Taka húfurnar úr sölu: Harma að „misheppnað grín“ hafi komið illa við fólk Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júní 2025 20:16 Hér má sjá umrædda derhúfu. Björgunarsveitin Þorbjörn Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að taka umdeildar derhúfur sem á stendur „Make Grindavík Great Again“ úr sölu. Félagið harmar umræðuna sem salan á húfunum hefur skapað og segir um misheppnað grín að ræða. Í tilkynningu sem Þorbjörn birtir á Facebook segir að félagið hafi í gegnum tíðina tekið þátt í „ýmiskonar sprelli“ til þess að þjappa björgunarsveitarfólki saman og í þó nokkur skipti gert derhúfur með ýmsu gríni til gamans. Derhúfurnar hafi upphaflega verið búnar til fyrir landsþing Landsbjargar í maí síðastliðnum. Húfurnar eru eftirlíkingar af varningi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti seldi í kosningaherferðum sínum, rauðum derhúfum sem á stendur „Make America Great Again“ í nákvæmlega sama letri. Önnuðu ekki eftirspurn Fram kemur í tilkynningunni að á föstudag hafi verið haldin grillveisla á veitingastaðnum Hvíta Húsinu á Selfossi og fulltrúar sveitarinnar mætt þar með húfurnar. „Samtals voru 25 húfur framleiddar í þetta verkefni og strax um kvöldið kom í ljós að færri fengu en vildu og óhætt að segja að áhuginn á húfunum hafi verið mjög mikill.“ Því hafi verið ákveðið eftir þingið að að panta nokkrar húfur í viðbót fyrir félaga sveitarinnar sem ekki fengu húfur og selja afganginn öðrum Grindvíkingum. Húfurnar hafi verið auglýstar á íbúasíðu Grindvíkinga. „Hér er augljóslega um misheppnað grín að ræða sem þótti gott í þröngum hópi. Allir vita hver staðan er í Grindavík þessa dagana og það hefur þótt gott að hafa húmor fyrir því grafalvarlega ástandi sem þar ríkir. Með þessu gríni var vísað í enduruppbyggingu samfélagsins í Grindavík sem mun vonandi vaxa og dafna á ný,“ segir í tilkynningunni. Þá ítrekar sveitin að húfurnar hafi ekki verið gerðar til að sýna Trump eða hans málum stuðning. „Það var ekki tilgangurinn að valda ólgu né gera okkur sjálf umdeild vegna stjórnmála á erlendri grundu. Stjórnmál, hvar sem þau eru, er ekki hluti af starfi björgunarsveita. Við, björgunarsveitarfólk í Grindavík, hörmum það að það sem við héldum að væri saklaust grín hafi komið illa við fólk og valdið þessari hræðilegu umræðu í okkar garð í dag.“ Loks segir að húfurnar séu ekki lengur í sölu og verði aldrei aftur í sölu hjá björgunarsveitinni. Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveit selur derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík tók upp á setja upp rauðar derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Í stað slagorð forsetans stendur á húfunum „Make Grindavík Great Again.“ 8. júní 2025 19:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Í tilkynningu sem Þorbjörn birtir á Facebook segir að félagið hafi í gegnum tíðina tekið þátt í „ýmiskonar sprelli“ til þess að þjappa björgunarsveitarfólki saman og í þó nokkur skipti gert derhúfur með ýmsu gríni til gamans. Derhúfurnar hafi upphaflega verið búnar til fyrir landsþing Landsbjargar í maí síðastliðnum. Húfurnar eru eftirlíkingar af varningi sem Donald Trump Bandaríkjaforseti seldi í kosningaherferðum sínum, rauðum derhúfum sem á stendur „Make America Great Again“ í nákvæmlega sama letri. Önnuðu ekki eftirspurn Fram kemur í tilkynningunni að á föstudag hafi verið haldin grillveisla á veitingastaðnum Hvíta Húsinu á Selfossi og fulltrúar sveitarinnar mætt þar með húfurnar. „Samtals voru 25 húfur framleiddar í þetta verkefni og strax um kvöldið kom í ljós að færri fengu en vildu og óhætt að segja að áhuginn á húfunum hafi verið mjög mikill.“ Því hafi verið ákveðið eftir þingið að að panta nokkrar húfur í viðbót fyrir félaga sveitarinnar sem ekki fengu húfur og selja afganginn öðrum Grindvíkingum. Húfurnar hafi verið auglýstar á íbúasíðu Grindvíkinga. „Hér er augljóslega um misheppnað grín að ræða sem þótti gott í þröngum hópi. Allir vita hver staðan er í Grindavík þessa dagana og það hefur þótt gott að hafa húmor fyrir því grafalvarlega ástandi sem þar ríkir. Með þessu gríni var vísað í enduruppbyggingu samfélagsins í Grindavík sem mun vonandi vaxa og dafna á ný,“ segir í tilkynningunni. Þá ítrekar sveitin að húfurnar hafi ekki verið gerðar til að sýna Trump eða hans málum stuðning. „Það var ekki tilgangurinn að valda ólgu né gera okkur sjálf umdeild vegna stjórnmála á erlendri grundu. Stjórnmál, hvar sem þau eru, er ekki hluti af starfi björgunarsveita. Við, björgunarsveitarfólk í Grindavík, hörmum það að það sem við héldum að væri saklaust grín hafi komið illa við fólk og valdið þessari hræðilegu umræðu í okkar garð í dag.“ Loks segir að húfurnar séu ekki lengur í sölu og verði aldrei aftur í sölu hjá björgunarsveitinni.
Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Björgunarsveit selur derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík tók upp á setja upp rauðar derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Í stað slagorð forsetans stendur á húfunum „Make Grindavík Great Again.“ 8. júní 2025 19:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Björgunarsveit selur derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík tók upp á setja upp rauðar derhúfur í stíl Bandaríkjaforseta á landsþingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Í stað slagorð forsetans stendur á húfunum „Make Grindavík Great Again.“ 8. júní 2025 19:52