Guðrún spyr um há laun æðstu ráðamanna Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2025 14:09 Guðrún rifjaði upp umræðu sem Kristrún tók þátt í fyrir tveimur árum og sneri að afar háum launum æðstu embættismanna, en nú hins vegar léti hún sem ekkert væri. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins steig í pontu í dagskrárliðnum Óundirbúnar fyrirspurnir og spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í nýlegar launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins, um 5,6 prósent. „Nú eru liðin tvö ár síðan hæstvirtur forsætisráðherra gagnrýndi harðlega laun æðstu embættismanna og dómara,“ sagði Guðrún. Og hún hélt áfram að vitna til orða Kristrúnar, þá í stjórnarandstöðu, að þetta væru kolröng skilaboð að senda vinnumarkaðinum. „Stór orð og sönn sem spegluðu réttlætiskennd og almenna skynsemi,“ sagði Guðrún. Hvers vegna vill ríkisstjórnin halda í 5,6 prósenta hækkun launa? Nú standi hins vegar Kristrún frammi fyrir sömu spurningu, hvort vert sé að láta laun æðstu embættismanna hækka um 5,6 prósent meðan laun hækka um rétt rúm þrjú prósent. Nú grafi ríkisstjórnin hins vegar undan þeirri ábyrgð sem stjórnvöld segist vilja sýna í orði og verki. Guðrún sagði ríkisstjórnina tala fjálglega fyrir aðhald en þegar þeirra eigin persónulegu hagsmunir væru undir þá heyrðist lítið.vísir/vilhelm „Af hverju ákvað ríkisstjórnin að halda í þessa 5,6 prósenta vinnumarkaði. Hver á að sýna aðhald ef stjórnvöld vilja það ekki sjálf?“ Kristrún sagðist í svari muna vel eftir þeirri umræðu sem Guðrún vísaði til. Og að formenn þingflokka hafi þá komið saman og rætt þá stöðu sem kemur upp á hverju einasta ári. Kristrún sagði að ekki hafi þá verið ráðist í að fara í kerfisbreytingu til lengri tíma. Hún sagði að við gætum ekki verið í skammtímainngripum í hvert og eitt einasta skipti sem þetta kemur upp. „Breytt þessu og fundið fyrirkomulag. Hvort það eru 3,5 prósent um aldur og ævi, veit ég ekki. Ég ætla ekki að fara að kýta um það,“ sagði Kristrún og benti á að í útreikningum komi allskonar vísitölur upp. Launahækkanir snúa ekki bara að stjórnvöldum „Finnst mér gott að það sé að skila meiri prónsentu en almenna viðmiðið segir til um. Nei. En þetta snýst ekki bara um okkar laun heldur dómara, lögreglustjóra, saksóknara,“ sagði Kristrún og að það hafi í gegnum tíðina reynst erfitt þegar stjórnvöld grípa inn í slíkar launahækkanir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra bauð minnihlutanum í þá vegferð að breyta þessu svo ekki kæmi til handstýringa á hverju einasta ári.vísir/vilhelm Guðrún endurtók spurninguna og vildi meina að það væri takturinn í ríkisstjórninni, að vilja hófsemd nema þegar kæmi að eigin persónulegum hagsmunum. Hvers vegna ekki núna? Kristrún sagði að fyrir tveimur árum hafi landið verið í annarri stöðu. „Almenningur hefði kannski haldið að þá yrði farið kerfislægt í breytingar á þessu.“ En það var ekki gert og Kristrún sagði að ekki gengi að fara í að handstýra þessu á hverju ári. Hún bauð minnihlutanum á þingi að koma með í þá vegferð að breyta þessu svo dygði. Eru svör hennar að verulegu leyti í samræmi við það sem hún sagði í viðtali við fréttastofu á föstudaginn: Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Kjaramál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
„Nú eru liðin tvö ár síðan hæstvirtur forsætisráðherra gagnrýndi harðlega laun æðstu embættismanna og dómara,“ sagði Guðrún. Og hún hélt áfram að vitna til orða Kristrúnar, þá í stjórnarandstöðu, að þetta væru kolröng skilaboð að senda vinnumarkaðinum. „Stór orð og sönn sem spegluðu réttlætiskennd og almenna skynsemi,“ sagði Guðrún. Hvers vegna vill ríkisstjórnin halda í 5,6 prósenta hækkun launa? Nú standi hins vegar Kristrún frammi fyrir sömu spurningu, hvort vert sé að láta laun æðstu embættismanna hækka um 5,6 prósent meðan laun hækka um rétt rúm þrjú prósent. Nú grafi ríkisstjórnin hins vegar undan þeirri ábyrgð sem stjórnvöld segist vilja sýna í orði og verki. Guðrún sagði ríkisstjórnina tala fjálglega fyrir aðhald en þegar þeirra eigin persónulegu hagsmunir væru undir þá heyrðist lítið.vísir/vilhelm „Af hverju ákvað ríkisstjórnin að halda í þessa 5,6 prósenta vinnumarkaði. Hver á að sýna aðhald ef stjórnvöld vilja það ekki sjálf?“ Kristrún sagðist í svari muna vel eftir þeirri umræðu sem Guðrún vísaði til. Og að formenn þingflokka hafi þá komið saman og rætt þá stöðu sem kemur upp á hverju einasta ári. Kristrún sagði að ekki hafi þá verið ráðist í að fara í kerfisbreytingu til lengri tíma. Hún sagði að við gætum ekki verið í skammtímainngripum í hvert og eitt einasta skipti sem þetta kemur upp. „Breytt þessu og fundið fyrirkomulag. Hvort það eru 3,5 prósent um aldur og ævi, veit ég ekki. Ég ætla ekki að fara að kýta um það,“ sagði Kristrún og benti á að í útreikningum komi allskonar vísitölur upp. Launahækkanir snúa ekki bara að stjórnvöldum „Finnst mér gott að það sé að skila meiri prónsentu en almenna viðmiðið segir til um. Nei. En þetta snýst ekki bara um okkar laun heldur dómara, lögreglustjóra, saksóknara,“ sagði Kristrún og að það hafi í gegnum tíðina reynst erfitt þegar stjórnvöld grípa inn í slíkar launahækkanir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra bauð minnihlutanum í þá vegferð að breyta þessu svo ekki kæmi til handstýringa á hverju einasta ári.vísir/vilhelm Guðrún endurtók spurninguna og vildi meina að það væri takturinn í ríkisstjórninni, að vilja hófsemd nema þegar kæmi að eigin persónulegum hagsmunum. Hvers vegna ekki núna? Kristrún sagði að fyrir tveimur árum hafi landið verið í annarri stöðu. „Almenningur hefði kannski haldið að þá yrði farið kerfislægt í breytingar á þessu.“ En það var ekki gert og Kristrún sagði að ekki gengi að fara í að handstýra þessu á hverju ári. Hún bauð minnihlutanum á þingi að koma með í þá vegferð að breyta þessu svo dygði. Eru svör hennar að verulegu leyti í samræmi við það sem hún sagði í viðtali við fréttastofu á föstudaginn:
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Kjaramál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira