Ný nálgun fyrir börn með fjölþættan vanda Guðmundur Ingi Þóroddsson og Guðbjörg Sveinsdóttir skrifa 5. júní 2025 16:02 Á Íslandi eru í dag þúsundir barna og ungmenna sem standa frammi fyrir fjölþættum vanda en fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa frá hinu opinbera. Samkvæmt nýlegum upplýsingum eru yfir þrjú þúsund börn á biðlistum eftir ýmis konar þjónustu, þar á meðal geðheilbrigðisþjónustu, greiningum og talmeinaþjónustu. Biðtími getur verið margir mánuðir, jafnvel ár, og þessi staða veldur mikilli vanlíðan, námsörðugleikum og félagslegri einangrun hjá börnunum og fjölskyldum þeirra. Má jafnvel líkja því við að ekki sé brugðist við bruna í húsi fyrr en það er nánast brunnið til grunna. Það er ljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis þegar börn hafa beðið til 18 ára aldurs, alla sína bernsku og æsku, öll sín helstu mótunarár, án forvarna og úrræða á vegum félagsþjónustu og annarra aðila. Það endurspeglar hversu mikil örvænting ríkir og hversu fá úrræði eru til staðar þegar fjölskyldur og jafnvel fagstofnanir fara að leita til félagasamtaka eins og Afstöðu, sem þó sérhæfir sig ekki í þjónustu við börn nema þau séu komin í fangelsi. Þetta ráðaleysi er óþarft, við höfum ýmsar fyrirmyndir og jafnvel eigin reynslu og fordæmi sem má nýta. Í öðrum löndum hafa verið sett á laggirnar skapandi og árangursrík úrræði sem hafa sýnt fram á að hægt er að ná fram jákvæðum breytingum hjá börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Gott dæmi er „Guttas Campus“ í Noregi og Danmörku, þar sem ungmenni fá tveggja vikna skólabúðir með einstaklingsmiðuðu námi, persónulegri eftirfylgd og félagslegri styrkingu sem hefur reynst afar árangursríkt. Þá hefur meðferð sem byggist á skapandi starfi og samskiptum meðal annars við dýr einnig sýnt mikla möguleika erlendis, þar sem börn og ungmenni fá tækifæri til að byggja upp sjálfstraust, félagslega færni og tilfinningatengsl við annað fólk, dýr og umhverfið. Við eigum íslenskt fordæmi í fangelsinu Kvíabryggju, þar sem vistmenn fá að tengjast dýrum og lifa í umhverfi sem styður við heilbrigð tengsl og sjálfsstyrkingu. Þótt hér sé aðeins um dæmi frá fangelsi að ræða þá er grunnþörfin sú sama og hjá börnum sem glíma við fjölþættan vanda, þörfin fyrir ást, umhyggju, styrkingu fjölskyldutengsla og heilbrigð tengsl við umhverfi sitt. Það er tímabært að við á Íslandi innleiðum nýjar leiðir til að mæta þessum börnum og ungmennum. Við þurfum meðferðarsetur sem byggja á reynslu annarra landa og nýta ýmsar leiðir svo sem dýratengda meðferð, listsköpun, tónlist og einstaklingsmiðað verknám. Þar sem ekki er einblínt á veikleikana heldur leitað eftir styrk og hæfileikum hvers einstaklings. Þá þarf aukið samstarf milli skóla, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og félagasamtaka um að koma á fót slíkum úrræðum og tryggja þjálfun fagfólks til að vinna með þessum hópum. Við getum og verðum að gera betur. Samfélagið okkar hefur allt að vinna á því að börn og ungmenni fái þá hjálp sem þau þurfa áður en vandinn verður óyfirstíganlegur með enn meiri kostnaði samfélagsins að ekki sé talað um ónýtt líf þeirra sem fæddust með sama rétti til góðs lífs og önnur börn. Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál Guðbjörg er geðhjúkrunarfræðingur Afstöðu og faglegur ráðgjafi félagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Félagsmál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru í dag þúsundir barna og ungmenna sem standa frammi fyrir fjölþættum vanda en fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa frá hinu opinbera. Samkvæmt nýlegum upplýsingum eru yfir þrjú þúsund börn á biðlistum eftir ýmis konar þjónustu, þar á meðal geðheilbrigðisþjónustu, greiningum og talmeinaþjónustu. Biðtími getur verið margir mánuðir, jafnvel ár, og þessi staða veldur mikilli vanlíðan, námsörðugleikum og félagslegri einangrun hjá börnunum og fjölskyldum þeirra. Má jafnvel líkja því við að ekki sé brugðist við bruna í húsi fyrr en það er nánast brunnið til grunna. Það er ljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis þegar börn hafa beðið til 18 ára aldurs, alla sína bernsku og æsku, öll sín helstu mótunarár, án forvarna og úrræða á vegum félagsþjónustu og annarra aðila. Það endurspeglar hversu mikil örvænting ríkir og hversu fá úrræði eru til staðar þegar fjölskyldur og jafnvel fagstofnanir fara að leita til félagasamtaka eins og Afstöðu, sem þó sérhæfir sig ekki í þjónustu við börn nema þau séu komin í fangelsi. Þetta ráðaleysi er óþarft, við höfum ýmsar fyrirmyndir og jafnvel eigin reynslu og fordæmi sem má nýta. Í öðrum löndum hafa verið sett á laggirnar skapandi og árangursrík úrræði sem hafa sýnt fram á að hægt er að ná fram jákvæðum breytingum hjá börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Gott dæmi er „Guttas Campus“ í Noregi og Danmörku, þar sem ungmenni fá tveggja vikna skólabúðir með einstaklingsmiðuðu námi, persónulegri eftirfylgd og félagslegri styrkingu sem hefur reynst afar árangursríkt. Þá hefur meðferð sem byggist á skapandi starfi og samskiptum meðal annars við dýr einnig sýnt mikla möguleika erlendis, þar sem börn og ungmenni fá tækifæri til að byggja upp sjálfstraust, félagslega færni og tilfinningatengsl við annað fólk, dýr og umhverfið. Við eigum íslenskt fordæmi í fangelsinu Kvíabryggju, þar sem vistmenn fá að tengjast dýrum og lifa í umhverfi sem styður við heilbrigð tengsl og sjálfsstyrkingu. Þótt hér sé aðeins um dæmi frá fangelsi að ræða þá er grunnþörfin sú sama og hjá börnum sem glíma við fjölþættan vanda, þörfin fyrir ást, umhyggju, styrkingu fjölskyldutengsla og heilbrigð tengsl við umhverfi sitt. Það er tímabært að við á Íslandi innleiðum nýjar leiðir til að mæta þessum börnum og ungmennum. Við þurfum meðferðarsetur sem byggja á reynslu annarra landa og nýta ýmsar leiðir svo sem dýratengda meðferð, listsköpun, tónlist og einstaklingsmiðað verknám. Þar sem ekki er einblínt á veikleikana heldur leitað eftir styrk og hæfileikum hvers einstaklings. Þá þarf aukið samstarf milli skóla, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og félagasamtaka um að koma á fót slíkum úrræðum og tryggja þjálfun fagfólks til að vinna með þessum hópum. Við getum og verðum að gera betur. Samfélagið okkar hefur allt að vinna á því að börn og ungmenni fái þá hjálp sem þau þurfa áður en vandinn verður óyfirstíganlegur með enn meiri kostnaði samfélagsins að ekki sé talað um ónýtt líf þeirra sem fæddust með sama rétti til góðs lífs og önnur börn. Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál Guðbjörg er geðhjúkrunarfræðingur Afstöðu og faglegur ráðgjafi félagsins
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun