Arnar sá Souness slást við leikmenn sína: „Voru allir skíthræddir við hann“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2025 12:03 Graeme Souness var eitilharður á velli og spilandi þjálfari Rangers þegar 17 ára Arnar Grétarsson kom til skoska stórveldisins. Samsett/Getty/Timarit.is(DV) Arnar Grétarsson var aðeins 17 ára gamall þegar skoska stórveldið Rangers, með „hrottann“ Graeme Souness sem spilandi þjálfara, keypti hann til sín árið 1989. Óhætt er að segja að Arnar hafi fengið að kynnast, tja, einstökum manni í Souness. „Mér fannst hann ekki mikið vera að kenna,“ segir Arnar um Souness, í hlaðvarpsþættinum Návígi. Souness, sem gerði Rangers þrívegis að skoskum meistara áður en hann tók við Liverpool árið 1991, hafi hins vegar unnið mikið með ógnarstjórnun. „Hann lenti 1-2 sinnum í slagsmálum við eigin leikmenn,“ segir Arnar. Hægt er að hlusta á þátt tvö af Návígi hér að neðan en umræðan um Arnar, Rangers og Souness hefst eftir 1:08:25 klukkustund. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Rangers skyldu sækja svo ungan leikmann til Íslands, á tíma þar sem hvert knattspyrnufélag mátti bara vera með tvo erlenda atvinnumenn. Arnar, sem síðar lék sem atvinnumaður með AEK Aþenu í Grikklandi og Lokeren í Belgíu, og alls 71 A-landsleik, gleymir aldrei þessum fyrstu misserum sínum í atvinnumennsku, í Glasgow. Til að mynda vegna Souness. Souness er ekki síst þekktur hér á landi fyrir viðbjóðslega tæklingu sína í 19 ára Sigurð Jónsson á Laugardalsvelli vorið 1985. Sú tækling er ekki til á myndbandi en klippurnar hér að neðan gefa ágæta vísbendingu um hvílíkur hrotti Souness var á velli (og hér má sjá fleiri). Í Návígi segir Arnar frá því að Ian Durrant, liðsfélagi þeirra Souness hjá Rangers, hafi í spjalli sakað Souness um að fótbrjóta Sigurð viljandi. Souness hafi svarið það af sér en skýringar hans hljómað lítt trúverðugar. „Ég held að hann hafi fótbrotið einhverja þrjá leikmenn á ferlinum,“ segir Arnar. „Ef þú myndir bara horfa á skrokkinn. Hann var með tvo símastaura undir sér. T-bak og 12-pack á maganum. Honum fannst ekki leiðinlegt að koma ber að ofan og sýna hvers lags svaka skrokkur hann var,“ segir Arnar. Enginn átti séns í Souness Souness hafi þannig átt það til að skora á leikmenn Rangers í einvígi á róðrartæki á æfingasvæðinu, til að sjá hvort einhver ætti roð í hann: „Hann elskaði það að koma ber að ofan, bara í stuttbuxum, fara á róðratækið og mana menn upp. Hvað þeir myndu ná á tveimur mínútum. Það átti enginn séns. Skrokkurinn á honum var rosalegur. Það voru allir skíthræddir við hann. Það þorði eiginlega enginn að spjalla við hann. En það var svolítið fyndið, hann kom rosalega oft til mín. Að ræða við mig. Það var alltaf sagt: „You are his favourite boy“ og eitthvað bla, bla, bla,“ segir Arnar en hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Návígi Fótbolti Tengdar fréttir Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
„Mér fannst hann ekki mikið vera að kenna,“ segir Arnar um Souness, í hlaðvarpsþættinum Návígi. Souness, sem gerði Rangers þrívegis að skoskum meistara áður en hann tók við Liverpool árið 1991, hafi hins vegar unnið mikið með ógnarstjórnun. „Hann lenti 1-2 sinnum í slagsmálum við eigin leikmenn,“ segir Arnar. Hægt er að hlusta á þátt tvö af Návígi hér að neðan en umræðan um Arnar, Rangers og Souness hefst eftir 1:08:25 klukkustund. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Rangers skyldu sækja svo ungan leikmann til Íslands, á tíma þar sem hvert knattspyrnufélag mátti bara vera með tvo erlenda atvinnumenn. Arnar, sem síðar lék sem atvinnumaður með AEK Aþenu í Grikklandi og Lokeren í Belgíu, og alls 71 A-landsleik, gleymir aldrei þessum fyrstu misserum sínum í atvinnumennsku, í Glasgow. Til að mynda vegna Souness. Souness er ekki síst þekktur hér á landi fyrir viðbjóðslega tæklingu sína í 19 ára Sigurð Jónsson á Laugardalsvelli vorið 1985. Sú tækling er ekki til á myndbandi en klippurnar hér að neðan gefa ágæta vísbendingu um hvílíkur hrotti Souness var á velli (og hér má sjá fleiri). Í Návígi segir Arnar frá því að Ian Durrant, liðsfélagi þeirra Souness hjá Rangers, hafi í spjalli sakað Souness um að fótbrjóta Sigurð viljandi. Souness hafi svarið það af sér en skýringar hans hljómað lítt trúverðugar. „Ég held að hann hafi fótbrotið einhverja þrjá leikmenn á ferlinum,“ segir Arnar. „Ef þú myndir bara horfa á skrokkinn. Hann var með tvo símastaura undir sér. T-bak og 12-pack á maganum. Honum fannst ekki leiðinlegt að koma ber að ofan og sýna hvers lags svaka skrokkur hann var,“ segir Arnar. Enginn átti séns í Souness Souness hafi þannig átt það til að skora á leikmenn Rangers í einvígi á róðrartæki á æfingasvæðinu, til að sjá hvort einhver ætti roð í hann: „Hann elskaði það að koma ber að ofan, bara í stuttbuxum, fara á róðratækið og mana menn upp. Hvað þeir myndu ná á tveimur mínútum. Það átti enginn séns. Skrokkurinn á honum var rosalegur. Það voru allir skíthræddir við hann. Það þorði eiginlega enginn að spjalla við hann. En það var svolítið fyndið, hann kom rosalega oft til mín. Að ræða við mig. Það var alltaf sagt: „You are his favourite boy“ og eitthvað bla, bla, bla,“ segir Arnar en hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan.
Návígi Fótbolti Tengdar fréttir Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Reiddist Guðjóni og hætti í landsliðinu: „Þér er ekki fyrirgefið fyrir svona“ „Ég tók heimskulega ákvörðun og þurfti bara að díla við afleiðingarnar,“ segir Bjarki Gunnlaugsson um það þegar hann reiddist Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi landsliðsþjálfara, og hætti í landsliðinu í fótbolta. 5. júní 2025 14:17