liðin tvö ár síðan hæstvirtur forsætisráðherra gagnrýndi harðlega laun æðstu embættismanna og dómara,“ sagði Guðrún. Og hún hélt áfram að vitna til orða Kristrúnar, þá í stjórnarandstöðu, að þetta væru kolröng skilaboð að senda vinnumarkaðinum. „Stór orð og sönn sem spegluðu réttlætiskennd og almenna skynsemi,“ sagði Guðrún. Hvers vegna vill ríkisstjórnin halda í 5,6 prósenta hækkun launa? Nú standi hins vegar Kristrún frammi fyrir sömu spurningu, hvort vert sé að láta laun æðstu embættismanna hækka um 5,6 prósent meðan laun hækka um rétt rúm þrjú prósent. Nú grafi ríkisstjórnin hins vegar undan þeirri ábyrgð sem stjórnvöld segist vilja sýna í orði og verki. Guðrún sagði ríkisstjórnina tala fjálglega fyrir aðhald en þegar þeirra eigin persónulegu hagsmunir væru undir þá heyrðist lítið.vísir/vilhelm „Af hverju ákvað ríkisstjórnin að halda í þessa 5,6 prósenta vinnumarkaði. Hver á að sýna aðhald ef stjórnvöld vilja það ekki sjálf?“ Kristrún sagðist í svari muna vel eftir þeirri umræðu sem Guðrún vísaði til. Og að formenn þingflokka hafi þá komið saman og rætt þá stöðu sem kemur upp á hverju einasta ári. Kristrún sagði að ekki hafi þá verið ráðist í að fara í kerfisbreytingu til lengri tíma. Hún sagði að við gætum ekki verið í skammtímainngripum í hvert og eitt einasta skipti sem þetta kemur upp. „Breytt þessu og fundið fyrirkomulag. Hvort það eru 3,5 prósent um aldur og ævi, veit ég ekki. Ég ætla ekki að fara að kýta um það,“ sagði Kristrún og benti á að í útreikningum komi allskonar vísitölur upp. Launahækkanir snúa ekki bara að stjórnvöldum „Finnst mér gott að það sé að skila meiri prónsentu en almenna viðmiðið segir til um. Nei. En þetta snýst ekki bara um okkar laun heldur dómara, lögreglustjóra, saksóknara,“ sagði Kristrún og að það hafi í gegnum tíðina reynst erfitt þegar stjórnvöld grípa inn í slíkar launahækkanir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra bauð minnihlutanum í þá vegferð að breyta þessu svo ekki kæmi til handstýringa á hverju einasta ári.vísir/vilhelm Guðrún endurtók spurninguna og vildi meina að það væri takturinn í ríkisstjórninni, að vilja hófsemd nema þegar kæmi að eigin persónulegum hagsmunum. Hvers vegna ekki núna? Kristrún sagði að fyrir tveimur árum hafi landið verið í annarri stöðu. „Almenningur hefði kannski haldið að þá yrði farið kerfislægt í breytingar á þessu.“ En það var ekki gert og Kristrún sagði að ekki gengi að fara í að handstýra þessu á hverju ári. Hún bauð minnihlutanum á þingi að koma með í þá vegferð að breyta þessu svo dygði. Eru svör hennar að verulegu leyti í samræmi við það sem hún sagði í viðtali við fréttastofu á föstudaginn:
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira