Sveiflujöfnunarauki helst óbreyttur Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2025 08:34 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar bankans. Vísir/Anton Brink Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Gildi sveiflujöfnunaraukans helst óbreyttur í 2,5 prósentum í samræmi við stefnu fjármálastöðugleikanefndarinnar um beitingu aukans. Fram kemur að mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Efnahagshorfur hér á landi gætu orðið fyrir áhrifum af þeim sökum. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að standa vörð um viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Viðvarandi verðbólga og háir vextir hafa skapað áskoranir fyrir heimili og fyrirtæki síðustu misseri. Vanskil í fjármálakerfinu eru þó lítil og efnahagsreikningar einkageirans almennt sterkir. Skuldavöxtur hefur verið hóflegur og skuldahlutföll heimila og fyrirtækja eru lág í sögulegum og alþjóðlegum samanburði. Þétt taumhald þjóðhagsvarúðartækja hefur stutt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans.Seðlabankinn Fasteignaverð er enn hátt á flesta mælikvarða en dregið hefur úr hækkun þess og spenna minnkað á húsnæðismarkaði. Umsvif í byggingariðnaði eru töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. Þrátt fyrir að hægt hafi á sölu fasteigna er eiginfjárstaða byggingargeirans sterk, sem veitir honum svigrúm til að mæta mótbyr. Rekstraráhætta fjármálainnviða er viðvarandi áskorun. Fjármálastöðugleikanefnd leggur áherslu á að fjármálainnviðir séu öruggir, skilvirkir, hagkvæmir og aðgengilegir. Brýnt er að hafa yfirsýn með kerfislega mikilvægum fjármálainnviðum og kjarnainnviðum og að til staðar séu viðbragðsáætlanir við rekstraráföllum. Áfram þarf að vinna markvisst að því að auka viðnámsþrótt í greiðslumiðlun, m.a. með því að koma á fót innlendri óháðri smágreiðslumiðlun og greiðslukortalausn án nettengingar. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% í samræmi við stefnu nefndarinnar um beitingu aukans. Nefndin mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í tilkynningunni. Megintilgangur sveiflujöfnunaraukans er að auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins við hugsanlegu tapi í kjölfar óhóflegrar skuldsetningar og uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu. Sveiflujöfnunarauki Seðlabankans eru viðbótarkröfur á eigið fé fjármálafyrirtækja umfram lögbundnar eiginfjárkröfur til að sporna gegn miklum sveiflum í fjármálakerfinu. Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar og útgáfu Greiðslumiðlunar hefst klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og áherslum bankans í greiðslumiðlun. Hægt verður að fylgjast með útsendingu í beinu streymi í spilaranum að neðan. Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Gildi sveiflujöfnunaraukans helst óbreyttur í 2,5 prósentum í samræmi við stefnu fjármálastöðugleikanefndarinnar um beitingu aukans. Fram kemur að mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Efnahagshorfur hér á landi gætu orðið fyrir áhrifum af þeim sökum. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að standa vörð um viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Viðvarandi verðbólga og háir vextir hafa skapað áskoranir fyrir heimili og fyrirtæki síðustu misseri. Vanskil í fjármálakerfinu eru þó lítil og efnahagsreikningar einkageirans almennt sterkir. Skuldavöxtur hefur verið hóflegur og skuldahlutföll heimila og fyrirtækja eru lág í sögulegum og alþjóðlegum samanburði. Þétt taumhald þjóðhagsvarúðartækja hefur stutt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans.Seðlabankinn Fasteignaverð er enn hátt á flesta mælikvarða en dregið hefur úr hækkun þess og spenna minnkað á húsnæðismarkaði. Umsvif í byggingariðnaði eru töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. Þrátt fyrir að hægt hafi á sölu fasteigna er eiginfjárstaða byggingargeirans sterk, sem veitir honum svigrúm til að mæta mótbyr. Rekstraráhætta fjármálainnviða er viðvarandi áskorun. Fjármálastöðugleikanefnd leggur áherslu á að fjármálainnviðir séu öruggir, skilvirkir, hagkvæmir og aðgengilegir. Brýnt er að hafa yfirsýn með kerfislega mikilvægum fjármálainnviðum og kjarnainnviðum og að til staðar séu viðbragðsáætlanir við rekstraráföllum. Áfram þarf að vinna markvisst að því að auka viðnámsþrótt í greiðslumiðlun, m.a. með því að koma á fót innlendri óháðri smágreiðslumiðlun og greiðslukortalausn án nettengingar. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5% í samræmi við stefnu nefndarinnar um beitingu aukans. Nefndin mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í tilkynningunni. Megintilgangur sveiflujöfnunaraukans er að auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins við hugsanlegu tapi í kjölfar óhóflegrar skuldsetningar og uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu. Sveiflujöfnunarauki Seðlabankans eru viðbótarkröfur á eigið fé fjármálafyrirtækja umfram lögbundnar eiginfjárkröfur til að sporna gegn miklum sveiflum í fjármálakerfinu. Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar og útgáfu Greiðslumiðlunar hefst klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og áherslum bankans í greiðslumiðlun. Hægt verður að fylgjast með útsendingu í beinu streymi í spilaranum að neðan.
Megintilgangur sveiflujöfnunaraukans er að auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins við hugsanlegu tapi í kjölfar óhóflegrar skuldsetningar og uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu. Sveiflujöfnunarauki Seðlabankans eru viðbótarkröfur á eigið fé fjármálafyrirtækja umfram lögbundnar eiginfjárkröfur til að sporna gegn miklum sveiflum í fjármálakerfinu.
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf