Næstum því ótrúleg endurkoma Wales í Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 20:54 Kevin De Bruyne og Romelu Lukaku skiluðu sínu í sóknarleiknum. EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Wales kom næstum því til baka eftir að lenda 3-0 undir í Belgíu þegar þjóðirnar mættust í undankeppni HM karla í knattspyrnu. Þá bjargaði norski framherjinn Erling Haaland sínum mönnum í Eistlandi á meðan Færeyjar unnu endurkomusigur á Gíbraltar. Undankeppni fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjunum næsta sumar er komið á fulla ferð þrátt fyrir að Ísland hafi ekki enn hafið leik. Nokkrir leikir fóru fram í kvöld og var nokkuð um áhugaverð úrslit. Í Belgíu var Wales í heimsókn og þegar hálftími var liðinn stefndi í stórsigur heimamanna, staðan 3-0 og allt í blóma þökk sé mörkum Romelu Lukaku, Youri Tielemans og Jérémy Doku. 🇧🇪 Belgium are flying 🔥International goal number 89 for Romelu Lukaku 🤯#WCQ pic.twitter.com/AEaArsZt8q— UEFA EURO (@UEFAEURO) June 9, 2025 Harry Wilson minnkaði muninn með marki af vítapunktinum þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Það mark gaf gestunum aukna trú og Wilson lagði upp annað mark Wales sem Sorba Thomas skoraði snemma í síðari hálfleik. Brennan Johnson fullkomnaði svo endurkomuna með jöfnunarmarki þegar tuttugu mínútur lifðu leiks eftir undirbúning Thomas. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka lagði Doku boltann á Lukaku sem skoraði með skoti sem fór af varnarmanni gestanna. Staðan orðin 4-3, eða hvað? Í miðjum fagnaðarlátum Belga kom í ljós að myndbandsdómari leiksins ætlaði sér að skoða markið nánar. Á endanum var markið dæmt af og staðan því enn 3-3. Þetta sló hins vegar ekki Belgana af laginu og þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma steig Kevin De Bruyne upp og skilaði knettinum í netið eftir fyrirgjöf Tielemans. Sigurmarkinu fagnað.EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Staðan aftur orðin 4-3 og nú stóð markið. Reyndust það lokatölur í þessum stórskemmtilega leik. Belgía er með 4 stig í 3. sæti J-riðils að loknum tveimur leikjum á meðan Wales er sæti ofar með 7 stig eftir að hafa spilað 4 leiki. Í Eistlandi vann Noregur 1-0 útisigur þökk sé markamaskínunni Haaland. Hann hefur nú skorað 42 mörk í 43 A-landsleikjum fyrir Noreg. Óstöðvandi.EPA-EFE/TOMS KALNINS Noregur er áfram með fullt hús stiga í I-riðli að loknum fjórum leikjum. Meðal sigranna er ótrúlegur 3-0 sigur á Ítalíu sem tók á móti Moldóvu í kvöld. Vann Ítalía nokkuð þægilegan 2-0 sigur þökk sé mörkum Giacomo Raspadori og Andrea Cambiaso. Ítalía er því komið á blað með þrjú stig í 3. sæti en hefur aðeins spilað tvo leiki til þessa. 🇮🇹 Unstoppable strike from Raspadori 😮💨#WCQ pic.twitter.com/5hGbitoA7B— UEFA EURO (@UEFAEURO) June 9, 2025 Í Færeyjum kom James Scanlon, 18 ára gamall leikmaður Manchester United, gestunum frá Gíbraltar yfir. Arni Frederiksberg, ein af hetjunum úr Evrópuævintýrum KÍ Klaksvíkur, jafnaði metin og Patrik Johannesen, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur og Breiðabliks, tryggði sigurinn með marki á 86. mínútu. Gunnar Vatnhamar, leikmaður Víkings Reykjavíkur, spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Færeyjum. Brandur Hendriksson, sem lék með FH árin 2018 og 2019 var einnig í byrjunarliðinu. Færeyingar eru nú með þrjú stig að loknum þremur leikjum í L-riðli á meðan Gíbraltar er án stiga. Króatía vann þá 5-1 sigur á Tékklandi og er með 6 stig að loknum tveimur leikjum á meðan Tékkar halda toppsætinu með 9 stig eftir fjóra leiki. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Undankeppni fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjunum næsta sumar er komið á fulla ferð þrátt fyrir að Ísland hafi ekki enn hafið leik. Nokkrir leikir fóru fram í kvöld og var nokkuð um áhugaverð úrslit. Í Belgíu var Wales í heimsókn og þegar hálftími var liðinn stefndi í stórsigur heimamanna, staðan 3-0 og allt í blóma þökk sé mörkum Romelu Lukaku, Youri Tielemans og Jérémy Doku. 🇧🇪 Belgium are flying 🔥International goal number 89 for Romelu Lukaku 🤯#WCQ pic.twitter.com/AEaArsZt8q— UEFA EURO (@UEFAEURO) June 9, 2025 Harry Wilson minnkaði muninn með marki af vítapunktinum þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Það mark gaf gestunum aukna trú og Wilson lagði upp annað mark Wales sem Sorba Thomas skoraði snemma í síðari hálfleik. Brennan Johnson fullkomnaði svo endurkomuna með jöfnunarmarki þegar tuttugu mínútur lifðu leiks eftir undirbúning Thomas. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka lagði Doku boltann á Lukaku sem skoraði með skoti sem fór af varnarmanni gestanna. Staðan orðin 4-3, eða hvað? Í miðjum fagnaðarlátum Belga kom í ljós að myndbandsdómari leiksins ætlaði sér að skoða markið nánar. Á endanum var markið dæmt af og staðan því enn 3-3. Þetta sló hins vegar ekki Belgana af laginu og þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma steig Kevin De Bruyne upp og skilaði knettinum í netið eftir fyrirgjöf Tielemans. Sigurmarkinu fagnað.EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Staðan aftur orðin 4-3 og nú stóð markið. Reyndust það lokatölur í þessum stórskemmtilega leik. Belgía er með 4 stig í 3. sæti J-riðils að loknum tveimur leikjum á meðan Wales er sæti ofar með 7 stig eftir að hafa spilað 4 leiki. Í Eistlandi vann Noregur 1-0 útisigur þökk sé markamaskínunni Haaland. Hann hefur nú skorað 42 mörk í 43 A-landsleikjum fyrir Noreg. Óstöðvandi.EPA-EFE/TOMS KALNINS Noregur er áfram með fullt hús stiga í I-riðli að loknum fjórum leikjum. Meðal sigranna er ótrúlegur 3-0 sigur á Ítalíu sem tók á móti Moldóvu í kvöld. Vann Ítalía nokkuð þægilegan 2-0 sigur þökk sé mörkum Giacomo Raspadori og Andrea Cambiaso. Ítalía er því komið á blað með þrjú stig í 3. sæti en hefur aðeins spilað tvo leiki til þessa. 🇮🇹 Unstoppable strike from Raspadori 😮💨#WCQ pic.twitter.com/5hGbitoA7B— UEFA EURO (@UEFAEURO) June 9, 2025 Í Færeyjum kom James Scanlon, 18 ára gamall leikmaður Manchester United, gestunum frá Gíbraltar yfir. Arni Frederiksberg, ein af hetjunum úr Evrópuævintýrum KÍ Klaksvíkur, jafnaði metin og Patrik Johannesen, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur og Breiðabliks, tryggði sigurinn með marki á 86. mínútu. Gunnar Vatnhamar, leikmaður Víkings Reykjavíkur, spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Færeyjum. Brandur Hendriksson, sem lék með FH árin 2018 og 2019 var einnig í byrjunarliðinu. Færeyingar eru nú með þrjú stig að loknum þremur leikjum í L-riðli á meðan Gíbraltar er án stiga. Króatía vann þá 5-1 sigur á Tékklandi og er með 6 stig að loknum tveimur leikjum á meðan Tékkar halda toppsætinu með 9 stig eftir fjóra leiki.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn