Við stöndum með Anahitu og Elissu Valgerður Árnadóttir, Rósa Líf Darradóttir, Aldís Amah Hamilton, Þorgerður María Þorbjarnardóttir og Árni Finnsson skrifa 5. júní 2025 11:00 Við, undirrituð samtök, lýsum yfir stuðningi við Anahitu og Elissu, sem sæta nú ákæru vegna friðsamlegra mótmæla. Réttlætisbarátta hefur jafnan verið leidd af fólki með hugrekki til að mótmæla þegar valdakerfi voru úr takti við siðferðileg viðmið samtímans. Anahita og Elissa gerðu nákvæmlega það. Með því að klifra upp möstrin á Hval 8 og Hval 9 stóðu þær vörð um réttindi dýra og mikilvægi verndar á villtum dýrum. Sérstaklega hvölum sem eru lykiltegund í vistkerfi hafsins. Af einlægri umhyggju tóku þær afstöðu með náttúrunni og dýrunum. Linda Íris Emilsdóttir og Katrín Oddsdóttir, lögmenn Anahitu og Elissu telja að brotið hafi verið gegn grundvallarreglum um meðalhóf og jafnræði og að málið endurspegli refsistefnu sem grafi undan réttarríkinu. Lögmennirnir gagnrýna jafnframt ákæruatriðin, sérstaklega þar sem þeim sé ranglega gefið að sök að hafa „brotist niður í skip“ og benda einnig á að skipin hafi ekki ætlað að sigla þegar mótmælin áttu sér stað, sem geri ákærur vegna brota á siglingalögum enn óljósari. Í ljósi þess að tveggja ára málsmeðferð hefur verið Anahitu og Elissu þungbær teljum við rangt að þær sæti refsingu og krefjumst þess að málið verði látið niður falla. Að mótmæla er stjórnarskrárvarinn réttur okkar! Við undirrituð, stöndum með frelsi til að mótmæla. Velferð dýra og vernd náttúru stendur og fellur með þeim sem láta sig þau mál varða. Þess vegna er réttur almennings til að mótmæla með friðsamlegum hætti tryggður í stjórnarskrá. Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina - vernd hafsinsRósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð á ÍslandiAldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á ÍslandiÞorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar - umhverfisverndarsamtaka ÍslandsÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Þorgerður María Þorbjarnardóttir Árni Finnsson Hvalveiðar Rósa Líf Darradóttir Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Við, undirrituð samtök, lýsum yfir stuðningi við Anahitu og Elissu, sem sæta nú ákæru vegna friðsamlegra mótmæla. Réttlætisbarátta hefur jafnan verið leidd af fólki með hugrekki til að mótmæla þegar valdakerfi voru úr takti við siðferðileg viðmið samtímans. Anahita og Elissa gerðu nákvæmlega það. Með því að klifra upp möstrin á Hval 8 og Hval 9 stóðu þær vörð um réttindi dýra og mikilvægi verndar á villtum dýrum. Sérstaklega hvölum sem eru lykiltegund í vistkerfi hafsins. Af einlægri umhyggju tóku þær afstöðu með náttúrunni og dýrunum. Linda Íris Emilsdóttir og Katrín Oddsdóttir, lögmenn Anahitu og Elissu telja að brotið hafi verið gegn grundvallarreglum um meðalhóf og jafnræði og að málið endurspegli refsistefnu sem grafi undan réttarríkinu. Lögmennirnir gagnrýna jafnframt ákæruatriðin, sérstaklega þar sem þeim sé ranglega gefið að sök að hafa „brotist niður í skip“ og benda einnig á að skipin hafi ekki ætlað að sigla þegar mótmælin áttu sér stað, sem geri ákærur vegna brota á siglingalögum enn óljósari. Í ljósi þess að tveggja ára málsmeðferð hefur verið Anahitu og Elissu þungbær teljum við rangt að þær sæti refsingu og krefjumst þess að málið verði látið niður falla. Að mótmæla er stjórnarskrárvarinn réttur okkar! Við undirrituð, stöndum með frelsi til að mótmæla. Velferð dýra og vernd náttúru stendur og fellur með þeim sem láta sig þau mál varða. Þess vegna er réttur almennings til að mótmæla með friðsamlegum hætti tryggður í stjórnarskrá. Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina - vernd hafsinsRósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð á ÍslandiAldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á ÍslandiÞorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar - umhverfisverndarsamtaka ÍslandsÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar