FIFA enn á ný með hendurnar í olíupeningunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 14:30 Gianni Infantino, forseti FIFA, með vinum sínum frá Sádi Arabíu þegar heimsmeistarakeppni félagsliða fór fram á þeim slóðum fyrir tveimur árum síðan. Getty/Francois Nel Alþjóða knattspyrnusambandið tilkynnti í gær um nýjan styrktaraðila fyrir heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefst eftir rétt rúma viku. FIFA náði samkomulagi við fjárfestingarsjóð sádi-arabíska ríkisins um að það fjárfesti í þessari nýju keppni. 32 félagslið taka þátt í heimsmeistarakeppni félagliða og keppnin tekur heilan mánuð. Miðasalan gengur samt ekki vel og FIFA þurfti eflaust að sækja sér meiri pening enda hefur samandið gefið það út að verðlaunaféð mótsins verði ríkulegt. Eins og oft áður þá sækir FIFA í olíupeningana á Arabíuskaganum og gefur lítið fyrir lítið fyrir gagnrýni vegna mannréttindabrota í landinu. „Þetta samstarf FIFA og PIF sýnir og sannar að við höfum sömu sýn á það að auka þátttöku í íþróttinni, búa til ný tækifæri, ýta undir framþróun og virkja knattspyrnuáhugafólk út um allan heim,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, á samfélagsmiðlum. „PIF er að búa til sína arfleið innan íþróttanna í gegnum samstarf sitt og með það markmið að ná jákvæðum og varanlegum árangri á öllum sviðum. Allt frá leikmönnum, stuðningsmönnum og til samfélags gestgjafanna,“ sagði Mohammed AlSayyad, yfirmaður markaðsmála hjá fjárfestingarsjóði sádi-arabíska ríkisins. Sádi-arabíska ríkið hefur fjárfest ríkulega í íþróttum á síðustu árum en margir líta á það sem þeirra leið til bæta ásýnd landsins á alþjóðlegum vettvangi. Mikið hefur verið rætt og skrifað um mannréttindabrot í landinu en Sádar neita öllum slíkum ásökunum. Sádí-Arabía er fyrir löngu orðinn góður samstarfsaðili FIFA og mun líka halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2034. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem Infantino og FIFA fara með hendurnar í olíupeningana. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Sjá meira
FIFA náði samkomulagi við fjárfestingarsjóð sádi-arabíska ríkisins um að það fjárfesti í þessari nýju keppni. 32 félagslið taka þátt í heimsmeistarakeppni félagliða og keppnin tekur heilan mánuð. Miðasalan gengur samt ekki vel og FIFA þurfti eflaust að sækja sér meiri pening enda hefur samandið gefið það út að verðlaunaféð mótsins verði ríkulegt. Eins og oft áður þá sækir FIFA í olíupeningana á Arabíuskaganum og gefur lítið fyrir lítið fyrir gagnrýni vegna mannréttindabrota í landinu. „Þetta samstarf FIFA og PIF sýnir og sannar að við höfum sömu sýn á það að auka þátttöku í íþróttinni, búa til ný tækifæri, ýta undir framþróun og virkja knattspyrnuáhugafólk út um allan heim,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, á samfélagsmiðlum. „PIF er að búa til sína arfleið innan íþróttanna í gegnum samstarf sitt og með það markmið að ná jákvæðum og varanlegum árangri á öllum sviðum. Allt frá leikmönnum, stuðningsmönnum og til samfélags gestgjafanna,“ sagði Mohammed AlSayyad, yfirmaður markaðsmála hjá fjárfestingarsjóði sádi-arabíska ríkisins. Sádi-arabíska ríkið hefur fjárfest ríkulega í íþróttum á síðustu árum en margir líta á það sem þeirra leið til bæta ásýnd landsins á alþjóðlegum vettvangi. Mikið hefur verið rætt og skrifað um mannréttindabrot í landinu en Sádar neita öllum slíkum ásökunum. Sádí-Arabía er fyrir löngu orðinn góður samstarfsaðili FIFA og mun líka halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2034. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem Infantino og FIFA fara með hendurnar í olíupeningana.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Sjá meira