„Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 22:01 Fyrirliðinn Hákon Arnar. Andrew Milligan/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. „Skoða hvað við höfum gert vel og hvað við getum bætt. Skoða þá en mikilvægast af öllu að jafna sig (e. recovery) frá leiknum. Við höfum nýtt tímann vel og spenntir að spila á morgun,“ sagði Hákon Arnar fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í fjarveru Orra Steins Óskarssonar, aðspurður hvað leikmenn höfðu gert frá sigrinum gegn Skotlandi. Ísland mætir Norður-Írlandi í vináttuleik ytra annað kvöld. Aðeins nokkrir dagar eru síðan strákarnir unnu 3-1 sigur á Skotum og er stefnt á að byggja ofan á þann sigur. Þá ræddi Hákon Arnar þá tilfinningu að bera fyrirliðabandið í Skotlandi. „Ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu fyrir ári síðan, að maður væri að fara leiða liðið út í landsleik og vera með bandið. Þetta er ólýsanleg tilfinning. Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki. Stór draumur í lífi mínu og á mínum ferli.“ Hákon Arnar var spurður út í hvað liðið mætti gera betur á morgun. „Við erum ekki alveg nægilega góðir í að búa til færi. Við skorum úr tveimur föstum leikatriðum, fyrsta markið mjög vel gert hjá Andra (Lucasi Guðjohnsen) þegar við vinnum boltann í hápressu. Vorum mjög góðir í hápressu í leiknum en okkur vantar að skapa fleiri færi í opnum leik. Það er stærsti hlutinn.“ „Það hjálpaði helling þegar við skoruðum snemma og þögguðum mjög snemma niður í Hampden Park. Við gerðum þetta mjög vel, byrjuðum sterkt og það er planið á morgun líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 „Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. 9. júní 2025 13:35 Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. 9. júní 2025 18:02 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
„Skoða hvað við höfum gert vel og hvað við getum bætt. Skoða þá en mikilvægast af öllu að jafna sig (e. recovery) frá leiknum. Við höfum nýtt tímann vel og spenntir að spila á morgun,“ sagði Hákon Arnar fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í fjarveru Orra Steins Óskarssonar, aðspurður hvað leikmenn höfðu gert frá sigrinum gegn Skotlandi. Ísland mætir Norður-Írlandi í vináttuleik ytra annað kvöld. Aðeins nokkrir dagar eru síðan strákarnir unnu 3-1 sigur á Skotum og er stefnt á að byggja ofan á þann sigur. Þá ræddi Hákon Arnar þá tilfinningu að bera fyrirliðabandið í Skotlandi. „Ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu fyrir ári síðan, að maður væri að fara leiða liðið út í landsleik og vera með bandið. Þetta er ólýsanleg tilfinning. Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki. Stór draumur í lífi mínu og á mínum ferli.“ Hákon Arnar var spurður út í hvað liðið mætti gera betur á morgun. „Við erum ekki alveg nægilega góðir í að búa til færi. Við skorum úr tveimur föstum leikatriðum, fyrsta markið mjög vel gert hjá Andra (Lucasi Guðjohnsen) þegar við vinnum boltann í hápressu. Vorum mjög góðir í hápressu í leiknum en okkur vantar að skapa fleiri færi í opnum leik. Það er stærsti hlutinn.“ „Það hjálpaði helling þegar við skoruðum snemma og þögguðum mjög snemma niður í Hampden Park. Við gerðum þetta mjög vel, byrjuðum sterkt og það er planið á morgun líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 „Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. 9. júní 2025 13:35 Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. 9. júní 2025 18:02 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
„Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01
„Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. 9. júní 2025 13:35
Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. 9. júní 2025 18:02