Málinu lokið með sátt: „Við erum mjög sáttar með niðurstöðuna“ Árni Sæberg skrifar 5. júní 2025 14:02 Edda Falak hefur vakið mikla athygli undanfarin ár, ekki síst fyrir Eigin konur þar sem hver konan á fætur annarri steig fram og sagði sögu sína. Vísir/Vilhelm Máli þeirra Fjólu Sigurðardóttur og Davíðs Goða Þorvarðarsonar á hendur Eddu Falak, vegna hlaðvarpsins Eigin kvenna, hefur verið lokið með dómsátt. Þau kröfðu Eddu um þrjátíu milljónir króna en lögmaður Eddu segir hana mjög sátta með niðurstöðuna. Greint var frá því í byrjun árs að deilur um hlaðvarpið Eigin konur, sem Edda hóf að framleiða ásamt Davíð Goða og Fjólu, væru komnar á dagskrá héraðsdóms. Davíð og Fjóla hefðu stefnt Eddu til greiðslu fyrir vinnu sína, sem þau hefðu ítrekað farið fram á en ekki fengið. Þá var haft eftir Sigurði Kára Kristjánssyni, lögmanni Davíðs og Fjólu, að reynt yrði að komast að samkomulagi um greiðslur áður en málið færi lengra. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu,“ sagði Fjóla um málið árið 2022, eftir að slitnað hafði upp úr samstarfi þeirra Davíðs við Eddu. Vildu þrjátíu milljónir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Eddu, sagði á sínum tíma að kröfur Davíðs og Fjólu á hendur Eddu hljóðuðu upp á þrjátíu milljónir króna. „Þær tekjur sem komu inn á samstarfstíma aðila voru samtals um 2,5 milljónir, eins og gögn bera glögglega með sér. Edda hefur frá upphafi verið tilbúin að greiða þeim stærstan hluta allrar þeirrar fjárhæðar en boð hennar hafa að mestu mætt þögninni og síðar auknum kröfum.“ Trúnaður um upphæðir Sigrún segir í samtali við Vísi að málinu hafi verið lokið með dómsátt við þau Fjólu og Davíð á föstudag í síðustu viku. Ríkisútvarpið hafði það fyrst eftir Sigurði Kára. Sigrún segir Edda sé mjög glöð að málinu sé nú endanlega lokið og að hún sé sátt við niðurstöðuna. „Trúnaður gildir um sáttina en ég get upplýst að við erum mjög sáttar með niðurstöðuna.“ Dómsmál Hlaðvörp Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Greint var frá því í byrjun árs að deilur um hlaðvarpið Eigin konur, sem Edda hóf að framleiða ásamt Davíð Goða og Fjólu, væru komnar á dagskrá héraðsdóms. Davíð og Fjóla hefðu stefnt Eddu til greiðslu fyrir vinnu sína, sem þau hefðu ítrekað farið fram á en ekki fengið. Þá var haft eftir Sigurði Kára Kristjánssyni, lögmanni Davíðs og Fjólu, að reynt yrði að komast að samkomulagi um greiðslur áður en málið færi lengra. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu,“ sagði Fjóla um málið árið 2022, eftir að slitnað hafði upp úr samstarfi þeirra Davíðs við Eddu. Vildu þrjátíu milljónir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Eddu, sagði á sínum tíma að kröfur Davíðs og Fjólu á hendur Eddu hljóðuðu upp á þrjátíu milljónir króna. „Þær tekjur sem komu inn á samstarfstíma aðila voru samtals um 2,5 milljónir, eins og gögn bera glögglega með sér. Edda hefur frá upphafi verið tilbúin að greiða þeim stærstan hluta allrar þeirrar fjárhæðar en boð hennar hafa að mestu mætt þögninni og síðar auknum kröfum.“ Trúnaður um upphæðir Sigrún segir í samtali við Vísi að málinu hafi verið lokið með dómsátt við þau Fjólu og Davíð á föstudag í síðustu viku. Ríkisútvarpið hafði það fyrst eftir Sigurði Kára. Sigrún segir Edda sé mjög glöð að málinu sé nú endanlega lokið og að hún sé sátt við niðurstöðuna. „Trúnaður gildir um sáttina en ég get upplýst að við erum mjög sáttar með niðurstöðuna.“
Dómsmál Hlaðvörp Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent