Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 09:02 Andrea Bergsdóttir hefur verið einu höggi frá sigurvegaranum á tveimur síðustu mótum LET Access mótaraðarinnar. Getty/Patrick Bolger Andrea Bergsdóttir hefur verið að gera frábæra hluti á LET Access mótaröðinni í golfi, næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu, og hreinlega flogið upp stigalista mótaraðarinnar. Hún jafnaði besta árangur Íslendings um helgina. Andrea hefur á tveimur mótum í röð verið afar nálægt sigri og er núna komin upp í 9. sæti á stigalistanum, úr 55. sæti. Efstu sjö kylfingarnir tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili og ljóst að Andrea er núna komin af fullum þunga í baráttu um þessi sjö sæti. Andrea hafnaði í þriðja sæti á Montauban mótinu í Frakklandi um helgina og jafnaði þar með besta árangur Íslendings á mótaröðinni því Valdís Þóra Jónsdóttir náði einnig þriðja sæti á móti árið 2016. Andrea var aðeins einu höggi frá efstu tveimur kylfingunum; Reina Fujikawa frá Japan og Amalie Leth-Nissen frá Danmörku. Hún lék hringina þrjá samtals á -6 höggum og fékk 3.375 evrur fyrir að ná 3. sætinu, eða tæplega hálfa milljón króna. View this post on Instagram A post shared by Andrea Bergsdóttir (@andreabergsdottir) Andrea hafði áður náð 4. sæti á á Santander Golf Tour mótinu í lok maí og var þá einnig aðeins einu höggi frá efstu kylfingum. „Tvær vikur í röð vantaði eitt högg upp á en leikurinn er að batna og gaman að vera aftur í baráttunn! Núna tekur við tími heima til að hvílast og hlaða batteríin,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. Samkvæmt síðu LET Access mótaraðarinnar er Andrea næst skráð á mót í Svíþjóð sem fram fer 25.-28. júní. Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Andrea hefur á tveimur mótum í röð verið afar nálægt sigri og er núna komin upp í 9. sæti á stigalistanum, úr 55. sæti. Efstu sjö kylfingarnir tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili og ljóst að Andrea er núna komin af fullum þunga í baráttu um þessi sjö sæti. Andrea hafnaði í þriðja sæti á Montauban mótinu í Frakklandi um helgina og jafnaði þar með besta árangur Íslendings á mótaröðinni því Valdís Þóra Jónsdóttir náði einnig þriðja sæti á móti árið 2016. Andrea var aðeins einu höggi frá efstu tveimur kylfingunum; Reina Fujikawa frá Japan og Amalie Leth-Nissen frá Danmörku. Hún lék hringina þrjá samtals á -6 höggum og fékk 3.375 evrur fyrir að ná 3. sætinu, eða tæplega hálfa milljón króna. View this post on Instagram A post shared by Andrea Bergsdóttir (@andreabergsdottir) Andrea hafði áður náð 4. sæti á á Santander Golf Tour mótinu í lok maí og var þá einnig aðeins einu höggi frá efstu kylfingum. „Tvær vikur í röð vantaði eitt högg upp á en leikurinn er að batna og gaman að vera aftur í baráttunn! Núna tekur við tími heima til að hvílast og hlaða batteríin,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. Samkvæmt síðu LET Access mótaraðarinnar er Andrea næst skráð á mót í Svíþjóð sem fram fer 25.-28. júní.
Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira