Allt snýst um McTominay í Skotlandi: „Reif Serie A í sig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júní 2025 15:02 McTominay á æfingu dagsins. Skosku miðlarnir eru með æði fyrir kappanum. Craig Williamson/SNS Group via Getty Images Framganga Skotans Scott McTominay er nánast það eina sem kemst að í Skotlandi þessa dagana í aðdraganda landsleiks Íslands við heimamenn á Hampden Park annað kvöld. Andrew Robertson hrósar honum í hástert. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Glasgow Andrew Robertson er fyrirliði skoska liðsins en hann og Steve Clarke, landsliðsþjálfari, sátu fyrir svörum á sitthvorum blaðamannafundinum á Hampden Park í dag. Skoska liðið hafði fyrr um daginn æft á heimavelli hins sögufræga liðs Queen's Park, en sá völlur er við hlið þjóðarleikvangsins. Robertson var varla spurður út í annað en McTominay á fundinum og Clarke sömuleiðis spurður spjörunum úr. Það sama má segja um Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara Íslands. Arnar var spurður af skoskum blaðamönnum um McTominay og sagði hann vera skell fyrir sig sem stuðningsmann Manchester United að horfa á eftir Skotanum til Ítalíu. McTominay með ítalska deildarbikarinn. Hann var valinn bestur í deildinni á fyrsta tímabili hans með liðinu.Elianton/Mondadori Portfolio via Getty Images McTominay flutti sig um set frá uppeldisfélaginu United til Napoli síðasta sumar. Hann hafði verið hálfgerð varaskeifa í Manchester-borg en óhætt er að segja að hann hafi fundið fjölina á Suður-Ítalíu. McTominay skoraði tólf mörk fyrir Napoli sem varð Ítalíumeistari á dögunum, var valinn bestu leikmaður tímabilsins og er gífurlega vinsæll í borginni fyrir vikið. Klippa: Andy Robertson um leikinn við Ísland Myndir af honum með vindil í kjaftinum í fagnaðarlátum í Napoli hafa vakið lukku, sem og myndir með nýkjörnum páfa sem bauð Ítalíumeisturunum til Vatíkansins. Robertson: Hann reif Serie A í sig Líkt og skoska pressan spurði Stöð 2 Sport Robertson út í framgang McTominay í viðtali á Hampden Park í dag. Robertson hafði hitað vel upp eftir að allar spurningar skosku blaðamannana á fundinum skömmu fyrir og stóð ekki á svörum. „Hann var ótrúlegur. Hann augljóslega reif Serie A í sig. Frammistaða hans var á hæsta stigi og hann á hrós skilið fyrir. Að vinna deildina er augljóslega mikilvægast en að hann sé valinn besti leikmaður deildarinnar hlýtur að vera sérstakt fyrir hann, sérlega í svona stórri deild,“ segir Robertson í samtali við Stöð 2 Sport. Robertson var hress á æfingu dagsins.Andrew Milligan/PA Images via Getty Images „Allt kredit á hann. Hann hefur verið frábær, verið geggjaður fyrir Skotland, fyrir Napoli og megi þetta halda áfram,“ bætir hann við um McTominay. Búast má við McTominay í toppstandi þegar Ísland mætir skoska liðinu á Hampden Park á morgun. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Skotland Skoski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Glasgow Andrew Robertson er fyrirliði skoska liðsins en hann og Steve Clarke, landsliðsþjálfari, sátu fyrir svörum á sitthvorum blaðamannafundinum á Hampden Park í dag. Skoska liðið hafði fyrr um daginn æft á heimavelli hins sögufræga liðs Queen's Park, en sá völlur er við hlið þjóðarleikvangsins. Robertson var varla spurður út í annað en McTominay á fundinum og Clarke sömuleiðis spurður spjörunum úr. Það sama má segja um Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara Íslands. Arnar var spurður af skoskum blaðamönnum um McTominay og sagði hann vera skell fyrir sig sem stuðningsmann Manchester United að horfa á eftir Skotanum til Ítalíu. McTominay með ítalska deildarbikarinn. Hann var valinn bestur í deildinni á fyrsta tímabili hans með liðinu.Elianton/Mondadori Portfolio via Getty Images McTominay flutti sig um set frá uppeldisfélaginu United til Napoli síðasta sumar. Hann hafði verið hálfgerð varaskeifa í Manchester-borg en óhætt er að segja að hann hafi fundið fjölina á Suður-Ítalíu. McTominay skoraði tólf mörk fyrir Napoli sem varð Ítalíumeistari á dögunum, var valinn bestu leikmaður tímabilsins og er gífurlega vinsæll í borginni fyrir vikið. Klippa: Andy Robertson um leikinn við Ísland Myndir af honum með vindil í kjaftinum í fagnaðarlátum í Napoli hafa vakið lukku, sem og myndir með nýkjörnum páfa sem bauð Ítalíumeisturunum til Vatíkansins. Robertson: Hann reif Serie A í sig Líkt og skoska pressan spurði Stöð 2 Sport Robertson út í framgang McTominay í viðtali á Hampden Park í dag. Robertson hafði hitað vel upp eftir að allar spurningar skosku blaðamannana á fundinum skömmu fyrir og stóð ekki á svörum. „Hann var ótrúlegur. Hann augljóslega reif Serie A í sig. Frammistaða hans var á hæsta stigi og hann á hrós skilið fyrir. Að vinna deildina er augljóslega mikilvægast en að hann sé valinn besti leikmaður deildarinnar hlýtur að vera sérstakt fyrir hann, sérlega í svona stórri deild,“ segir Robertson í samtali við Stöð 2 Sport. Robertson var hress á æfingu dagsins.Andrew Milligan/PA Images via Getty Images „Allt kredit á hann. Hann hefur verið frábær, verið geggjaður fyrir Skotland, fyrir Napoli og megi þetta halda áfram,“ bætir hann við um McTominay. Búast má við McTominay í toppstandi þegar Ísland mætir skoska liðinu á Hampden Park á morgun. Leikur Skotlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Skotland Skoski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Sjá meira