Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson skrifar 5. júní 2025 10:15 4.júní 2025 markaði stór tímamót fyrir okkur í Suðurnesjabæ, því þá opnaði ný heilsugæsla í Vörðunni í Suðurnesjabæ. Þetta er árangur sem margir hafa beðið eftir lengi og sannar að samvinna, staðfesta og skýr forgangsröðun skilar raunverulegum árangri fyrir samfélagið okkar. Frá fyrsta degi höfum við í Framsóknarflokknum barist fyrir því að bæta heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Okkar sýn hefur verið skýr: Fólk á rétt á góðri þjónustu, sama hvar það býr. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2022 hófum við tafarlaust samtal við Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, sem og þingmenn Framsóknar í Suðurkjördæmi. Þau tóku vel í málið og sýndu því þann skilning sem það átti skilið, meðal annars með þingsályktunum. Það samtal leiddi til viljayfirlýsingar sem var undirrituð 30. ágúst 2024 af þáverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni. Þar var markmið okkar skýrt: að opna nýja heilsugæslu fyrir 1. maí 2025. Þótt opnunin drægist um skamman tíma, var markmiðinu í raun náð – því nú í júní 2025 er heilsugæslan opin og tilbúin að veita íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það er staðföst trú mín að samtal á milli sveitarstjórnarmanna, þingmanna og ráðherra skipti gríðarlega miklu máli. Við, sem störfum í sveitarstjórn, erum í nánum tengslum við byggðarkjarnana og þekkjum þarfir heimafólks betur en margir. Þess vegna er mikilvægt að við miðlum því sjónarhorni áfram inn í landsmálin – svo allir rói í sömu átt. Ég vil líka sérstaklega þakka þeim sem hafa staðið með okkur í þessu mikilvæga verkefni: þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins fyrir öfluga liðveislu og skilning, Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fyrir faglega og drífandi forystu, og Magnúsi Stefánssyni, bæjarstjóra, fyrir eindreginn stuðning. Allt þetta fólk lagði sitt af mörkum til að verkefnið gæti raungerst með skjótum hætti. Stefna Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum undirstrikar vel þá sýn sem við höfum haldið á lofti: „Heilbrigðiskerfið er hornsteinn samfélagsins og byggir undir hagsæld þjóðarinnar. Framsókn leggur áherslu á að tryggja jafnt og tímanlegt aðgengi að öflugri heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu.“ Með opnun heilsugæslunnar í Vörðunni í Suðurnesjabæ erum við að sjá þessa stefnu verða að veruleika. Þetta er ekki bara sigur fyrir Framsókn – þetta er sigur fyrir allt samfélagið okkar í Suðurnesjabæ. Við í Framsókn trúum á samvinnu, ábyrgð og árangur. Og við munum halda áfram að vinna af heilindum fyrir bæjarbúa – því verkefnin eru fleiri og framtíðin björt þegar við vinnum saman. Til hamingju með þennan áfanga, kæru íbúar Suðurnesjabæjar. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Heilsugæsla Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
4.júní 2025 markaði stór tímamót fyrir okkur í Suðurnesjabæ, því þá opnaði ný heilsugæsla í Vörðunni í Suðurnesjabæ. Þetta er árangur sem margir hafa beðið eftir lengi og sannar að samvinna, staðfesta og skýr forgangsröðun skilar raunverulegum árangri fyrir samfélagið okkar. Frá fyrsta degi höfum við í Framsóknarflokknum barist fyrir því að bæta heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Okkar sýn hefur verið skýr: Fólk á rétt á góðri þjónustu, sama hvar það býr. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2022 hófum við tafarlaust samtal við Willum Þór Þórsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, sem og þingmenn Framsóknar í Suðurkjördæmi. Þau tóku vel í málið og sýndu því þann skilning sem það átti skilið, meðal annars með þingsályktunum. Það samtal leiddi til viljayfirlýsingar sem var undirrituð 30. ágúst 2024 af þáverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni. Þar var markmið okkar skýrt: að opna nýja heilsugæslu fyrir 1. maí 2025. Þótt opnunin drægist um skamman tíma, var markmiðinu í raun náð – því nú í júní 2025 er heilsugæslan opin og tilbúin að veita íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það er staðföst trú mín að samtal á milli sveitarstjórnarmanna, þingmanna og ráðherra skipti gríðarlega miklu máli. Við, sem störfum í sveitarstjórn, erum í nánum tengslum við byggðarkjarnana og þekkjum þarfir heimafólks betur en margir. Þess vegna er mikilvægt að við miðlum því sjónarhorni áfram inn í landsmálin – svo allir rói í sömu átt. Ég vil líka sérstaklega þakka þeim sem hafa staðið með okkur í þessu mikilvæga verkefni: þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins fyrir öfluga liðveislu og skilning, Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fyrir faglega og drífandi forystu, og Magnúsi Stefánssyni, bæjarstjóra, fyrir eindreginn stuðning. Allt þetta fólk lagði sitt af mörkum til að verkefnið gæti raungerst með skjótum hætti. Stefna Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum undirstrikar vel þá sýn sem við höfum haldið á lofti: „Heilbrigðiskerfið er hornsteinn samfélagsins og byggir undir hagsæld þjóðarinnar. Framsókn leggur áherslu á að tryggja jafnt og tímanlegt aðgengi að öflugri heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu.“ Með opnun heilsugæslunnar í Vörðunni í Suðurnesjabæ erum við að sjá þessa stefnu verða að veruleika. Þetta er ekki bara sigur fyrir Framsókn – þetta er sigur fyrir allt samfélagið okkar í Suðurnesjabæ. Við í Framsókn trúum á samvinnu, ábyrgð og árangur. Og við munum halda áfram að vinna af heilindum fyrir bæjarbúa – því verkefnin eru fleiri og framtíðin björt þegar við vinnum saman. Til hamingju með þennan áfanga, kæru íbúar Suðurnesjabæjar. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun