Taka húfurnar úr sölu: Harma að „misheppnað grín“ hafi komið illa við fólk Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júní 2025 20:16 Hér má sjá umrædda derhúfu. Björgunarsveitin Þorbjörn Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að taka umdeildar derhúfur sem á stendur „Make Grindavík Great Again“ úr sölu. Félagið harmar umræðuna sem salan á húfunum hefur skapað og segir um misheppnað grín að ræða. Í tilkynningu sem Þorbjörn birtir á Facebook segir að félagið hafi í gegnum tíðina tekið þátt í „ýmiskonar sprelli“ til þess að þjappa björgunarsveitarfólki saman og í þó nokkur skipti gert derhúfur með ýmsu gríni til gamans. Derhúfurnar hafi upphaflega verið búnar til fyrir landsþing Landsbjargar í maí síðastliðnum. Húfurnar eru eftirlíkingar af varningi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti seldi í kosningaherferðum sínum, rauðum derhúfum sem á stendur „Make America Great Again“ í nákvæmlega sama letri. Önnuðu ekki eftirspurn Fram kemur í tilkynningunni að á föstudag hafi verið haldin grillveisla á veitingastaðnum Hvíta Húsinu á Selfossi og fulltrúar sveitarinnar mætt þar með húfurnar. „Samtals voru 25 húfur framleiddar í þetta verkefni og strax um kvöldið kom í ljós að færri fengu en vildu og óhætt að segja að áhuginn á húfunum hafi verið mjög mikill.“ Því hafi verið ákveðið eftir þingið að að panta nokkrar húfur í viðbót fyrir félaga sveitarinnar sem ekki fengu húfur og selja afganginn öðrum Grindvíkingum. Húfurnar hafi verið auglýstar á íbúasíðu Grindvíkinga. „Hér er augljóslega um misheppnað grín að ræða sem þótti gott í þröngum hópi. Allir vita hver staðan er í Grindavík þessa dagana og það hefur þótt gott að hafa húmor fyrir því grafalvarlega ástandi sem þar ríkir. Með þessu gríni var vísað í enduruppbyggingu samfélagsins í Grindavík sem mun vonandi vaxa og dafna á ný,“ segir í tilkynningunni. Þá ítrekar sveitin að húfurnar hafi ekki verið gerðar til að sýna Trump eða hans málum stuðning. „Það var ekki tilgangurinn að valda ólgu né gera okkur sjálf umdeild vegna stjórnmála á erlendri grundu. Stjórnmál, hvar sem þau eru, er ekki hluti af starfi björgunarsveita. Við, björgunarsveitarfólk í Grindavík, hörmum það að það sem við héldum að væri saklaust grín hafi komið illa við fólk og valdið þessari hræðilegu umræðu í okkar garð í dag.“ Loks segir að húfurnar séu ekki lengur í sölu og verði aldrei aftur í sölu hjá björgunarsveitinni. Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveit selur derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík tók upp á setja upp rauðar derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Í stað slagorð forsetans stendur á húfunum „Make Grindavík Great Again.“ 8. júní 2025 19:52 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Í tilkynningu sem Þorbjörn birtir á Facebook segir að félagið hafi í gegnum tíðina tekið þátt í „ýmiskonar sprelli“ til þess að þjappa björgunarsveitarfólki saman og í þó nokkur skipti gert derhúfur með ýmsu gríni til gamans. Derhúfurnar hafi upphaflega verið búnar til fyrir landsþing Landsbjargar í maí síðastliðnum. Húfurnar eru eftirlíkingar af varningi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti seldi í kosningaherferðum sínum, rauðum derhúfum sem á stendur „Make America Great Again“ í nákvæmlega sama letri. Önnuðu ekki eftirspurn Fram kemur í tilkynningunni að á föstudag hafi verið haldin grillveisla á veitingastaðnum Hvíta Húsinu á Selfossi og fulltrúar sveitarinnar mætt þar með húfurnar. „Samtals voru 25 húfur framleiddar í þetta verkefni og strax um kvöldið kom í ljós að færri fengu en vildu og óhætt að segja að áhuginn á húfunum hafi verið mjög mikill.“ Því hafi verið ákveðið eftir þingið að að panta nokkrar húfur í viðbót fyrir félaga sveitarinnar sem ekki fengu húfur og selja afganginn öðrum Grindvíkingum. Húfurnar hafi verið auglýstar á íbúasíðu Grindvíkinga. „Hér er augljóslega um misheppnað grín að ræða sem þótti gott í þröngum hópi. Allir vita hver staðan er í Grindavík þessa dagana og það hefur þótt gott að hafa húmor fyrir því grafalvarlega ástandi sem þar ríkir. Með þessu gríni var vísað í enduruppbyggingu samfélagsins í Grindavík sem mun vonandi vaxa og dafna á ný,“ segir í tilkynningunni. Þá ítrekar sveitin að húfurnar hafi ekki verið gerðar til að sýna Trump eða hans málum stuðning. „Það var ekki tilgangurinn að valda ólgu né gera okkur sjálf umdeild vegna stjórnmála á erlendri grundu. Stjórnmál, hvar sem þau eru, er ekki hluti af starfi björgunarsveita. Við, björgunarsveitarfólk í Grindavík, hörmum það að það sem við héldum að væri saklaust grín hafi komið illa við fólk og valdið þessari hræðilegu umræðu í okkar garð í dag.“ Loks segir að húfurnar séu ekki lengur í sölu og verði aldrei aftur í sölu hjá björgunarsveitinni.
Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveit selur derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík tók upp á setja upp rauðar derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Í stað slagorð forsetans stendur á húfunum „Make Grindavík Great Again.“ 8. júní 2025 19:52 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Björgunarsveit selur derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík tók upp á setja upp rauðar derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Í stað slagorð forsetans stendur á húfunum „Make Grindavík Great Again.“ 8. júní 2025 19:52